Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

114. fundur 18. október 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  114 – 18.10. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 18. október,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Bréf frá Byggðastofnun
2.      Bréf frá Hring
3.      Bréf frá Sýslumanni
4.      Bréf frá deildarstjóra Málefna fatlaðra
5.      Þingmannafundur/fjárlagafrumvarpið 2001
6.      Rekstraráætlun reiðhallar
7.      Bréf frá verslunareigendum á Sauðárkróki
8.      Byggðarráð
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lagt fram bréf frá Byggðastofnun, dagsett 10. október 2000 um byggðakvóta.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 
2.      Lagt fram bréf frá Hring, dagsett 12. október 2000, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni þrjá menn í fimm manna framkvæmdahóp til að vinna að uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara í Skagafirði.
 
Byggðarráð samþykkir tillögu þessa og mun skipa fulltrúa sína úr röðum sveitarstjórnarmanna á næsta sveitarstjórnarfundi.
 
3.      Lagt fram bréf frá Sýslumanni dagsett 10. október 2000, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Kristjáns H. Kristjánssonar um leyfi til að reka gistiheimili og gistiskála í Steinsstaðaskóla einstakar nætur á starfstíma skólans frá 1. september til 1. júní ár hvert.
 
Byggðarráð treystir sér ekki til að mæla með erindinu.
 
4.      Lagt fram bréf frá deildarstjóra málefna fatlaðra hjá sveitarfélaginu, dagsett 10. október 2000, varðandi öryggisvöktun á Freyjugötu 18.
 
Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu.
 
5.      Rætt um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2001 og væntanlegan fund með þingmönnum.
 
6.      Lögð fram rekstraráætlun fyrir reiðhöll á Sauðárkróki.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að útbúa drög að samkomulagi við rekstraraðila reiðhallarinnar.
 
7.      Lagt fram bréf frá verslunareigendum á Sauðárkróki, dagsett 6. október 2000, þar sem óskað er eftir að húsnæði sem er í rekstri eða eigu sveitarfélagsins verði ekki leigt til farandsöluaðila.
 
Byggðarráð samþykkir að beina því til hússtjórna félagsheimila og annarra umsjónarmanna húsnæðis í eigu sveitarfélagsins að leigja ekki húsnæði til farandsöluaðila.
 
8.      Ingibjörg Hafstað óskar bókað að Snorri Styrkársson taki að nýju sæti sem varamaður í byggðarráði.
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1140
 
                                                                                Margeir Friðriksson ritari.
 
 
                                                                               
 
 
 

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  114 – 18.10. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 18. október,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Bréf frá Byggðastofnun
2.      Bréf frá Hring
3.      Bréf frá Sýslumanni
4.      Bréf frá deildarstjóra Málefna fatlaðra
5.      Þingmannafundur/fjárlagafrumvarpið 2001
6.      Rekstraráætlun reiðhallar
7.      Bréf frá verslunareigendum á Sauðárkróki
8.      Byggðarráð
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lagt fram bréf frá Byggðastofnun, dagsett 10. október 2000 um byggðakvóta.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
 
2.      Lagt fram bréf frá Hring, dagsett 12. október 2000, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni þrjá menn í fimm manna framkvæmdahóp til að vinna að uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara í Skagafirði.
 
Byggðarráð samþykkir tillögu þessa og mun skipa fulltrúa sína úr röðum sveitarstjórnarmanna á næsta sveitarstjórnarfundi.
 
3.      Lagt fram bréf frá Sýslumanni dagsett 10. október 2000, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Kristjáns H. Kristjánssonar um leyfi til að reka gistiheimili og gistiskála í Steinsstaðaskóla einstakar nætur á starfstíma skólans frá 1. september til 1. júní ár hvert.
 
Byggðarráð treystir sér ekki til að mæla með erindinu.
 
4.      Lagt fram bréf frá deildarstjóra málefna fatlaðra hjá sveitarfélaginu, dagsett 10. október 2000, varðandi öryggisvöktun á Freyjugötu 18.
 
Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu.
 
5.      Rætt um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2001 og væntanlegan fund með þingmönnum.
 
6.      Lögð fram rekstraráætlun fyrir reiðhöll á Sauðárkróki.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að útbúa drög að samkomulagi við rekstraraðila reiðhallarinnar.
 
7.      Lagt fram bréf frá verslunareigendum á Sauðárkróki, dagsett 6. október 2000, þar sem óskað er eftir að húsnæði sem er í rekstri eða eigu sveitarfélagsins verði ekki leigt til farandsöluaðila.
 
Byggðarráð samþykkir að beina því til hússtjórna félagsheimila og annarra umsjónarmanna húsnæðis í eigu sveitarfélagsins að leigja ekki húsnæði til farandsöluaðila.
 
8.      Ingibjörg Hafstað óskar bókað að Snorri Styrkársson taki að nýju sæti sem varamaður í byggðarráði.
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1140
 
                                                                                Margeir Friðriksson ritari.