Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 133 – 02.05. 2001.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Brynjar Pálsson og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
1. Kjarasamningar
2. Ræktunarlönd
3. Bréf frá SÍS
4. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
5. Bréf frá Félagi tónlistarskólakennara
6. Bréf frá Sýslumanni
7. Freyjugata 3b
8. Vinabæjamót
9. Aðalfundur Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár
10. 9. ársþing SSNV
11. Bréf frá Vilhjálmi Egilssyni
12. Niðurfellingar
AFGREIÐSLUR:
1. Lagður fram til kynningar kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga við Kjarna bæjarstarfsmannafélaga frá 4. apríl sl.
2. Byggðarráð samþykkir að auglýsa og ítreka uppsögn á leigu á ræktunarlöndum á Sauðárkróki. Jafnframt auglýsa eftir nýjum umsóknum um leigu á ræktunarlöndunum.
3. Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 10. apríl 2001, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að skipulagsskrá fyrir Prófanefnd tónlistarskóla.
Byggðarráð getur ekki fallist á þessa stofnun ef rekstrarkostnaður tónlistarskóla eykst við þátttöku í Prófanefnd tónlistarskóla. Samþykkt að vísa erindinu að öðru leyti til skólanefndar.
4. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 10. apríl 2001, þar sem fram kemur að Sveitarfélaginu Skagafirði er veittur lokafrestur til 1. júní nk. til að skila þriggja ára áætlun sveitarfélagsins til ráðuneytisins.
5. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagi tónlistarskólakennara, þar sem vakin er athygli á þróun launakjara tónlistarkólakennara frá 1989 til dagsins í dag.
6. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 20. apríl 2001, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Flugu hf. um leyfi til reksturs veitingastofu og greiðasölu í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
7. Byggðarráð samþykkir að kaupa fasteignina Freyjugötu 3b á kr. 2.600.000 og öll verkfæri og lausamuni af verkstæði Ingólfs Nikodemussonar á kr. 300.000.
8. Lögð fram dagskrá vinabæjamóts í Skagafirði 15.-17. júní nk.
9. Byggðarráð samþykkir að Elinborg Hilmarsdóttir og Örn Þórarinsson verði fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár þann 5. maí nk.
10. Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV, dagsett 24. apríl 2001, þar sem tilkynnt er að 9. ársþing SSNV verði haldið dagana 31. ágúst og 1. september 2001 á Stað í Hrútafirði.
11. Lagt fram bréf frá Vilhjálmi Egilssyni, dagsett 25. apríl 2001 varðandi tillögu sem kom fram á ráðstefnu um Norðurland 2011.
Byggðarráð samþykkir að standa að stofnun starfshóps sem hefði það hlutverk að skilgreina markmið og vinna að verkefnum vegna uppbyggingar í héraðinu.
12. Sjá trúnaðarbók.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1120
Margeir Friðriksson, ritari