Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

111. fundur 27. september 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  111 – 27.09. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 27. september,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Sigurður Friðriksson, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Erindi frá Landbúnaðarráðuneytinu
2.      Bréf frá Flugu hf.
3.      Fjármálaráðstefna 2000
4.      Heimsókn frá Köge
5.      Fundarboð v/hluthafafundar í Tækifæri hf.
6.      Bréf frá Snorra Þorfinnssyni ehf.
7.      Bréf frá Fjölís
8.      Bréf frá Samtökunum ‘78
9.      Málefni Ásgarðs
10.  Áfengis og veitingaleyfi
11.  Árskóli
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lagt fram bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dagsett 22. september 2000, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um ákvörðun ráðuneytisins að leigja Kaupfélagi Skagfirðinga jörðina Nýrækt til eins árs.
 
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við ákvörðun ráðuneytisins.
 
2.      Lagt fram bréf frá Flugu hf. dagsett 21. september 2000 varðandi reiðhöll á Sauðárkróki.
 
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga.
 
3.      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 19. september 2000 varðandi ráðstefnu sambandsins um fjármál sveitarfélaga 2. og 3. nóvember nk.
 
Byggðarráð samþykkir að byggðarráðsmenn sæki ráðstefnuna.
 
4.      Byggðarráð samþykkir að styrkja heimsókn nemenda frá Köge með 150.000 kr. fjárupphæð.
 
5.      Lagt fram bréf frá Tækifæri hf. dagsett 19. september 2000 um hluthafafund félagsins þann 5. október nk.
 
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri og sveitarstjórnarmenn sem geta, sæki þennan fund.
 
6.      Lagt fram bréf frá Snorra Þorfinnssyni ehf. dagsett 19. september 2000, þar sem óskað er eftir lóð við suðurenda brúarinnar yfir Hofsá í Plássinu, þar sem íbúðarhúsið Brúarlundur stóð áður.
 
Byggðarráð samþykkir erindið.
 
7.      Lagt fram til kynningar bréf frá Fjölís dagsett 13. september 2000 varðandi samning um fjölföldun á höfundarréttarvernduðum verkum.
 
8.      Lagt fram bréf frá Samtökunum ’78 dagsett 18. september 2000, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að fjármagna stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa samtakanna.
 
Byggðarráð samþykkir sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
9.      Lögð fram bókun Sýslumannsins á Sauðárkróki frá 19. september 2000, um samkomulag á milli fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Margrétar Sigurmonsdóttur um landamerki á milli Ásgarðs og Miklahóls.
 
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
 
10.  Byggðarráð samþykkir að veita Eyjaskipum hf. áfengis- og veitingaleyfi til eins árs.
 
11.  Byggðarráð samþykkir heimild til skólastjóra Árskóla að ráða í hálfa stöðu stuðningsfulltrúa.
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1132
 
 
Herdís Á. Sæmundardóttir                       Margeir Friðriksson , ritari
Gísli Gunnarsson
Ingibjörg Hafstað
Páll Kolbeinsson
Sigurður Friðriksson