Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

152. fundur 17. október 2001
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 152 - 17.10.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 17. október, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Árni Egilsson auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
        1.      Samþykktir fyrir Húseignir Skagafjarðar ehf. – tilnefning
              fulltrúa á stofnfund og ákvörðun um upphæð hlutafjár.
        2.      Niðurstöður nefndar um byggingu íbúða fyrir aldraðra.
        3.      Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar v/Skeiðsfossvirkjunar
            – mat lögfræðings.
        4.      Bréf frá Hartmanni Ásgrímssyni v/Kolkuóss.
        5.      Erindi frá Tækifæri hf. v/síðasta áfanga hlutafjáraukningar.
        6.      Erindi frá MÍÆ nefnd v/fasteignagjalda á Höfðaborg og Árgarð.
        7.      Fundargerð bygginganefndar grunnskóla frá 03.10. 2001.
        8.      Fundargerð kjaranefndar frá 26.09. 2001.
        9.      Fundargerð starfskjaranefndar frá 01.10. 2001.
        10.  Erindi frá félagsmálanefnd v/reglna um niðurgreiðslu á
              daggæslu í heimahúsum.
        11.  Erindi frá félagsmálanefnd v/reglna um ferðaþjónustu fatlaðra.
        12.  Erindi frá Fasteignamiðstöðinni v/sölu á jörðinni Sigríðarstöðum.
        13.  Erindi frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur lögfr., v/sölu á Ytri
              Húsabakka – umsögn landbúnaðarnefndar.
        14.  Frá sýslumanni – umsögn:  Umsókn um leyfi til að reka veitingahús.
        15.  Frá sýslumanni – umsögn:  Umsókn um leyfi til reksturs hótels að Lindargötu.
        16.  Erindi frá frjálsíþróttadeild Tindastóls.
        17.  Ráðstefnan “Byggðamál, alþjóðavæðing og samvinna”,
              Byggðastofnun og iðnaðarráðuneyti.
        18.  Yfirlit frá Hagstofu – Búferlaflutningar jan.-sept. 2001.

AFGREIÐSLUR:
  1. Lagðar fram samþykktir fyrir Húseignir Skagafjarðar ehf.
Byggðarráð samþykkir framlagðar samþykktir og tilnefnir sveitarstjórnarfulltrúa sem fulltrúa á stofnfund félagsins, sem haldinn verður að loknum sveitarstjórnarfundi að Hólum þann 23. október nk.  Eftirfarandi tillaga samþykkt: “Lagt er til að eftirtaldar eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði lagðar til Húseigna Skagafjarðar ehf. sem stofnhlutafé við stofnun félagsins svo og reiðufé skv. neðanskráðu:
Aðalgata 16B - safn og geymsla (222-4830)
kr
22.000.000
Borgarteigur 13 - áhaldahús (213-1322)
kr
28.000.000
Yfirtekin lán
kr
(3.000.000)
Samtals eignir að matsverði
kr
47.000.000
Auk þess reiðufé
kr
3.000.000
Samtals stofnhlutafé
 
kr
50.000.000#GL
  1. Lögð fram fundargerð nefndar um byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða frá 16. október sl.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í stofnun húsnæðissamvinnufélags til byggingar þjónustuíbúða fyrir aldraða.
  1. Lagt fram bréf frá Karli Axelssyni hrl., dagsett 10. október 2001, um mat hans á úrskurði Yfirfasteignamatsnefndar vegna Skeiðsfossvirkjunar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að málinu.
  1. Lagt fram bréf frá Hartmanni Ásgrímssyni, dagsett 26. júlí 2001 varðandi Kolkuós.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu á grundvelli fyrri ákvörðunar eins og fram kemur í bréfi sveitarstjóra frá 11. júlí sl.
  1. Lagt fram bréf frá Tækifæri hf., dagsett 8. október 2001, um lokaáfanga hlutafjáraukningar félagsins.
Byggðarráð samþykkir að hafna þátttöku í hlutafjáraukningu Tækifæris hf.
  1. Lagt fram erindi frá MÍÆ nefnd, dagsett 15. október 2001, varðandi fasteignagjöld 2001 á félagsheimilin Árgarð og Höfðaborg.
Byggðarráð samþykkir að fella niður 75#PR fasteignaskatts 2001 af félagsheimilinu Árgarði og 50#PR fasteignaskatts 2001 af félagsheimilinu Höfðaborg.
  1. Lögð fram fundargerð bygginganefndar Grunnskóla Sauðárkróks frá 3. október sl.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við bygginganefndina á næsta byggðarráðsfundi.
  1. Lögð fram fundargerð kjaranefndar Skagafjarðar frá 26. september sl.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
  1. Lögð fram fundargerð starfskjaranefndar frá 1. október sl.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
  1. Lagt fram erindi frá félagsmálanefnd, dagsett 8. október 2001, um breytingar á reglum um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum.
Byggðarráð samþykkir breytingarnar.
  1. Erindi frá félagsmálanefnd um breytingar á reglum varðandi ferðaþjónustu fatlaðra.  Lagt fram á fundi byggðarráðs 3. október sl.
Byggðarráð samþykkir framangreindar breytingar.
  1. Lagt fram bréf frá Fasteignamiðstöðinni, dagsett 9. október 2001, varðandi sölu á jörðinni Sigríðarstöðum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum.
  1. Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, lögfr., dagsett 1. september 2001 vegna sölu á jörðinni Ytri-Húsabakka.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslu landbúnaðarnefndar frá 9. október sl.
  1. Lagt fram bréf frá sýslumanni, dagsett 9. október 2001, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóns Daníels Jónssonar fh. JASK ehf. um að reka veitingahús og skemmtistað að Aðalgötu 16, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
  1. Lagt fram bréf frá sýslumanni, dagsett 5. október 2001, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Steinu M. Lazar Finnsdóttur, fh. Lazars ehf. um að reka hótel að Lindargötu 3, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
  1. Lagt fram erindi frá frjálsíþróttadeild Umf. Tindastóls, dagsett 29. september 2001, varðandi innanhússaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til MÍÆ nefndar.
  1. Lögð fram til kynningar tilkynning frá Byggðastofnun og iðnaðarráðuneyti um ráðstefnu “ Byggðamál, alþjóðavæðing og samvinna”, sem haldin verður 30. október nk.
  1. Lagt fram til kynningar yfirlit Hagstofu Íslands um búferlaflutninga janúar-september 2001.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1150.
Margeir Friðriksson, ritari