Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 151 - 03.10.2001
Ár 2001, miðvikudaginn 3. október, kom byggðarráð saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 900.
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar
2. Erindi frá menningar-, íþr.- og æskul.nefnd v/fornleifafræðings
3. Ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga, Varmahlíð
4. Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar v/Skeiðfossvirkjunar
5. Frá Byggðastofnun v/byggðakvóta
6. Fundargerð samráðsfundar um hugbúnað á AS/400 vélum
7. Frá Sambandi sveitarfélaga v/námskeiðs fyrir stjórnendur
8. Frá félagi leikskólakennara
9. Ályktanir 9. ársþings SSNV
10. Fundargerðir samstarfsnefnda Launanefndar og stéttafélaga
11. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu
AFGREIÐSLUR:
1. Lagðar fram endurskoðaðar fjárhagsáætlanir Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Hafnarsjóðs Skagafjarðar, Vatnsveitu Skagafjarðar, Hitaveitu Skagafjarðar, Rafveitu Sauðárkróks og Húsnæðisnefndar Skagafjarðar fyrir árið 2001.
Niðurstöðutölur rekstrar sveitarsjóðs eru:
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
2. Lagt fram erindi frá menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd um að kosta starf fornleifafræðings til ársloka 2001.
Byggðarráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu endurskoðaðrar
fjárhagsáætlunar 2001 þar sem þessu er mætt með aukaframlagi að
upphæð 360 þús. kr. og tilfærslu á milli rekstrarliða hjá Byggðasafninu
í Glaumbæ.
3. Lagður fram til kynningar ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð fyrir árið 2000.
4. Lagður fram til kynningar úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar frá 12. september sl. vegna Skeiðsfossvirkjunar. Úrskurðurinn hljóðar svo: “Ekki er skylt að greiða fasteignaskatt af Skeiðsfossvirkjun eða öðrum fasteignum í eigu Rafmagnsveitna ríkisins sem kæruna varðar.”
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við lögfræðing sveitarfélagsins í þessu máli um framvindu þess.
5. Lagt fram bréf frá Nýsi hf., dagsett 18. september 2001, fh. Byggðastofnunar, um úthlutun byggðakvóta Byggðastofnunar vegna fiskveiðiðárins 2001-2002.
Byggðarráð telur að samningur um byggðakvóta hafi verið efndur á síðasta fiskveiðiári og álítur að forsendur séu fyrir áframhaldandi úthlutun til sömu aðila.
6. Lögð fram fundargerð samráðsfundar sveitarfélaga um upplýsingakerfi í stað AKS-kerfa.
Byggðarráð telur að hugbúnaður sá sem notaður er í dag á AS400 vélinni dugi enn um sinn og breytinga sé ekki þörf á næstunni.
7. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. september 2001, þar sem kynnt er dagskrá námskeiðs fyrir stjórnendur í sveitarfélögum.
8. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagi leikskólakennara, dagsett 17. september 2001, um ályktanir og samþykkt fulltrúaþings félagsins 14. og 15. september sl.
9. Lagðar fram til kynningar ályktanir 9. ársþings SSNV.
10. Lagðar fram til kynningar fundargerðir Launanefndar og Starfsgreinasambands
Íslands frá 25. september sl. ásamt samkomulagi frá 13. september annars
vegar og fundargerðir Launanefndar og Kjarna stéttarfélaga opinberra
starfsmanna frá 14. og 25. september sl. hins vegar.
11. Lagðar fram til kynningar endurskoðaðar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra
í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1130.
Fundur 151 - 03.10.2001
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar
2. Erindi frá menningar-, íþr.- og æskul.nefnd v/fornleifafræðings
3. Ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga, Varmahlíð
4. Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar v/Skeiðfossvirkjunar
5. Frá Byggðastofnun v/byggðakvóta
6. Fundargerð samráðsfundar um hugbúnað á AS/400 vélum
7. Frá Sambandi sveitarfélaga v/námskeiðs fyrir stjórnendur
8. Frá félagi leikskólakennara
9. Ályktanir 9. ársþings SSNV
10. Fundargerðir samstarfsnefnda Launanefndar og stéttafélaga
11. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu
AFGREIÐSLUR:
1. Lagðar fram endurskoðaðar fjárhagsáætlanir Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Hafnarsjóðs Skagafjarðar, Vatnsveitu Skagafjarðar, Hitaveitu Skagafjarðar, Rafveitu Sauðárkróks og Húsnæðisnefndar Skagafjarðar fyrir árið 2001.
Niðurstöðutölur rekstrar sveitarsjóðs eru:
Rekstur Gjaldf. fjárfestingar Eignf. fjárfestingar | Gjöld 1.318.360 þús. kr. 78.570 þús. kr. 250.000 þús. kr. | Tekjur 1.320.675 þús. kr. 12.700 þús. kr. 202.800 þús. kr. |
2. Lagt fram erindi frá menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd um að kosta starf fornleifafræðings til ársloka 2001.
Byggðarráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu endurskoðaðrar
fjárhagsáætlunar 2001 þar sem þessu er mætt með aukaframlagi að
upphæð 360 þús. kr. og tilfærslu á milli rekstrarliða hjá Byggðasafninu
í Glaumbæ.
3. Lagður fram til kynningar ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð fyrir árið 2000.
4. Lagður fram til kynningar úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar frá 12. september sl. vegna Skeiðsfossvirkjunar. Úrskurðurinn hljóðar svo: “Ekki er skylt að greiða fasteignaskatt af Skeiðsfossvirkjun eða öðrum fasteignum í eigu Rafmagnsveitna ríkisins sem kæruna varðar.”
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við lögfræðing sveitarfélagsins í þessu máli um framvindu þess.
5. Lagt fram bréf frá Nýsi hf., dagsett 18. september 2001, fh. Byggðastofnunar, um úthlutun byggðakvóta Byggðastofnunar vegna fiskveiðiðárins 2001-2002.
Byggðarráð telur að samningur um byggðakvóta hafi verið efndur á síðasta fiskveiðiári og álítur að forsendur séu fyrir áframhaldandi úthlutun til sömu aðila.
6. Lögð fram fundargerð samráðsfundar sveitarfélaga um upplýsingakerfi í stað AKS-kerfa.
Byggðarráð telur að hugbúnaður sá sem notaður er í dag á AS400 vélinni dugi enn um sinn og breytinga sé ekki þörf á næstunni.
7. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. september 2001, þar sem kynnt er dagskrá námskeiðs fyrir stjórnendur í sveitarfélögum.
8. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagi leikskólakennara, dagsett 17. september 2001, um ályktanir og samþykkt fulltrúaþings félagsins 14. og 15. september sl.
9. Lagðar fram til kynningar ályktanir 9. ársþings SSNV.
10. Lagðar fram til kynningar fundargerðir Launanefndar og Starfsgreinasambands
Íslands frá 25. september sl. ásamt samkomulagi frá 13. september annars
vegar og fundargerðir Launanefndar og Kjarna stéttarfélaga opinberra
starfsmanna frá 14. og 25. september sl. hins vegar.
11. Lagðar fram til kynningar endurskoðaðar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra
í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1130.