Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

125. fundur 26. janúar 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  125 – 26.01.2001.

Ár 2001, föstudaginn 26. janúar,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1300.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Sigurður Friðriksson, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Snorri Styrkársson,  auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
                1.      Fjárhagsáætlun 2001
                2.      Tillögur

AFGREIÐSLUR:
1.      Fjárhagsáætlun 2001 rædd.
Skagafjarðarlistinn gerir eftirfarandi breytingartillögu við fjárhagsáætlun 2001:
Lækkun gjalda í rekstraráætlun sveitarsjóðs að upphæð kr. 8.955.000. Einnig um hækkun rekstrargjalda hjá Hitaveitu Skagafjarðar að upphæð kr. 1.500.000 og hjá Rafveitu Sauðárkróks  að upphæð kr. 18.500.000.  Hækkun gjaldfærðra fjárfestinga hjá sveitarsjóði að upphæð kr. 7.000.000.  Lækkun eignfærðra fjárfestinga hjá sveitarsjóði að upphæð kr. 18.900.000.  Lækkun fjárfestinga hjá Hitaveitu Skagafjarðar um kr. 1.500.000 og Rafveitu Sauðárkróks um kr. 1.380.000 auk þess sem Rafveita Sauðárkróks selji eignir fyrir kr. 18.620.000.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn einu.
Breytingartillaga meirihluta sveitarstjórnar er eftirfarandi:
Hækkun rekstrargjalda hjá sveitarsjóði um kr. 9.348.000.  Lækkun rekstrargjalda hjá Hitaveitu Skagafjarðar kr. 157.000.  Hækkun rekstrargjalda hjá Félagsíbúðum kr. 964.000.  Gjaldfærð fjárfesting sveitarsjóðs hækkar um kr. 15.420.000 og eignfærð fjárfesting hækkar um kr. 2.000.000.
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum.  Snorri Styrkársson situr hjá.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar sveitarsjóðs eru eftirfarandi í þúsundum króna að teknu tilliti til ofangreindra breytinga:
Rekstrartekjur samtals 891.161, rekstrargjöld 712.754.
Fjármagnsgjöld 75.300 og fjármagnstekjur 9.750.
Gjaldfærð fjárfesting: Gjöld 103.070, tekjur 10.700.
Eignfærð fjárfesting: Gjöld 154.500, tekjur 94.500.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2001 og stofnana þess til síðari umræðu í sveitarstjórn.
2.      Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram:
Sveitarstjórn samþykkir að fela forstöðumönnum sviða og stofnana hjá sveitarsjóði og fyrirtækjum sveitarfélagsins að ná fram 3,5#PR sparnaði heildarrekstrargjalda, sem undir viðkomandi yfirmenn heyra, á árinu 2001.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
Sveitarstjórn samþykkir að Rafveita, Hitaveita og Vatnsveita verði sameinaðar í eitt fyrirtæki.  Skal sameiningin eiga sér stað 1. júní næst komandi.  Með sameiningunni skal stefnt að því að ná fram eins mikilli hagræðingu í rekstri og kostur er, bæði hvað varðar mannahald, húsnæðismál og annan rekstrarkostnað.  Þegar framangreindum aðgerðum hefur verið hrint í framkvæmd skal endurskoða fjárhagsáætlun 2001.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.  Snorri Styrkársson óskar bókað að hann geri grein fyrir atkvæði sínu á sveitarstjórnarfundi.
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1410.
                                                            Margeir Friðriksson, ritari.