Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

163. fundur 17. janúar 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 163 - 17.01. 2002
 
        Ár 2002, fimmtudaginn 17. janúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1030.
   
     Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar. 
Áður en fundur byggðarráðs var settur kom hópur nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og afhenti undirskriftarlista með um 350 nöfnum, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við að koma upp kaffi- og menningarhúsi fyrir ungmenni á aldrinum
16 – 22 ára. 

DAGSKRÁ:
                                                       1.           Fjárhagsáætlun 2002
 
2.           Sala hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf.
 
3.           Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
 
4.           Bréf frá foreldrafélögum leikskólanna
5.           Starfsmannastefna – drög janúar 2002
6.           Erindi frá skólastjóra Steinsstaðaskóla
7.           Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga
8.           Fundargerðir Húseigna Skagafjarðar ehf., 1. og 2. fundur
9.           Frá félagsmálaráðuneyti v/málþings um “fjárhagsaðstoð
        í velferðarsamfélagi”       
10.      Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/ráðstefnu um
        Staðardagskrá 21                                      
11.      Frá Jafnréttisstofu v/auglýsingar um styrki til 
        jafnréttisverkefna
 
AFGREIÐSLUR: 
                  1.               Fjárhagsáætlun 2002 rædd.
Meirihluti byggðarráðs gerir tillögu um eftirfarandi breytingar á fjáhagsáælun sveitarsjóðs frá fyrri umræðu:
Hækkun rekstrargjalda hjá sveitarsjóði um kr. 24.050.000.  Hækkun rekstrartekna hjá sveitarsjóði um kr. 3.725.000.  Gjaldfærð fjárfesting sveitarsjóðs hækkar um kr. 2.105.000 og eignfærð fjárfesting lækkar um kr. 187.175.000.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar sveitarsjóðs eru eftirfarandi í þúsundum króna að teknu tilliti til ofangreindra breytinga:
Rekstrartekjur samtals 1.466.030, rekstrargjöld 1.269.225.
Fjármagnsgjöld 88.700 og fjármagnstekjur 14.500.
Gjaldfærð fjárfesting: Gjöld 79.000, tekjur 11.195.
Eignfærð fjárfesting: Gjöld 32.850, tekjur 185.175.
 
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2002 og stofnana þess til síðari umræðu í sveitarstjórn. 
Byggðarráð samþykkir að Skagafjarðarveitur yfirtaki langtímalán af sveitarstjóði.  Annars vegar vísitölubundið lán að upphæð 53.874 þúsundir króna og hins vegar fjölmynta lánssamningi að upphæð 144.379 þúsundir króna. 
                  2.               Rætt um sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í Steinullarverksmiðjunni hf.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra í samráði við Paroc að gera gagntilboð til tilboðsgjafa.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar. 
                  3.               Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 7. janúar 2002, varðandi fjármál sveitarfélagsins.
                   Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu. 
                  4.               Lagt fram opið bréf frá foreldrafélögum leikskólanna í Skagafirði, móttekið 15. janúar 2002, varðandi hækkun á gjaldskrá leikskólanna.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu. 
                  5.               Lögð fram drög að starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að senda drögin til stofnana sveitarfélagsins og óska eftir athugasemdum frá starfsmönnum. 
                  6.               Lagt fram bréf frá skólastjóra Steinsstaðaskóla, ódagsett, um gistiþjónustu í Steinsstaðaskóla.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar og MÍÆ nefndar. 
                  7.               Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 8. janúar 2002, varðandi umsóknarfrest á lánsumsóknum vegna ársins 2002.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið. 
                  8.               Lagðar fram til kynningar fundargerðir Húseigna Skagafjarðar ehf., 1. og 2. fundur.
Hér vék Herdís Á. Sæmundardóttir af fundi. 
                  9.               Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 10. janúar 2002, þar sem kynnt er málþing um fjárhagsaðstoð í velferðarsamfélagi, sem haldið verður 1. febrúar nk. í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félagmálanefndar og félagsþjónustu sveitarfélagsins. 
              10.               Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 11. janúar 2002, varðandi ráðstefnu um Staðardagskrá 21, 15.-16. febrúar 2002 á Akureyri. 
              11.               Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu varðandi auglýsingu eftir umsóknum um styrki til jafnréttisverkefna.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félagsmálanefndar.
 Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1315.
                                                                        Margeir Friðriksson, ritari.