Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 122 – 28.12. 2000Ár 2000, fimmtudaginn 28. desember, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
1. Álagning fasteignagjalda
2. Bréf frá íbúasamtökum Varmahlíðarhverfis
3. Bréf Bergeyjar ehf. til Byggðastofnunar
4. Bréf frá Útrás
5. Bréf frá Erni Þórarinssyni og Maríu Guðfinnsdóttur
6. Tillaga
7. Bréf frá UMSS
8. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
9. Bréf frá Hring – Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar hf.
10. Bréf frá sýslumanni
AFGREIÐSLUR:
1. Tillaga að álagning fasteignagjalda verði sem hér segir árið 2001:
Sauðárkrókur:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,43#PR
Fasteignaskattur B-flokkur 1,58#PR
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,00#PR af f.m.
Lóðarleiga atv.lóða 2,00#PR af f.m.
Lóðarleiga ræktunarlands kr. 0,55 pr. m2
Holræsagjöld 0,20#PR
Hofsós og Varmahlíð:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,41#PR
Fasteignaskattur B-flokkur 1,20#PR
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,00#PR af f.m.
Lóðarleiga atv.lóða 2,00#PR af f.m.
Holræsagjöld 0,20#PR
Dreifbýli:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,41#PR
Fasteignaskattur B-flokkur 1,20#PR
Gjalddagar fasteignagjalda verða 7, janúar – júlí.
Byggðarráð samþykkir að gera ekki breytingar á reglum um niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Ingibjörg Hafstað óskar bókað að hún greiði ekki atkvæði.
2. Lagt fram bréf frá íbúasamtökum Varmahlíðarhverfis, dagsett 12. desember 2000, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórnin boði til fundar með íbúum hverfisins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma á fundi.
3. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá Bergey ehf. á Hofsósi til Byggðastofnunar, dagsett 14. desember 2000, varðandi úthlutun byggðakvóta.
4. Lagt fram bréf til kynningar frá verkfræðistofunni Útrás, dagsett 18. desember 2000, varðandi úttekt á nýtingarmöguleikum glatvarma á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitunefndar.
5. Lagt fram bréf frá Erni Þórarinssyni og Maríu Guðfinnsdóttur, dagsett 13. desember 2000, þar sem þau óska eftir að taka á leigu húsnæði Sólgarðaskóla og neðri hæð gamla skólahússins, ásamt tilheyrandi búnaði, næsta sumar til ferðaþjónustu.
Byggðarráð samþykkir að leigja Erni og Maríu ofangreindar eignir, enda rekist það ekki á þá starfsemi sem í húsunum er.
6. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að inna af hendi þær greiðslur, sem nauðsynlegar eru þar til fjárhagsáætlun 2001 hefur verið samþykkt.
7. Lagt fram bréf frá UMSS, dagsett 20. desember 2000, varðandi fund um undirbúningsvinnu vegna landsmóts UMFÍ 2004.
Byggðarráð samþykkir að boða stjórn UMSS á fund til viðræðu um málið.
8. Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 15. desember 2000.
9. Lagt fram til kynningar bréf frá Hring – Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar hf., dagsett 21. desember 2000, varðandi leiðbeiningarmiðstöð landbúnaðar í Skagafirði.
10. Lagt fram bréf frá sýslumanni þar sem óskað er umsagnar um umsókn Elíasar Guðmundssonar fh. Skagfirsks eldhúss, til að reka veitingahús og skemmtistað að Aðalgötu 7.
Byggðarráð gerir engar athugasemdir við umsóknina.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1040.