Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

142. fundur 18. júlí 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  142 – 18.07. 2001.

          Ár 2001, miðvikudaginn 18. júlí  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
 DAGSKRÁ:
      1.      Kosning formanns og varaformanns byggðaráðs.
2.      Bréf frá Hólaskóla.
3.      Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga.
4.      Kjarasamningur við Þroskaþjálfafélag Íslands.
5.      Kynning á stjórnunarnámi frá Eyþing og RHA.
6.      Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
7.      Bréf frá Bergey ehf.
8.      Bréf frá eigendum Ásgarðs vestri.
9.      Bréf frá Sýslumanni.
10.  Bréf frá Öldunni – stéttarfélagi.
11.  Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
12.  Fundarboð frá Kristianstad.
13.  Bréf frá Esbo.
14.  Bréf frá Kristianstad.
15.  Niðurfellingar.
16.  Búferlaflutningar janúar-júní 2001.

AFGREIÐSLUR:
1.      Snorri Styrkársson kjörinn formaður og Herdís Á. Sæmundardóttir varaformaður.
2.      Lagt fram bréf frá Hólaskóla, dagsett 25. júní 2001, þar sem farið er þess á leit að sveitarfélagið taki að sér að byggja íbúðarhúsnæði til leigu á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að ræða við forráðamenn Hólaskóla um um þetta mál.
3.      Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 12. júlí 2001 um könnun á þörf sveitarfélaga á lánsfé.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að kanna þetta mál.
4.      Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 9. júlí 2001, þar sem kemur fram að kjarasamningur Launanefndar við Þroskaþjálfafélag Íslands hafi verið verið samþykktur.
 5.      Lagt fram til kynningar bréf frá Eyþingi og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri,        dagsett 9. júlí 2001, um kynningu á námi í stjórnun.
6.      Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 7. júlí 2001, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um kærur Trausta Sveinssonar á hendur því.
     Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara þessu erindi.
7.      Lagt fram bréf frá Bergey ehf., dagsett 10. júlí 2001, þar sem óskað er eftir að byggðarráð annist milligöngu um styrkveitingu sem svari verðmætum á leigu á 114 tonnum af þorskkvóta næstu fimm árin.
Byggðarráð hefur ekki tök á að annast milligöngu um styrkveitingu til þess að leigja kvóta og verður því að synja erindinu.
8.      Lagt fram bréf frá eigendum Ásgarðs vestra, dagsett 9. júlí 2001, þar sem óskað er eftir að kaupsamningur þeirra frá 24. september 1996 verði uppfylltur og bent á tvær leiðir til þess að svo megi verða.
Byggðarráð samþykkir að leita umsagnar landbúnaðarnefndar um þetta erindi.
9.      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 5. júlí 2001, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Þórólfs Sigurjónssonar fh. Selsbursta ehf., um leyfi til að reka gistiheimili og veitingastofu að Hofsseli.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
10.  Lagt fram bréf frá Öldunni – stéttarfélagi, dagsett 4. júlí 2001, um símenntunaráætlun.
Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa erindis.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að þessu máli og leita eftir samningum við Farskóla Norðurlands vestra – miðstöð símenntunar. 
11.  Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. júní 2001, um tillögur byggðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 
12.  Lagt fram bréf frá Kristianstad, dagsett 26. júní 2001 um sameiginlegan fund forseta sveitarstjórna í vinabæjasamtökum sveitarfélagsins þann 31. ágúst til 2. september 2001 í Kristianstad.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa liðar.
13.  Lagt fram til kynningar bréf frá Esbo stad, dagsett 25. júní 2001, þar sem þakkaðar eru móttökur á vinabæjamóti hér í Skagafirði um miðjan júní sl.
14.  Lagt fram til kynningar bréf frá Kristianstad kommune, dagsett 20. júní 2001, þar sem þakkaðar eru móttökur á vinabæjamóti hér í Skagafirði um miðjan júní sl.
15.  Sjá trúnaðarbók.
16.  Lagðar fram tölur frá Hagstofu Íslands um búferlaflutninga janúar – júní 2001.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir ítarlegri upplýsingum frá Hagstofunni sem varða sveitarfélagið.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1050.
                             Margeir Friðriksson, ritari