Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

159. fundur 05. desember 2001
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 159 - 05.12.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 5. desember, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Árni Egilsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.

DAGSKRÁ:
        1.      Sala hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf.
        2.      Samningur um skólaakstur á Sauðárkróki
        3.      Sala á eldra skólahúsi að Sólgörðum
        4.      Skuldir félagsheimila
        5.      Erindi frá stjórn Villa Nova ehf.
        6.      Erindi frá Höllu Björk Marteinsdóttur, forvarnarfulltrúa
        7.      Húsnæðismál skrifstofu sveitarfélagsins
        8.      Samningur um útvörpun sveitarstjórnarfunda – drög
        9.      Erindi frá Ágústu Samúelsdóttur v/kaupa á Stóru-Reykjum
        10.  Umsagnir um stjórnsýslukærur v/vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga
        11.  Frá menntamálaráðuneytinu v/laga- og reglugerðarbreytinga fyrir leikskóla
        12.  Erindi frá Stígamótum v/fjárstuðnings
        13.  Byggðarannsóknastofnun Íslands – ráðstefna 7. des. kl. 13:00
        14.  Héraðsnefnd Skagfirðinga
AFGREIÐSLUR:
    1.               Rætt um sölu hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf.  Einnig lagt fram til kynningar bréf frá PAROC, dagsett 29.11. 2001.
    2.               Lagður fram samningur á milli sveitarfélagsins og Suðurleiða ehf. um skólaakstur á Sauðárkróki tímabilið 1. september 2001 til 10. júní 2005.
Byggðarráð samþykkir ofangreindan samning.  Elinborg Hilmarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    3.               Byggðarráð samþykkir að heimila sveitarstjóra að kanna sölu á eldra skólahúsinu að Sólgörðum.
    4.               Lagt fram erindi frá MÍÆ nefnd, dagsett 28. nóvember 2001, varðandi skuldir félagsheimila sveitarfélagsins við sveitarsjóð og stofnanir hans.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að setja skuldir félagsheimilanna við sveitarsjóð og fyrirtæki á biðreikning miðað við stöðu þeirra 30. nóvember 2001.  Helmingur skuldarinnar verður gerður upp með árlegu framlagi af styrk sveitarfélagsins til félagsheimilanna.  Helmingur skuldarinnar verður afskrifaður á þremur árum, 2002-2004.
    5.               Lagt fram bréf frá stjórn Villa Nova ehf., dagsett 26. nóvember 2001, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við endurbyggingu Villa Nova á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til MÍÆ nefndar.
    6.               Lagt fram bréf frá Höllu Björk Marteinsdóttur, forvarnarfulltrúa, dagsett 27. nóvember 2001 um upplýsingamiðstöð, kaffi- og menningarhús ungs fólks á aldrinum 16-22 ára.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til MÍÆ nefndar.
    7.               Sveitarstjóri kynnti vinnu sína varðandi húsnæðismál skrifstofu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri haldi áfram að vinna að verkefninu og skoði alla möguleika ítarlega.
    8.               Lögð fram drög að samningi á milli Nemendafélags FNV og sveitarfélagsins um útvarpsútsendingar sveitarstjórnarfunda.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að semja við NFNV um útvörpun sveitarstjórnarfunda.
    9.               Lagt fram bréf frá Ágústu Samúelsdóttur, dagsett 24.11. 2001, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið mæli með bréfritara ásamt börnum hennar sem kaupendum að  jörðinni Stóru-Reykjum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.
10.               Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 28. nóvember 2001, þar sem óskað er umsagnar um stjórnsýslukærur Guðjóns Jónssonar, dags. 15. nóvember 2001 og Trausta Sveinssonar, dags. 23. nóvember 2001, vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til  umhverfis- og tækninefndar.
11.               Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 23. nóvember 2001, um breytingu á lögum nr. 78/1994 um leikskóla og reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar.
12.               Lagt fram bréf frá Stígamótum, dagsett 26. nóvember 2001, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk vegna ársins 2002.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félagsmálanefndar.
13.               Lagt fram til kynningar bréf frá Byggðarannsóknarstofnun Íslands, þar sem boðað er til málþings um fjölmiðla og landsbyggð á Akureyri, 7. desember nk.
14.               Byggðarráð samþykkir yfirlýsingu vegna samkomulags milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um að leggja niður Héraðsnefnd Skagfirðinga og hlutdeild aðila varðandi réttindi og skyldur sem skráðar eru á héraðsnefndina.  Sveitarfélagið Skagafjörður ber 94,93#PR og Akrahreppur 5,07#PR.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1220.