Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 128 – 21.02.2001.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Sigurður Friðriksson, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson og Ingibjörg Hafstað, auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
1. Heimsókn frá Náttúrustofu Norðurlands vestra ofl.
2. Málefni Umf. Tindastóls
3. Bréf vegna Sydney 2000
4. Vinabæjamót 15.06.- 17.06. 2001
5. Kaupsamningur um Skefilsstaði
6. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
7. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
8. Bréf frá skólabílstjórum
9. Málefni Miðgarðs
10. Bréf frá Siglufjarðarkaupstað
11. Bréf frá Íslandspósti
12. Kjarasamningur grunnskólakennara
13. Bréf frá Sýslumanninum Sauðárkróki
14. Tillaga.
AFGREIÐSLUR:
- Forsvarsmenn Náttúrustofu Norðurlands vestra ásamt skólamálastjóra og skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra komu á fundinn og kynntu möguleika á samstarfi þeirra á milli.
- Málefni Umf. Tindastóls rædd.
Byggðarráð samþykkir að velja þrjá aðila í starfshóp til að fara ofan í og leita lausnar á fjárhagsvanda Umf. Tindastóls. Hópurinn skal vinna í samstarfi við forráðamenn Umf. Tindastóls og deilda þess. Fjármálastjóri skal vinna með hópnum eftir því sem þörf er á. Hópurinn skal ljúka störfum fyrir 31. mars næst komandi. - Lagt fram bréf frá Sydney 2000 verkefninu, dagsett 22. janúar sl. varðandi lokafjármögnun á verkefninu
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar. - Rætt um vinabæjarmót..
Byggðarráð samþykkir að bjóða til vinabæjarmóts 15.06. – 17.06. 2001. - Lagður fram kaupsamningur um jörðina Skefilsstaði, dagsettur 7. febrúar 2001.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn. - Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 7. febrúar 2001, varðandi áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2001.
- Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 31. janúar 2001 varðandi Ólafsvíkuryfirlýsingu Staðardagskrár 21 á Íslandi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar. - Kynnt bréf frá verktökum skólaaksturs í Skagafirði, þar sem þeir óska eftir viðræðum við fulltrúa sveitarstjórnar um breytingu á verðtryggingarþætti samningsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið nánar. - Lögð fram bréf frá karlakórnum Heimi, dags. 1. febrúar 2001 og húsnefnd Félagsheimilisins Miðgarðs frá 23. janúar og 28. janúar sl. varðandi málefni félagsheimilisins.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd um málefni Félagsheimilisins Miðgarðs og annara félagsheimila. - Lagt fram erindi frá Siglufjarðarkaupstað, dagsett 9. febrúar 2001, þar sem bæjarráð Siglufjarðarkaupstaðar býður byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt sveitarstjóra til fundar á Siglufirði.
Byggðarráð samþykkir að þekkjast boð Siglfirðinga. - Lagt fram til kynningar bréf frá Íslandspósti hf., dagsett 12. febrúar 2001, þar sem fyrirtækið kynnir samkomulag við Kaupfélag Skagfirðinga um sameiginlegan rekstur á afgreiðslu á Hofsósi og í Varmahlíð.
Byggðarráð harmar að Íslandspóstur hf. skuli telja nauðsynlegt að fækka störfum á Hofsósi og í Varmahlíð. - Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélga, dagsett 14. febrúar 2001, um nýgerðan kjarasamning við grunnskólakennara.
- Lagt fram bréf frá Sýslumanninum Sauðárkróki, dagsett 15. febrúar 2001, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Golfklúbbs Sauðárkróks um leyfi til að reka gistiskála að Hlíðarenda á Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. - Byggðarráð samþykkir að fela verkefnishópi um sameiningu veitna að skoða hagkvæmni þess að sameinað veitufyritæki taki að sér rekstur áhaldahúss sveitarsjóðs.
Margeir Friðriksson, ritari.