Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 127 – 07.02.2001.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað, auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
1. Erindi frá Snorraverkefninu
2. Sydney 2000
3. Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar
4. Bréf frá íbúum við Furulund í Varmahlíð
5. Bréf frá Máka hf.
6. Bréf frá Máka hf.
7. Bréf frá sýslumanni
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf dagsett 23. janúar 2001 frá Snorraverkefninu, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið árið 2001
Byggðarráð samþykkir að leita álits Vesturfarasetursins á Hofsósi á erindinu.
2. Lagt fram bréf frá Sydney 2000, dagsett 22. janúar 2001, þar sem viðruð er hugmynd um lok fjármögnunar verkefnisins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið nánar.
3. Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar, dagsett 24. janúar 2001, varðandi Staðardagskrá 21.
4. Lagt fram bréf frá íbúum við Furulund í Varmahlíð, dagsett 23. janúar 2001, þar sem óskað er eftir uppbyggingu og lýsingu götunnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
5. Lagt fram bréf frá Máka hf., dagsett 31. desember 2000, þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda af eignum Máka hf. á Hraunum í Fljótum fyrir árið 2001 og fyrr.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og felur sveitarstjóra að svara fyrirtækinu.
6. Lagt fram bréf frá Máka hf., dagsett 31. desember 2000, þar sem óskað er eftir að sveitarsjóður kaupi hlutabréf í félaginu að nafnverði kr. 1.000.000 á genginu 2,5.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og telur eðlilegt að fyrirtækið sæki til Tækifæris hf. um þátttöku í aukningu á hlutafé.
7. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 29. janúar 2001, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Félagsheimilisins Ljósheima um leyfi til að reka gistiskála í félagsheimilinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1115.
Margeir Friðriksson, ritari