Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 120 – 06.12. 2000Ár 2000, miðvikudaginn 6. desember, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
1. Fjárhagsáætlun 2001
2. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun
3. Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld
4. Bréf frá SÍS
5. Erindi frá íbúum í Varmahlíð
6. Bréf frá Trausta Sveinssyni
7. Bréf frá SÍS
8. Aukahluthafafundur ClicOn Ísland hf.
AFGREIÐSLUR:
1. Lögð fram til kynningar áætlun um tekjur sveitarsjóðs 2001.
2. Lagðar fram eftirfarandi tillögur að breytingum á gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun í Sveitarfélaginu Skagafirði:
- 1. gr. Sorphirðugjald á ílát, íbúðarhúsnæði kr. 6.000, sumarhús kr. 2.000.
- 2. gr. I. Árlegt sorpurðunargjald verði í flokki 1, kr. 5.000, flokkur 2, kr. 30.000, flokkur 3, kr. 90.000, flokkur 4, kr. 180.000, flokkur 5, kr. 360.000.
- 2. gr. II. Bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi kr. 6.000, þjónustubýli kr. 3.000, sumarbústaðir kr. 1.500.
Byggðarráð samþykkir ofangreindar breytingar og vísar tillögunni til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Ingibjörg Hafstað óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
3. Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir ofangreinda gjaldskrá. Ingibjörg Hafstað óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
4. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. nóvember 2000, til Ungmennafélags Íslands varðandi merkingu landsvæða.
5. Sveitarstjóri kynnti munnlega erindi frá nýstofnuðum íbúasamtökum í Varmahlíð.
6. Lagt fram bréf frá Trausta Sveinssyni, dagsett 5. desember 2000, varðandi snjótroðara Skíðafélags Fljótamanna.
Byggðarráð telur ekki forsendur til að breyta fyrri ákvörðun sveitarstjórnar.
7. Lögð fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. nóvember og 1. desember 2000, varðandi nýsamþykkt lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, vatnsveitur sveitarfélaga og álagningarprósentu útsvars.
8. Lagt fram bréf frá ClicOn Ísland hf. um aukahluthafafund þann 14. desember 2000.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 12.