Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
BYGGÐARRÁÐ SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 145 – 08.08. 2001
Ár 2001, miðvikudaginn 8. ágúst, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.Mætt voru: Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Fundargerð Bygg.nefndar Grunnskóla, fundur 29, frá 20.07.2001
(ath. erindi í 2. lið - viðbótarkostnaður).
2. Samningur um rekstur golfvallar að Hlíðarenda.
3. Milliuppgjör sveitarsjóðs og fyrirtækja m.v. 30.06.2001.
4. Bréf frá Steinullarverksmiðjunni hf. dags., 27.07.2001.
5. Erindi frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu v/lögreglusamþykkta, dags. 20.07.2001.
6. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
7. Bréf frá Iðunni Ósk Óskarsdóttur, Stóru-Þverá, dags. 31.07.2001.
8. Ráðstefna um sameinaða félags- og skólaþjónustu 04.10.2001.
9. Mat á umhverfisáhrifum jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga - beiðni um umsögn.
10. Ráðningarsamningur sveitarstjóra.
AFGREIÐSLUR:
1. Lögð fram fundargerð Byggingarnefndar Grunnskóla, fundur 29, frá 20. júlí 2001. Tekinn fyrir 2. liður fundargerðarinnar, þar sem gerð er tillaga um að setja gervigras í stað malbiks á boltavöll sunnan skóla.
Byggðarráð samþykkir að vísa 2. lið fundargerðarinnar til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
2. Lagður fram samningur, dagsettur 3. júlí 2001, á milli Golfklúbbs Sauðárkróks og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur golfvallar að Hlíðarenda.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.
3. Milliuppgjör sveitarsjóðs og fyrirtækja m.v. 30. júní 2001.
Byggðarráð samþykkir að fela starfsmönnum og endurskoðanda sveitarfélagsins að annast milliuppgjör sveitarsjóðs og fyrirtækja m.v. 30. júní 2001.
4. Lagt fram bréf frá Steinullarverksmiðjunni, dagsett 27. júlí 2001, þar sem óskað er eftir endurskoðun á álagningu gatnagerðargjalda vegna viðbyggingar við verksmiðjuhús.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri og formaður byggðarráðs ræði við forsvarsmenn Steinullarverksmiðjunnar um þetta mál.
5. Lagt fram erindi frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, dagsett 20. júlí 2001, varðandi lögreglusamþykktir.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og starfsmönnum að gera tillögu að lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið.
6. Lagðar fram umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Byggðarráð samþykkir jafnframt að kanna hvernig önnur sveitarfélög fara með þessi mál og að unnið verði í að setja ákveðnar reglur í þessum efnum.
7. Lagður fram kaupsamningur um jörðina Minni-Þverá í Austur Fljótum, dagsettur 23. júlí 2001.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
8. Lagt fram bréf varðandi ráðstefnu um félags- og skólaþjónustu sem haldin verður á Húsavík 4. og 5. október 2001.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar og félagsmálanefndar.
9. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 31. júlí 2001, þar sem óskað er eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um mat á umhverfisáhrifum vegna jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
10. Lagður fram ráðningarsamningur sveitarstjóra.
Byggðaráð samþykkir framlagðan samning. Ásdís Guðmundsdóttir og Gísli Gunnarsson sitja hjá við afgreiðslu málsins. Jón Gauti Jónsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1100.