Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 155 - 07.11.2001
Ár 2001, miðvikudaginn 7. nóvember, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.Fundur 155 - 07.11.2001
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Árni Egilsson auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Erindi frá Óstaki sf. v/gatnagerðargjalda
2. Erindi frá skíðadeild Tindastóls v/stuðnings við rekstur
3. Erindi frá aðalstjórn Tindastóls v/skuldbreytingar
4. Erindi frá Skjá 1 – útbreiðsla sjónvarpsefnis
5. Sala á Rafveitu Sauðárkróks – greinargerð vinnuhóps og tillaga
6. Bréf frá Sýslumanni
7. Bréf frá Bústað - fasteignasala
AFGREIÐSLUR:
- Lagt fram bréf frá Óstaki sf., dagsett 5. nóvember 2001, þar sem óskað er eftir að fá gjaldfrest á lóðargjöldum vegna Gilstúns 5-7 og 14-16.
- Lagt fram bréf frá skíðadeild UMFT, dagsett 5. nóvember 2001, varðandi vinnuframlag sveitarfélagsins á skíðasvæði UMFT í Tindastóli skv. samningi.
- Lagt fram bréf frá aðalstjórn UMFT, dagsett 5. nóvember 2001, varðandi hugmyndir UMFT um samvinnu félagsins og sveitarfélagsins á næstu árum og bréf dagsett 1. nóvember sl. varðandi greiðslu á lausaskuldum UMFT. Einnig upplýsingar um þær aðgerðir sem gerðar hafa verið í samræmi við samkomulag sveitarfélagsins og UMFT vegna fjárhagsvanda ungmennafélagsins.
- Lagt fram bréf frá Skjá 1, dagsett 30. október 2001, varðandi dreifingu sjónvarpsefnis í Skagafirði.
- Lögð fram tilboð í Rafveitu Sauðárkróks frá Tengli ehf. og Rafsjá ehf., svo og Rafmagnsveitum ríkisins ásamt bréfum frá Tengli ehf. og Rafsjá ehf. auk Akureyrarbæ varðandi sölu á Rafveitu Sauðárkróks. Eftirfarandi tillaga ásamt greinargerð um sölu á Rafveitu Sauðárkróks lögð fram.
“Lagt er til að gengið verði að tilboði Rafmagnsveitna ríkisins í Rafveitu Sauðárkróks. Tilboðið hljóðar upp á kr. 330.000.000 – krónur þrjúhundruðogþrjátíumilljónir 00/100 – og byggist á eftirfarandi meginforsendum:
- Söluverð verði staðgreitt þegar öll tilskilin leyfi hafa fengist til þess frá ráðuneytum og Alþingi.
- Hagræðing í rekstri og samlegðaráhrif komi fram sem fyrst.
- Öllum starfsmönnum Rafveitu Sauðárkróks verður boðin vinna hjá RARIK á Sauðárkróki.
- Gjaldskrá almennrar notkunar verði færð til samræmis við gjaldskrá RARIK. Sveitarsjóður greiði fyrir alla þjónustu samkvæmt gjaldskrá. Teknar verði upp viðræður við stærri notendur um hagræðingu í notkun sem komi til lækkunar á orkukostnaði á móti hækkaðri gjaldskrá.
- Vægi Skagafjarðar í rekstri RARIK mun vaxa við kaup á rekstri RS, enda yrði Sauðárkrókur stærsti þéttbýlisstaður á orkuveitusvæði RARIK. Vegna hinna auknu umsvifa mun aukið tillit verða tekið til svæðisins í þeim skiplagsbreytingum sem standa fyrir dyrum hjá fyrirtækinu vegna nýrra raforkulaga og breytingar á rekstrarformi.
- Virkjunaráform Héraðsvatna ehf. munu kalla á aukin umsvif fyrirtækisins í Skagafirði. Verði ráðist í virkjun er gert ráð fyrir starfi verkefnisstjóra sem verður staðsettur í Skagafirði.
- RARIK vinnur að endurskipulagningu viðskiptaþjónustu fyrirtækisins og að setja á laggirnar þjónustuver, þar sem fyrirspurnum viðskiptavina um hvað eina er snýr að orkusölu og annarri þjónustu verður svarað. Starfsemi þessi verður á völdum stöðum á starfsvæði RARIK. Eitt þessara starfa verður staðsett á Sauðárkróki.
- Í athugun er hugsanlegt samstarf við fyrirtæki á Sauðárkróki varðandi verkefni á sviði innheimtumála. Ef samningar nást má gera ráð fyrir 1-3 störfum við þau verkefni.
- Hlutafjáreign m.a. í Norðlenskri orku hf. og Atvinnuþróunarfélaginu Hring ehf., viðskiptakröfur og viðskiptaskuldir verða eftir hjá sveitarsjóði. Í árslok 2000 var nettó staða þessara liða 46,1 milljón króna í eign. Ef lífeyrisskuldbinding er talin með (metin vera 26,0 milljónir króna) verður nettóeign 20,1 milljón króna.
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Snorri Styrkársson”
Greinargerð:
Tillaga þessi er byggð á niðurstöðu starfshóps er byggðarráð skipaði til að fylgja eftir tillögu er samþykkt var í byggðarráði 6. júlí sl. um að skoða til hlítar möguleikann á sölu Rafveitu Sauðárkróks.
Niðurstaða þessarar vinnu er eftirfarandi:
· Samtals mun sala Rafveitu Sauðárkróks skila sveitarsjóði um 350 milljónum króna að því gefnu að niðurstaða efnahagsreiknings RS um næstu áramót verði í samræmi við niðurstöðu efnahagsreiknings í árslok 2000.
· Ekki var áhugi hjá öðrum orkuveitufyrirtækjum en RARIK til að kaupa Rafveitu Sauðárkróks á þeim kjörum sem fulltrúar Skagafjarðar óskuðu eftir.
· Samningsupphæð 330 milljónir króna verður staðgreidd þegar tilskilin leyfi hafa fengist af hálfu RARIK.
· Í fyrirliggjandi tilboði RARIK er gert ráð fyrir að öllum starfsmönnum RS bjóðist áframhaldandi störf hjá RARIK.
· Ennfremur að RARIK lofar að auka starfsemi sína í Skagafirði með beinum og óbeinum hætti sem nemur 3-5 störfum.
· Að samræming og breytingar á gjaldskrám vegna afltaxta verði framkvæmd í áföngum á tveimur árum.
· Sveitarfélagið heldur hlutafjáreign Rafveitu Sauðárkróks utan þessarar sölu þ.m.t. hlutafé í Norðlenskri orku ehf. og Atvinnuþróunarfélaginu Hring hf.
· Fjárhagslegur ávinningur sveitarsjóðs Skagafjarðar verður á bilinu 60-88 milljónir króna árlega.
· Enginn sérstakur kostnaður felst í sölunni til RARIK fyrir sveitarsjóð umfram það sem ella hefði orðið með áætlaðri sameiningu veitufyrirtækjanna þriggja þ.e. Rafveitu Sauðárkróks, Hitaveitu Skagafjarðar og Vatnsveitu Skagafjarðar.
· Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarsjóðs Skagafjarðar. Skuldir sveitarsjóðs námu 30. júní sl. án lífeyrisskuldbindinga rúmlega 1,5 milljarði króna. Skuldabyrðin er að sliga getu sveitarfélagsins til að veita lögbundna og viðunandi þjónustu. Þessi aðgerð skiptir sköpum í að snúa þessari þróun við. Hún er ekki sársaukalaus en samt nauðsynleg.
Um frekari upplýsingar og niðurstöður vísast til niðurstöðu og álitsgerðar áðurnefnds starfshóps.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði RARIK í Rafveitu Sauðárkróks með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Gísli Gunnarsson og Árni Egilsson óska bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í byggðarráði greiða atkvæði gegn sölu Rafveitu Sauðárkróks til RARIK. Við teljum söluna vera metnaðarlausa skammtímalausn. Til lengri tíma litið væri hag sveitarfélagsins mun betur borgið með því að sameina veiturnar eins og búið var að samþykkja í sveitarsjórn. Þannig hefðu skuldir sveitarsjóðs lækkað um 400 milljónir og öflugt orkufyrirtæki verið áfram í eigu heimamanna. Það hefði tryggt sjálfstæði sveitarfélagsins til framtíðar. Það er ljóst að rekstur veitna í Skagafirði er arðsöm og áhættulítil starfsemi. Við teljum að sá arður sé eign Skagfirðinga og eigi ekki að hverfa burt úr héraði.
Eftirfarandi bókun lögð fram af Herdísi Á. Sæmundardóttur, Elinborgu Hilmarsdóttur og Snorra Styrkárssyni:
Við fulltrúar meirihlutans hörmum þessa ábyrgðarlitlu afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna sölu á Rafveitu Sauðárkróks. Sú leið sem sjálfstæðismenn vilja fara felur ekki í sér lækkun skulda íbúa sveitarfélagsins. Við teljum aftur á móti hag íbúanna best borgið með raunverulegri lækkun skulda og fjölgun starfa í sveitarfélaginu eins og tillaga okkar felur í sér. Að öðru leyti vísum til föðurhúsanna eftirfarandi rangfærslum sem fram koma í bókun sjálfstæðismanna.
- Sveitarstjórn hefur ekki samþykkt sameiningu allra veitna.
- Skuldir sveitarsjóðs myndu ekki lækka um kr. 400 miljónir samkvæmt tillögu starfshóps.
- Sjálfstæði sveitarfélagsins er í engu skert vegna sölunnar.
- Sveitarfélagið mun eftir sem áður eiga sterkt orkufyrirtæki sem mun skila Skagfirðingum arði til framtíðar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
8. Lagt fram bréf frá Bústað – fasteignasölu, dagsett 7. nóvember 2001 varðandi sölu á jörðinni Héraðsdal. Seljandi jarðarinnar er Sigurður Sigurðsson og kaupendur Hermann Guðmundsson og Guðný Bergrós Gísladóttir.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1150.