Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

157. fundur 21. nóvember 2001
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 157 - 21.11.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 21. nóvember, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Gíslason, Árni Egilsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1.      Formaður heilbrigðisnefndar og heilbrigðisfulltrúi v/gjaldskrár
        fyrir Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra
2.      Fjárhagsáætlun 2002 – forsendur – rammar
3.      Staðan 31. október 2001 – rekstur, gjaldfærð og eignfærð
         fjárfesting
4.      Erindi frá FSNV – fjárframlag til reksturs 2002
5.      Aðalfundarboð FSNV 27. nóvember 2001, kl. 14
6.      Uppgjör á orlofi á fasta yfirvinnu
7.      Erindi frá félagsmálastjóra v/samnings (framlenging) við sálfræðing
8.      Frá sýslumanni v/umsóknar um leyfi til reksturs einkasalar
        – félagsheimilisins Melsgils
9.      Erindi frá Gunnari Kr. Þórðarsyni v/samgönguminjasafns
10.  Erindi frá Kiwanisklúbbnum Drangey v/fasteignagjalda
11.  Erindi vegna endurnýjunar áfengisveitingaleyfis í Fjallakránni
        og umsóknar um áfengisveitingaleyfi fyrir Kaffi Krók
12.  Fundargerð Kjaranefndar frá 6. nóvember 2001
13.  Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/úrskurðar um skipulagsmál

AFGREIÐSLUR:
    1.               Formaður heilbrigðisnefndar og heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komu á fund byggðarráðs og ræddu starfsemi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.  Auk þess skýrðu þeir nýja gjaldskrá og fjárhagsáætlun ársins 2002.
Byggðarráð samþykkir nýja gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsins og vísar fjárhagsáætlun þess fyrir árið 2002 til gerðar fjárhagsáætlunar.
    2.               Sveitarstjóri lagði fram forsendur fjárhagsáætlunar 2002 auk úthlutaðra ramma til reksturs málaflokka.
Byggðarráð samþykkir að álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2002 verði 13,03#PR.  Byggðarráð samþykkir að taka bifreið fyrir byggingafulltrúa á rekstrarleigu á þessu ári í stað þess kaupa nýja bifreið á árinu 2001.
    3.               Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur sveitarsjóðs, gjaldfærða og eignfærða fjárfestingu pr. 31.10. 2001.
    4.               Lagt fram bréf frá FSNV – miðstöð símenntunar, dagsett 14. nóvember 2001, þar sem óskað er eftir kr. 1.100.000 í rekstrarstyrk fyrir árið 2002.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
    5.               Lagt fram aðalfundarboð FSNV – miðstöð símenntunar vegna starfsársins 2000-2001.  Aðalfundurinn verður haldinn 27. nóvember nk. kl. 14.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn sem sjái sér fært að mæta á fundinn fari með atkvæðisrétt hlutfallslega.
    6.               Byggðarráð samþykkir að segja upp yfirvinnulið ráðningasamninga þeirra starfsmanna sveitarfélagsins sem fá greidda fasta yfirvinnu frá og með 1. desember nk. og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við starfsmenn um nýjan samning og uppgjör á orlofi af yfirvinnu.
    7.               Lagt fram bréf frá félagsmálastjóra dagsett 14. nóvember 2001, vegna samnings við Sigríði Sigurjónsdóttur sálfræðing varðandi fjölskyldu- og ráðgjafarviðtöl.
Byggðarráð samþykkir framangreindan samning.
    8.               Lagt fram bréf frá sýslumanni dagsett 13. október 2001, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Sigfúsar Helgasonar fh. Félagsheimilisins Melsgils um leyfi til að reka einkasal og félagsheimili.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    9.               Lagt fram bréf frá Gunnari Kr. Þórðarsyni, dagsett 16. nóvember 2001, þar sem hann óskar eftir annari færanlegu kennslustofunni við Barnaskóla Sauðárkróks fyrir samgönguminjasafn sitt, þegar húsið hættir að gegna núverandi hlutverki.
Í ljósi þess að þessar færanlegu kennslustofur verða í notkun næstu árin, getur byggðarráð ekki orðið við erindinu.
10.               Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey, dagsett 15. nóvember 2001, þar sem óskað er eftir lækkun á fasteignaskatti vegna Eyrarvegs 14.
Byggðarráð samþykkir að synja erindinu.
11.               Lögð fram erindi um endurnýjun áfengisveitingaleyfa fyrir Fjallakrána, Vatnsleysu til tveggja ára og JASK ehf. vegna Kaffi Króks til tveggja ára.  Meðfylgjandi eru jákvæðar tilskyldar umsagnir.
Byggðarráð samþykkir að veita ofangreindum aðilum áfengisveitingaleyfi til tveggja ára.
12.               Lögð fram fundargerð Kjaranefndar frá 6. nóvember 2001.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.  Árni Egilsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
13.               Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 7. nóvember 2001 um úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 31. október 2001.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1210.