Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 146 - 29.08.2001
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Árni Egilsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra, Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Steinullarverksmiðjan hf. – hlutabréf.
2. Yfirlit yfir rekstur sveitarsjóðs pr. 31.07. 2001.
3. Umsókn um skuldbreytingalán.
4. Umsókn um launað námsleyfi.
5. Álit félagsmálaráðuneytis v/kæru Trausta Sveinssonar.
6. Umsókn um vínveitingaleyfi.
7. Kirkjutorg 3 – Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl.
8. Umsókn um lækkun fasteignagjalda.
9. Uppsögn á samningi um árangursmælingar og samanburð.
10. Erindi v/malbikunar Hásætis.
11. Erindi Trausta Sveinssonar – styrkur vegna námsdvalar.
12. Námsvistargjöld.
13. Fyrirspurn um framvindu íþróttamála.
14. Erindi frá Ungm.- og íþr.fél. Smára.
15. Fundargerð vinnufundar vegna heimavistarbyggingar FNV.
16. Erindi frá Bústað v/forkaupsréttar á jörðinni Kjarvalsstöðum.
17. Eignalisti – húseignir og jarðir í eigu sveitarfélagsins.
18. Ályktanir SUNN um Kárahnjúka- og Villinganesvirkjun.
19. Samband sveitarfélaga – ályktun um vímuefnavandann.
20. Samband sveitarfélaga – Upplýsingar um störf nefnda.
21. Samband sveitarfélaga – Fjármálaráðstefna.
22. Samband sveitarfélaga – tölvufræðsla BSRB.
23. Aðalfundarboð Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra.
24. Skólaakstur á Sauðárkróki.
AFGREIÐSLUR:
1. Byggðarráð samþykkir að óska eftir formlegum viðræðum við aðra ráðandi hluthafa í Steinullarverksmiðjunni hf. um mögulega sölu á hlutabréfum sveitarsjóðs í félaginu.
2. Sveitarstjóri kynnti yfirlit um rekstur sveitarsjóðs pr. 31.07. 2001.
3. Byggðarráð samþykkir að heimila sveitarstjóra að kanna möguleika og kjör á láni með milligöngu Lánasjóðs sveitarfélaga allt að 320 milljónum króna. Árni Egilsson og Ásdís Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
4. Lagt fram erindi frá Gunnari Sandholt, dagsett 17. ágúst 2001, þar sem hann óskar eftir að starfsmaður Iðju og heimaþjónustu fái launað námsleyfi.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félagsmálanefndar.
5. Lagt fram álit félagsmálaráðuneytis, dagsett 9. ágúst 2001, vegna stjórnsýslukæru Trausta Sveinssonar. Ráðuneytið kvað upp álit þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til aðgerða af þess hálfu.
6. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 7. ágúst 2001, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Önnu Jóhannesdóttur fh. Vindheimamela sf. um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu á Vindheimamelum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
7. Lagt fram bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni, dagsett 21. ágúst 2001, vegna fasteignarinnar Kirkjutorg 3.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að setja húsið á sölu.
8. Sjá trúnaðarbók.
9. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að segja upp samkomulagi við VSÓ Ráðgjöf Akureyri ehf. frá 27. apríl 2000 um verkefnið: Árangursmælingar og samanburður hjá sveitarfélögum um rekstur leik- og grunnskóla, öldrunarþjónustu og íþróttamála.
10. Lagt fram bréf frá Byggingafélaginu Búhöldum, dagsett 16. ágúst 2001, þar sem óskað er eftir að gatan Hásæti á Sauðárkróki verði malbikuð á þessu ári.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar.
11. Frestað erindi Trausta Sveinssonar frá 25. júlí sl. um styrk vegnar námsdvalar.
Byggðarráð samþykkir að hafna endurupptöku málsins og vísar í fyrri samþykkt sveitarstjórnar.
12. Frestað erindi um námsvistargjöld frá 8. ágúst 2001.
Byggðarráð samþykkir að hafna þessum umsóknum.
13. Lagt fram bréf frá þremur frjálsíþróttamönnum UMFT, dagsett 1. ágúst 2001, þar sem spurt er um framvindu íþróttamála í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfinu.
14. Lagt fram bréf frá Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára, dagsett 10. ágúst 2001, um íþróttaaðstöðu í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
15. Lögð fram til kynningar fundargerð vinnufundar þann 7. júní sl. um nýja heimavist við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki.
16. Lagt fram bréf frá fasteignasölunni Bústað, dagsett 27. ágúst 2001 um forkaupsrétt sveitarfélagsins á jörðinni Kjarvalsstaðir.
Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum.
17. Lagður fram til kynningar listi yfir fasteignir og jarðir í eigu sveitarfélagsins.
18. Lagðar fram til kynningar tvær ályktanir SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, dagsettar 4. ágúst 2001 varðandi Kárahnjúka- og Villinganesvirkjun.
19. Lögð fram til kynningar ályktun Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. ágúst 2001 um vímuefnavandann.
20. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. ágúst 2001 um störf nefnda og starfshópa sem skipaðir eru fulltrúum ríkis og sveitarfélaga.
21. Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 24. ágúst 2001, þar sem fram kemur að fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður dagana 10. og 11. október nk.
Byggðarráð samþykkir að byggðarráð ásamt sveitarstjóra, fjármálastjóra og skrifstofustjóra sæki ráðstefnuna.
22. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 23. ágúst 2001 um tölvufræðslu BSRB.
23. Lagt fram fundarboð í Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra, vegna aðalfundar sem haldinn verður að Staðarflöt, Húnaþingi vestra þann 31. ágúst nk.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem sjá sér fært að mæta á fundinn fari með atkvæðisrétt hlutfallslega.
24. Byggðarráð samþykkir að segja upp samningi við Suðurleiðir ehf. um skólaakstur við Árskóla.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1230.