Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 130 – 14.03. 2001
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað, auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
1. Viðræður við menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
2. Bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki
3. Bréf frá Síldarminjasafninu
4. Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti
5. Aðalfundarboð Steinullarverksmiðjunnar hf.
6. Bréf frá Lagna- og holræsahreinsun ehf.
AFGREIÐSLUR:
1. Menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt nefndarmönnum MÍÆ nefndar komu á fund byggðarráðs til viðræðu um skýrslu Hrings um félagsheimili sveitarfélagsins og starfsemi þeirra almennt.
2. Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 12. mars 2001, varðandi opinbera dansleiki í félagsheimilum í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með sýslumanni Skagfirðinga, menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, formanni MÍÆ nefndar og húsverði félagsheimilisins Miðgarðs til viðræðu um opinbera dansleiki í Skagafirði.
3. Lagt fram bréf frá Síldarminjasafninu á Siglufirði, dagsett í mars 2001, þar sem óskað er eftir styrk til flutnings á bátnum Tý SK-33 til Siglufjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið nánar.
4. Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, dagsett 27. febrúar 2001, um úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2001 vegna framkvæmda við endurhæfingarhús við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.
5. Lagt fram aðalfundarboð Steinullarverksmiðjunnar hf.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.
6. Lagt fram til kynningar bréf frá Lagna- og holræsahreinsun ehf., dagsett 7. mars 2001, þar sem fram er boðin þjónusta fyrirtækisins.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1135.
Margeir Friðriksson, ritari.