Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

136. fundur 29. maí 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  136 – 29.05. 2001.

          Ár 2001, þriðjudaginn 29. maí  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
           
Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar. 

DAGSKRÁ:
  
     1.               Ársreikningar Sv.félagsins Skagafjarðar og stofnan þess árið 2000.
  
     2.               Breyting á samningi um virkjun Blöndu frá 15. 3. 1982 og viðauka við hann
                   frá 18.1. 1990.
 
AFGREIÐSLUR: 
1.                  Snorri Björn Sigurðsson fór yfir þann ársreikning fyrir sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess árið 2000 sem hér liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi sveitarsjóðs fyrir árið 2000 til fyrri umræðu í Sveitarstjórn.
Jafnframt samþykkir byggðarráð að vísa ársreikningi Hafnarsjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu, Rafveitu og Félagslegra íbúða til fyrri umræðu í sveitarstjórn. 

2.                  Lögð fram svohljóðandi tillaga:
“Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að fela fulltrúum Skagafjarðar í nefnd um endurskoðun á samningi um virkjun Blöndu, að vinna endanleg drög að samkomulagi við Landsvirkjun.
Samkomulag þetta felur m.a. í sér eftirfarandi:
a)      Að Landsvirkjun framselji til Vegagerðarinnar framkvæmd ákveðinna þátta í samningi frá 1982 og viðauka við hann frá 1990, sem lúta að vegagerð.
b)     Að stofnað verði einkahlutafélag sem sjái f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar, um framkvæmd ákveðinna þátta í ofangreindum samningi sem lúta að vegagerð og girðingum.”
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10.40 
                                                            Elsa Jónsdóttir, ritari