Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 110 – 20.09. 2000Ár 2000, miðvikudaginn 20. september, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 0930.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað.
DAGSKRÁ:
1. Erindi frá íbúum í Varmalækjarhverfi
2. Ósk um lausn úr óðalsböndum v/Bakkakots í Vesturdal
3. Bréf frá Henrý Þór Gränz
4. Erindi frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi
5. Bréf frá PricewaterhouseCoopers
6. Húsnæðismál (Stjórnsýsluhúsið)
7. Staða bókhalds
8. Fjárlagabeiðnir
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf frá íbúum Varmalækjarhverfis, dagsett 12. september 2000, þar sem óskað er eftir götulýsingu í byggðakjarnann.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið nánar.
2. Lagt fram bréf dagsett 19. september 2000 þar sem óskað er eftir meðmælum sveitarstjórnar að jörðin Bakkakot í Vesturdal verði leyst undan óðalsböndum.
Byggðarráð setur sig ekki á móti því að jörðin verði leyst undan þeim.
3. Lagt fram til kynningar bréf frá Henrý Þór Gränz, dagsett 4. september 2000 varðandi viðhafnarútgáfu bókarinnar um Ísland í The New Millenium series.
4. Lagt fram bréf frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi, dagsett 9. september 2000 þar sem óskað er eftir að kaupa Nafarhúsið á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri ræði við Valgeir Þorvaldsson um málið.
5. Lagt fram til kynningar bréf frá PricewaterhouseCoopers ehf., dagsett 11. september 2000 þar sem tilkynnt er um sameiningu á starfsemi Reksturs og Ráðgjafar ehf. og PricewaterhouseCoopers ehf. frá og með 1. ágúst sl
6. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Byggðastofnun um kaup á hlut sveitarfélagsins í Stjórnsýsluhúsinu.
7. Farið yfir stöðu bókhalds eftir fyrstu átta mánuði ársins.
8. Farið yfir fjárlagabeiðnir sem lagðar verða fyrir fjárlaganefnd Alþingis.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1130
Herdís Á. Sæmundardóttir Margeir Friðriksson, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Ingibjörg Hafstað
Páll Kolbeinsson