Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

109. fundur 13. september 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  109 – 13.09. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 13. september,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 0930.
            Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Sigurður Friðriksson, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Fjárlagabeiðnir – bréf frá fjárlaganefnd
2.      Ósk um niðurfellingu óðalsákvæða
3.      Erindi frá Trausta Sveinssyni
4.      Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lagt fram til kynningar bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 6. september 2000, þar sem kynntur er sá tími sem þeir gefa sveitarstjórnarmönnum til að funda með sér um fjárlagagerð.
 
Rætt um fjárlagabeiðnir og sveitarstjóra falið að útbúa þær.
 
2.      Lagt fram bréf frá Friðrik Antonssyni, dagsett 24. ágúst 2000, þar sem hann óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna afléttingar óðalsákvæða af jörðinni Höfða á Höfðaströnd.
 
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við að jörðin verði leyst undan óðalsböndum.
 
3.      Lagt fram bréf frá Trausta Sveinssyni, dagsett 4. júní 2000, varðandi styrkumsókn til Skíðafélags Fljótamanna.
 
Byggðarráð vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar 16. maí sl. og sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
4.      Lagt fram til kynningar svarbréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 6. september 2000, við bréfi sem sent var 17. maí 2000 og óskað var eftir skilgreiningu á skyldu sveitarfélags til að bjóða fötluðum upp á akstur til og frá vinnu í sveitarfélagi þar sem engar almenningssamgöngur eru til staðar.
 
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1055
 
 
      Herdís Á. Sæmundardóttir                  Margeir Friðriksson, ritari
      Gísli Gunnarsson
Sigurður Friðriksson
Ingibjörg Hafstað
Páll Kolbeinsson