Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 165 - 30.01. 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 30. janúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.Fundur 165 - 30.01. 2002
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Árni Egilsson og Brynjar Pálsson auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Fundur með fulltrúum Hrings, FNV, FSNV-miðstöðvar
símenntunar og Hólaskóla
2. Lán og lánakjör
3. Húsnæðismál skrifstofu
4. Erindi frá húsnefnd Árgarðs
5. Erindi vegna fasteignagjalda
6. Samningar um Aðalgötu 2 – kaupsamningur/afnotasamningur
7. Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um veitingaleyfi
8. Erindi frá Menningarmálastjóra Reykjavíkurborgar
9. Leigusamningur um land fyrir sorphauga
10. Samningur við Nemendafélag FNV um útvörpun funda
11. Upplýsingar um hlutdeild sveitarfélaga í þróun vísitölu neysluverðs
12. Yfirlit yfir atvinnuástand
13. Frá Hagstofu v/búferlaflutninga 2001
14. Reykjasel
15. Hlutabréf í Steinullarverksmiðjunni hf.
AFGREIÐSLUR:
1. Fulltrúi Atvinnuþróunarfélagsins Hrings, Jakob F. Þorsteinsson ásamt Önnu Kristínu Gunnarsdóttur fulltrúa FSNV-miðstöðvar símenntunar og Skúla Skúlasyni skólameistara Hólaskóla komu á fund byggðarráðs og kynntu samstarfsverkefni framangreindra stofnana auk Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á sviði menntamála.
Byggðarráð fagnar samstarfi þessara aðila og lýsir yfir stuðningi við gott framtak.
2. Byggðarráð samþykkir að sækja um allt að 65 milljóna króna lán til Lánasjóðs sveitarfélaga, til skuldbreytinga
3. Húsnæðismál skrifstofu sveitarfélagsins rædd.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja vinnu við undirbúning að flutningi skrifstofu sveitarfélagsins og skólaskrifstofu í Stjórnsýsluhúsið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar og ætla að gera grein fyrir afstöðu sinni á næsta sveitarstjórnarfundi.
4. Lagt fram bréf frá húsnefnd félagsheimilisins Árgarðs, dagsett 18. janúar 2002 varðandi bókasafn Björns Egilssonar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til MÍÆ nefndar.
5. Lagt fram ódagsett bréf frá félagsheimilinu Árgarði og annað bréf frá félagsheimilinu Höfðaborg, dagsett 22. janúar 2002, þar sem óskað er eftir lækkun fasteignagjalda af félagsheimilunum vegna afnota skóla af húsnæðinu. Einnig lagt fram símbréf frá Marteini Friðrikssyni, dagsett 24. janúar 2002, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á sorphirðugjaldi af eigninni Kárastíg 3 á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að lækka fasteignagjöld um 75#PR af félagsheimilinu Árgarði og 50#PR af félagsheimilinu Höfðaborg vegna notkunar skóla af húsnæðinu. Byggðarráð getur ekki orðið við erindi Marteins Friðrikssonar.
6. Lögð fram drög að samningum um Aðalgötu 2 – kaupsamningur/afsal og samningur um skiptingu afnota og rekstrarkostnaðar á milli sveitarfélagsins og Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi um sölu á fasteigninni Aðalgötu 2 með fyrirvara um forkaupsrétt. Brynjar Pálsson óskar bókað að hann greiðir atkvæði gegn sölu fasteignarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi um skiptingu afnota og rekstrarkostnaðar með fyrirvara um breytingu 3. grein samningsins.
7. Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 22. janúar 2002, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar fh. Videósport ehf. um að reka veitingastofu og greiðasölu að Skagfirðingabraut 29, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
8. Lagt fram bréf frá menningarstjóra Reykjavíkurborgar, dagsett 24. janúar 2002, þar sem Sveitarfélaginu Skagafirði er boðið að vera gestur Menningarnætur 2002. Meðfylgjandi er afrit af samstarfssamningi á milli Reykjavíkurborgar og Vesturfarasetursins á Hofsósi.
Byggðarráð fagnar þessu boði og samþykkir að þiggja það og vísar erindinu til MÍÆ nefndar. Einnig lýsir byggðarráð yfir ánægju sinni með samstarfssamning Reykjavíkurborgar og Vesturfarasetursins.
9. Lagður fram leigusamningur á milli sveitarfélagsins og Skarðs ehf., um land fyrir sorphauga í landi Skarðs fyrir árið 2002.
Byggðarráð samþykkir ofangreindan samning.
10. Lagður fram samningur við Nemendafélag FNV um útvarpsútsendingar sveitarstjórnarfunda.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
11. Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um hlutdeild sveitarfélaganna í þróun vísitölu neysluverðs sl. tólf mánuði.
12. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir atvinnuástand.
13. Lagt fram til kynningar yfirlit frá Hagstofu Íslands um búferlaflutninga árið 2001.
14. Byggðarráð samþykkir að selja hlut sinn í Reykjaseli til meðeiganda jarðarinnar.
15. Lagt fram erindi frá GLD heildverslun, sem barst í tölvupósti 29. janúar 2002, þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til að svara gagntilboði sveitarfélagsins vegna sölu hlutabréfa þess í Steinullarverksmiðjunni hf.
Byggðarráð samþykkir að veita frest til 15. febrúar nk.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.1230