Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 154 - 31.10.2001
Ár 2001, miðvikudaginn 31. október, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.Fundur 154 - 31.10.2001
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir.
DAGSKRÁ:
1. Viðræður um sölu Rafveitu Sauðárkróks – staðan.
2. “Byggðarlög í sókn og vörn” – athugasemdir.
3. Villinganesvirkjun – úrskurður Skipulagsstofnunar.
4. Erindi frá Búhöldum hsf. – lóðaumsókn.
5. Fyrirspurn v/skólaaksturs – yfirlit um kostnað.
6. Upplýsingar um stöðu bókhalds – 02 leikskólar, 04 fræðslumál.
7. Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
8. Frá launanefnd v/verkfalls tónlistarskólakennara.
9. Yfirlit um staðgreiðslu eftir mánuðum.
10. Staðgreiðsluyfirlit – áætlun 2001 og 2002.
11. Fundarboð – kynningarfundur v/landskerfis bókasafna.
12. Krabbameinsfélagið – kynning á könnun á notkun tóbaksvarnarnámsefnis.
13. Yfirlit yfir atvinnuástand.
AFGREIÐSLUR:
1. Herdís Á. Sæmundardóttir gerði grein fyrir stöðu mála varðandi athugun á sölu á Rafveitu Sauðárkróks.
2. Lagðar fram athugasemdir við skýrslu Byggðastofnunar “Byggðarlög í sókn og vörn – Landshlutakjarnar”.
Byggðarráð samþykkir að senda inn athugasemdirnar, 69 talsins, til Byggðastofnunar. Jafnframt harmar byggðarráð að hafa ekki fengið tækifæri til að koma athugasemdum sínum að áður en skýrslan var gefin út og fór í umfjöllun.
3. Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar frá 24. október 2001, um mat á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar. Fellst stofnunin á fyrirhugaða allt að 33 MW Villinganesvirkjun í Skagafirði og 132 kW háspenulínu frá virkjun að byggðalínu að uppfylltum skilyrðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa úrskurðinum til umhverfis- og tækninefndar.
4. Lagt fram bréf frá Búhöldum hsf., dagsett 14. október 2001, þar sem óskað er eftir öllum þeim lóðum sem verður úthlutað við Forsæti.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
5. Lagt fram bréf frá skólamálastjóra, dagsett 24. október 2001, varðandi skólaakstur barna sem eiga lögheimili í öðrum sveitarfélögum. Einnig fylgir með yfirlit yfir heildarkostnað vegna skólaaksturs í sveitarfélaginu sem og endurgreiðslur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna áranna 2000-2001 og 2001-2002.
Byggðarráð samþykkir að innheimta á greiðslum vegna skólaaksturs, hjá sveitarfélögum sem eiga börn í skagfirskum skólum verði með óbreyttum hætti. Einnig felur byggðarráð skólamálastjóra að ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga um endurgreiðslu sveitarfélaga á skólaakstri, vegna barna sem stunda skóla í öðrum sveitarfélögum. Elinborg Hilmarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
6. Lagt fram til kynningar bréf frá skólamálastjóra, dagsett 24. október 2001, þar sem tíunduð er staða málaflokka 02-leikskólar og 04-fræðslumál pr. 30.09. 2001.
7. Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 6. október 2001 og fundargerð, samþykktir og ályktanir frá ársfundi samtakanna frá 10. október sl.
8. Lagt fram til kynningar bréf frá Launanefnd sveitarfélaga, dagsett 26. október 2001 varðandi verkfall tónlistarskólakennara.
9. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu eftir mánuðum fyrir árið 2001.
10. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 24. október 2001 um áætlun staðgreiðslutekna fyrir árið 2001 og 2002.
11. Lagt fram fundarboð dagsett 23. október 2001 vegna innleiðingar á nýju bókasafnskerfi fyrir bókasöfn landsins.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til MÍÆ nefndar.
12. Lagt fram bréf frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og Tóbaksvarnarnefnd dagsett 24. október 2001, þar sem kynnt er notkun tóbaksvarnarnámsefnis í grunnskólum landsins samkvæmt könnun.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólaskrifstofu.
13. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir atvinnuleysi í sveitarfélaginu og víðar.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1105.
Margeir Friðriksson, ritari