Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 156 - 14.11.2001
Ár 2001, miðvikudaginn 14. nóvember, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.Fundur 156 - 14.11.2001
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Bygginganefnd grunnskóla – viðræður um stöðu
2. Fjárhagsáætlun 2002 – forsendur og undirbúningur
3. Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
4. Stofnfundur hlutafélags um landskerfi bókasafna
5. Frá sýslumanni – umsögn v/endurnýjunar leyfis til að reka veitingahús
6. Erindi frá íbúasamtökum Varmahlíðarhverfis
7. Erindi frá fjölskylduráði dags. 24. okt. 2001
8. Frá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra
9. Frá menntamálaráðuneytinu v/sérfræðiþjónustu skóla
10. Bréf frá tónlistarskólakennurum
11. Tilda ehf.
AFGREIÐSLUR:
- Bygginganefnd grunnskóla kom á fund byggðarráðs og fór yfir stöðu og framgang mála varðandi byggingu B-álmu Árskóla og breytinga á C-álmu.
- Sveitarstjóri fór yfir forsendur og undirbúning fjárhagsáætlunar 2002.
- Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsett 6. nóvember 2001, varðandi gjaldskrá embættisins sbr. 12. gr. laga nr. 7 frá 1998. Auk þess lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2002.
- Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 1. nóvember 2001 um stofnfund í fyrirhuguðu hlutafélagi um landskerfi bókasafna.
- Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 6. nóvember 2001, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Ólafs Jónssonar fh. Ólafshúss ehf. um endurnýjun á leyfi til að reka veitingahús og skemmtistað í Ólafshúsi við Aðalgötu.
- Lagt fram ódagsett bréf frá íbúasamtökun Varmahlíðarhverfis um ýmis mál er varða framkvæmdir og þjónustu sveitarfélagsins í Varmahlíð.
- Lagt fram bréf frá Fjölskylduráði, dagsett 24. október 2001, um fjölskyldustefnu sveitarfélaga.
- Lagt fram til kynningar bréf frá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra, dagsett 1. nóvember 2001, þar sem fram kemur álagning árgjalda sveitarfélaga til félagsins fyrir árið 2001.
- Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 30. október 2001, varðandi könnun á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga vegna grunnskóla.
- Lagt fram til kynningar bréf frá skólastjóra og kennurum Tónlistarskóla Skagafjarðar, sem afhent var á sveitarstjórarfundi 13. nóvember 2001 vegna yfirstandandi kjaradeilu tónlistarkennara og launanefndar sveitarfélaga.
- Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að slíta hlutafélaginu Tildu ehf. og gerir ekki kröfu vegna nafnsins.