Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 129 – 9.03.2001
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Snorri Styrkársson, auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
1. Málefni flóttamanna
2. Bréf frá Byggðasafni Skagfirðinga
3. Bréf frá Alþingi
4. Bréf frá sýslumanni
5. Umsókn um styrk til endurbóta á Skógargötu 13
6. Bréf frá Umf. Neista
7. Kjarasamningur við Félag ísl. leikskólakennara
8. Málefni ClicOn
9. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
10. Bréf frá Íbúasamtökum Varmahlíðarhverfis
11. Bréf frá UMFÍ
12. Snorra-verkefnið
13. Málefni Kolkuóss
14. Fasteignagjöld RARIK
15. Erindi frá Samtökum herstöðvarandstæðinga
16. Farandsala í félagsheimilum
AFGREIÐSLUR:
1. Vegna fréttaflutnings undanfarið vill byggðarráð taka fram að umsókn um móttöku flóttamanna hefur ekki verið lögð fram.
Byggðarráð samþykkir að taka upp viðræður við Félagsmálaráðuneytið og Flóttamannaráð um móttöku á flóttamönnum.
2. Lagt fram bréf frá Sigríði Sigurðardóttur, safnverði í Byggðasafninu Glaumbæ, dagsett 6. mars 2001, um póstþjónustuna í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því við Póst- og fjarskiptastofnun að stofnunin úrskurði hvort breyting sú sem orðið hefur á póstafgreiðslu í Varmahlíð og á Hofsósi samrýmist lögum og reglum sem varða póstþjónustu í landinu.
3. Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dagsett 1. mars 2001, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 135. mál, lágmarksstærð sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
4. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 28. febrúar 2001, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurðar Sigurðssonar, um leyfi til að reka gistiskála í Steinsstaðaskóla, Félagsheimilinu Árgarði og í Héraðsdal. Einnig tvö bréf dagsett 2. mars 2001, þar sem óskað er umsagnar um umsóknir Tjarnabæjar, félagsheimili hestamannafélagsins Léttfeta og Félagsheimilisins Bifrastar um leyfi til að reka einkasal og félagsheimili.
Byggðarráð samþykkir að gera ekki athugasemdir við ofangreindar umsóknir.
5. Lagt fram bréf frá Sigrúnu Mörtu Gunnarsdóttur, dagsett 28. febrúar 2001, þar sem hún sækir um styrk til endurbóta á fasteigninni Skógargötu 13.
Byggðarráð treystir sér ekki til að verða við erindinu.
6. Lagt fram bréf frá Umf. Neista, dagsett 15. febrúar 2001, varðandi samning um Túngötu 4, Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við Umf. Neista um húsnæðið.
7. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 23. febrúar 2001, um nýgerðan kjarasamning við Félag íslenskra leikskólakennara.
8. Byggðarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við Orra Hlöðversson um málefni ClicOn og fleira, á næsta byggðarráðsfundi.
9. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 19. febrúar 2001, ásamt áliti umboðsmanns Alþingis á framkvæmd innheimtu fasteignagjalda hjá sveitarfélögum.
10. Lagt fram bréf frá íbúasamtökunum í Varmahlíð, dagsett 16. febrúar 2001, varðandi útivistarsvæði í Reykjarhólsskógi, ásamt styrkbeiðni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
11. Lagt fram til kynningar bréf frá UMFÍ, dagsett 4. febrúar 2001, þar sem kynnt er námskeið sem ber nafnið Leiðtogaskólinn.
12. Lagt fram bréf frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi, dagsett 18. febrúar 2001, varðandi Snorra verkefnið.
Byggðarráð samþykkir að taka á móti einum unglingi í þessu verkefni.
13. Málefni Kolkuóss.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið nánar.
14. Lagt fram bréf til kynningar frá Almennu lögfræðistofunni sf., dagsett 27. febrúar 2001, varðandi álagningu fasteignagjalda á Rafmagnsveitur ríkisins.
15. Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum herstöðvarandstæðinga, dagsett 15. febrúar 2001, varðandi yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag.
16. Byggðarráð samþykkir að ítreka fyrri samþykkt um farandsölu í félagsheimilum sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1203.
Margeir Friðriksson, ritari.