Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

112. fundur 04. október 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  112 – 04.10. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 4. október,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Aðalfundarboð Snorra Þorfinnssonar ehf.
2.      Málefni innanlandsflugsins
3.      Erindi frá stýrihópi Staðardagskrár 21
4.      Málefni Höfða ehf.
5.      Niðurfellingar
6.      Erindi frá Umf. Tindastóli
7.      Fulltrúar forvarnarhóps mæta á fundinn
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Snorra Þorfinnssonar ehf., dagsett 20. september 2000.
 
2.      Rætt um innanlandsflug á landsbyggðinni.
 
Samþykkt að fela sveitarstjóra að fylgjast með þróun mála.
 
3.      Lagt fram bréf frá Helgu Gunnlaugsdóttur, dagsett 28. september 2000, þar sem hún óskar eftir að stýrihópur Staðardagskrár 21 fái að senda fulltrúa sinn á fund byggðarráðs til að gera grein fyrir stöðu verkefnisins og framtíðaráformum.
 
Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúa stýrihópsins á sinn fund.
 
4.      Lagt fram minnisblað frá Jóni Magnússyni, dagsett 11. september 2000, þar sem hann óskar eftir að kaupa hlut sveitarfélagsins í Höfða ehf..
 
Byggðarráð samþykkir að hafna erindi Jóns Magnússonar um kaup á hlut sveitarfélagsins í Höfða ehf. og ítrekar að verði hluturinn seldur verði hann auglýstur til sölu.
 
Elinborg Hilmarsdóttir og Ingibjörg Hafstað sitja hjá við afgreiðslu málsins.
 
Ingibjörg Hafstað óskar bókað að unnið verði að því að ganga til samninga við lysthafendur, með það að markmiði að eignarhluti sveitarfélagsins í Höfða ehf. verði seldur.
 
5.      Sjá trúnaðarbók.
 
6.      Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Tindastóli, dagsett 1. október 2000, þar sem óskað er eftir viðræðum um styrki næstu ára.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar til umsagnar.
 
7.      Á fundinn komu Ásdís Guðmundsdóttir, Þorkell V. Þorsteinsson, Gestur Þorsteinsson og Ómar Bragi Stefánsson og kynntu fyrir byggðarráði hugmyndir sínar um ráðningu forvarnarfulltrúa fyrir Skagafjörð, verkefni hans og áætlaðan kostnað.
 
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1110
 
 
Herdís Á. Sæmundardóttir              Margeir Friðriksson, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Gísli Gunnarsson
Páll Kolbeinsson