Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 162 - 09.01. 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 9. janúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Einar Gíslason, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Hluthafafundur Steinullarverksmiðju
2. Samningar við Vegagerð um veghald þjóðvega á Sauðárkróki
og Hofsósi
3. Erindi frá Búhöldum hsf. v/stofnstyrks
4. Samkomulag við Búnaðarsamband Skagfirðinga um forðagæslu
5. Samningur um skólaakstur á Sauðárkróki
6. Erindi frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
7. Erindi frá sýslumanni v/umsóknar um leyfi til sölu gistingar
8. Erindi frá Stúdentaráði v/rannsókna á landsbyggðinni
9. Erindi frá Pétri Guðmundssyni, Hraunum í Fljótum
10. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins
11. Yfirlýsing um samskiptamál ríkis og sveitarfélaga
12. Bréf frá Esbo, vinabæ í Finnlandi
13. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/ráðstefnu um EES samninginn
14. Bréf frá Myndbæ vegna myndbanda um “Sveitarfélög í upphafi
nýrrar aldar”
15. Fréttatilkynning frá Hagstofu v/mannfjöldans 1. desember 2001
16. Yfirlit um staðgreiðslu 2001
17. Yfirlit um atvinnuástandið í nóvember 2001
18. Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra -
þjónustusamningur
AFGREIÐSLUR:
1. Rætt um mál Steinullarverksmiðjunnar hf. og hluthafafund í félaginu, sem á að fara fram á morgun, 10. janúar 2002.
2. Lagðir fram samningar á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins um veghald þjóðvega á Sauðárkróki og Hofsósi fyrir árið 2002.
Byggðarráð samþykkir framangreinda samninga en gerir jafnframt athugasemd um að ekki skuli eðlilegar kostnaðarhækkanir á milli ára vera reiknaðar inn í samninginn. Einar Gíslason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa máls.
3. Lagt fram bréf frá Búhöldum hsf., dagsett 28. desember 2001, þar sem óskað er eftir stofnstyrk.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins.
4. Lögð fram drög að samkomulagi við Búnaðarsamband Skagfirðinga um forðagæslu og búfjáreftirlit fyrir tímabilið 1. september 1999 til 31. ágúst 2002.
Byggðarráð samþykkir ofangreind drög.
5. Lögð fram drög að samningi við Suðurleiðir ehf. um skólaakstur innanbæjar á Sauðárkróki fyrir tímabilið 1. september 2001 til 10. júní 2005.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningnum við Suðurleiðir ehf.
6. Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, dagsett 21. desember 2001 varðandi viðbyggingu við heilbrigðisstofnunina og 15#PR kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í henni.
Byggðarráð samþykkir fela sveitarstjóra að leita frekari upplýsinga um málið.
7. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 19. desember 2001, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Péturs Guðmundssonar fh. Ferðaþjónustunnar Hraunum, Fljótum, um leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Hraunum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
8. Lagt fram til kynningar bréf frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, dagsett 18. desember 2001, varðandi rannsóknir stúdenta við Háskóla Íslands á landsbyggðinni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar og Atvinnuþróunarfélagsins Hrings.
9. Lagt fram bréf frá Pétri Guðmundssyni og G. Viðari Péturssyni eigendum jarðarinnar Hraun í Fljótum, dagsett 19. desember 2001, varðandi ósk um aðstoð við að fá rétta skráningu á nafni jarðarinnar hjá Hagstofu Íslands.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sinna erindinu.
10. Lagt fram til kynningar bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dagsett 18. desember 2001.
11. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. janúar 2002, um yfirlýsingu félags- og fjármálaráðherra og formanns og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um ýmis samskiptamál ríkis og sveitarfélaga.
12. Lagt fram til kynningar bréf frá Esbo, vinabæ í Finnlandi, dagsett 18. desember 2001.
13. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. janúar 2002, varðandi ráðstefnu um EES-samninginn og íslensk sveitarfélög þann 8. febrúar nk.
14. Lagt fram bréf frá Myndbæ ehf., dagsett 27. desember 2001, þar sem boðnar eru til kaups þrjár sjónvarpsmyndir á myndbandi, um sveitarfélög í upphafi aldar.
Byggðarráð samþykkir að þekkjast ekki boðið.
15. Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá Hagstofunni, dagsett 21. desember 2001 um bráðabirgðatölur um mannfjölda á Íslandi 1. desember 2001.
16. Lagt fram til kynningar yfirlit um greidda staðgreiðslu til sveitarfélagsins árið 2001.
17. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir atvinnuástand í nóvember 2001.
18. Lagt fram til kynningar bréf frá SFNV – byggðarsamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, dagsett 7. janúar 2002, varðandi þjónustusamning um málefni fatlaðra.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1235.
Margeir Friðriksson, ritari.
Fundur 162 - 09.01. 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 9. janúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Einar Gíslason, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Hluthafafundur Steinullarverksmiðju
2. Samningar við Vegagerð um veghald þjóðvega á Sauðárkróki
og Hofsósi
3. Erindi frá Búhöldum hsf. v/stofnstyrks
4. Samkomulag við Búnaðarsamband Skagfirðinga um forðagæslu
5. Samningur um skólaakstur á Sauðárkróki
6. Erindi frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
7. Erindi frá sýslumanni v/umsóknar um leyfi til sölu gistingar
8. Erindi frá Stúdentaráði v/rannsókna á landsbyggðinni
9. Erindi frá Pétri Guðmundssyni, Hraunum í Fljótum
10. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins
11. Yfirlýsing um samskiptamál ríkis og sveitarfélaga
12. Bréf frá Esbo, vinabæ í Finnlandi
13. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/ráðstefnu um EES samninginn
14. Bréf frá Myndbæ vegna myndbanda um “Sveitarfélög í upphafi
nýrrar aldar”
15. Fréttatilkynning frá Hagstofu v/mannfjöldans 1. desember 2001
16. Yfirlit um staðgreiðslu 2001
17. Yfirlit um atvinnuástandið í nóvember 2001
18. Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra -
þjónustusamningur
AFGREIÐSLUR:
1. Rætt um mál Steinullarverksmiðjunnar hf. og hluthafafund í félaginu, sem á að fara fram á morgun, 10. janúar 2002.
2. Lagðir fram samningar á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins um veghald þjóðvega á Sauðárkróki og Hofsósi fyrir árið 2002.
Byggðarráð samþykkir framangreinda samninga en gerir jafnframt athugasemd um að ekki skuli eðlilegar kostnaðarhækkanir á milli ára vera reiknaðar inn í samninginn. Einar Gíslason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa máls.
3. Lagt fram bréf frá Búhöldum hsf., dagsett 28. desember 2001, þar sem óskað er eftir stofnstyrk.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins.
4. Lögð fram drög að samkomulagi við Búnaðarsamband Skagfirðinga um forðagæslu og búfjáreftirlit fyrir tímabilið 1. september 1999 til 31. ágúst 2002.
Byggðarráð samþykkir ofangreind drög.
5. Lögð fram drög að samningi við Suðurleiðir ehf. um skólaakstur innanbæjar á Sauðárkróki fyrir tímabilið 1. september 2001 til 10. júní 2005.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningnum við Suðurleiðir ehf.
6. Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, dagsett 21. desember 2001 varðandi viðbyggingu við heilbrigðisstofnunina og 15#PR kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í henni.
Byggðarráð samþykkir fela sveitarstjóra að leita frekari upplýsinga um málið.
7. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 19. desember 2001, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Péturs Guðmundssonar fh. Ferðaþjónustunnar Hraunum, Fljótum, um leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Hraunum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
8. Lagt fram til kynningar bréf frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, dagsett 18. desember 2001, varðandi rannsóknir stúdenta við Háskóla Íslands á landsbyggðinni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar og Atvinnuþróunarfélagsins Hrings.
9. Lagt fram bréf frá Pétri Guðmundssyni og G. Viðari Péturssyni eigendum jarðarinnar Hraun í Fljótum, dagsett 19. desember 2001, varðandi ósk um aðstoð við að fá rétta skráningu á nafni jarðarinnar hjá Hagstofu Íslands.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sinna erindinu.
10. Lagt fram til kynningar bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dagsett 18. desember 2001.
11. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. janúar 2002, um yfirlýsingu félags- og fjármálaráðherra og formanns og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um ýmis samskiptamál ríkis og sveitarfélaga.
12. Lagt fram til kynningar bréf frá Esbo, vinabæ í Finnlandi, dagsett 18. desember 2001.
13. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. janúar 2002, varðandi ráðstefnu um EES-samninginn og íslensk sveitarfélög þann 8. febrúar nk.
14. Lagt fram bréf frá Myndbæ ehf., dagsett 27. desember 2001, þar sem boðnar eru til kaups þrjár sjónvarpsmyndir á myndbandi, um sveitarfélög í upphafi aldar.
Byggðarráð samþykkir að þekkjast ekki boðið.
15. Lögð fram til kynningar fréttatilkynning frá Hagstofunni, dagsett 21. desember 2001 um bráðabirgðatölur um mannfjölda á Íslandi 1. desember 2001.
16. Lagt fram til kynningar yfirlit um greidda staðgreiðslu til sveitarfélagsins árið 2001.
17. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir atvinnuástand í nóvember 2001.
18. Lagt fram til kynningar bréf frá SFNV – byggðarsamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, dagsett 7. janúar 2002, varðandi þjónustusamning um málefni fatlaðra.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1235.
Margeir Friðriksson, ritari.