Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

166. fundur 06. febrúar 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 166 - 06.02. 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 6. febrúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
        1.       Forsendur 3ja ára áætlunar
        2.       Vaka ehf. – staða við sveitarsjóð
        3.       Erindi frá Jóni Karlssyni formanni Öldunnar
        4.       Samningur um uppgjör Endurhæfingarhúss
        5.       Erindi vegna fasteignagjalda
        6.       Hólaskóli – yfirlýsing um samstarf
        7.       Þróunarsetur – kynning
        8.       Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um rekstur gistiskála
        9.       Erindi Búhölda hsf. vegna stofnstyrks
        10.   Erindi Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki v/viðbyggingar
        11.   Erindi frá verkefnisstjóra “Ég er húsið mitt”
        12.   Erindi frá Kiwanisklúbbnum Drangey
        13.   Erindi frá Grósku v/Þorramóts í boccia 9. feb. 2002
        14.   Erindi frá verkefnisstjóra “Fegurra sveita”
        15.   Fundargerð 6. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgr.samb.
        16.   Fundargerð 9. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarf. sálfr.
        17.   Frá NSH “Stadsplanering för alla”
        18.   Leyfi til áfengisveitinga

AFGREIÐSLUR:
1.               Sveitarstjóri fór yfir og kynnti forsendur 3ja ára áætlunar.
2.               Kynnt staða Vöku ehf. við sveitarsjóð.
Byggðarráð samþykkir að leggja til við stjórn félagsins að fasteign Vöku ehf., Borgartún 1, verði seld.
3.               Lagt fram ódagsett bréf frá Jóni Karlssyni form. Öldunnar – stéttafélags, þar sem innt er eftir áformum sveitarstjórnar Skagafjarðar um lækkanir þjónustugjalda eða aðrar ráðstafanir sem gætu stuðlað að lækkun verðbólgu í landinu, auk þess er óskað upplýsinga um síðustu hækkanir þjónustugjalda og fasteignaskatta.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum stéttafélaga í Skagafirði um þessi mál.  Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við þessa afgreiðslu.
4.               Lögð fram drög að viðaukasamningi um framkvæmdir við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki, þ.e. Endurhæfingarhúsið.
Byggðarráð samþykkir þessi samningsdrög og óskar eftir því að greiðslur fáist fyrr en drögin gera ráð fyrir.
5.               Erindi vegna fasteignagjalda.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með tillögu á næsta fund byggðarráðs.
6.               Lögð fram tillaga að viljayfirlýsingu um samstarf Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hólaskóla.
Byggðarráð samþykkir viljayfirlýsinguna.
7.               Þróunarsetur - kynning
Sveitarstjóri kynnti hugmynd og markmið um þróunarsetur á efri hæð Faxatorgs 1.  Byggðarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna að framgangi þessarar hugmyndar og að Húseignir Skagafjarðar ehf. yfirtaki fjármögnunarsamninga við Búnaðarbanka Íslands hf. um húsnæðið.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun: “Við fögnum uppbyggingu þekkingariðnaðar í Skagafirði, en sjáum ekki afhverju þróunarsetur þurfi endilega að vera í núverandi skrifstofuhúsnæði sveitarfélagsins.”  Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir.
8.               Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 28. janúar 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Orlofshúsa við Varmahlíð hf. um leyfi til að reka gistiskála að Víðilundi 1 og 4 í landi Víðimels við Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
9.               Erindi frá Búhöldum hsf.  Áður á dagskrá byggðarráðs 9. janúar 2002.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.  Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
10.               Erindi frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki.  Áður á dagskrá 9. janúar 2002.
Byggðarráð fagnar því að aðstaða við Heilbrigðisstofnunina verði bætt, en getur því miður ekki tekið þátt í framkvæmdinni á þessu ári þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins 2002, en verður skoðað við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.
11.               Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra “Ég er húsið mitt”, dagsett 02.02. 2002, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til verkefnisins.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
12.               Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey, dagsett 31.01. 2002, þar sem óskað er leyfis til þess að reisa minnisvarða um Gretti Ásmundarson í Drangey.
Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild sveitarfélagsins að skoða málið.
13.               Lagt fram bréf frá Grósku, ódagsett, varðandi Þorramót í boccia þann 9. febrúar nk.
Byggðarráð þakkar boðið.
14.               Lagt fram til kynningar bréf frá verkefnisstjóra “Fegurra sveita”, dagsett 28. janúar 2002.
15.               Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands frá 16. janúar sl.
16.               Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi frá 23. janúar sl.
17.               Lagt fram til kynningar erindi frá NSH – Nordiska samarbetsorganet för handikappfrågor, varðandi hönnunarsamkeppni “Stadsplanering för alla”.
18.               Byggðarráð samþykkir að veita Steinu M. Lazar Finnsdóttur leyfi til áfengisveitinga á Hótel Tindastóli, Lindargötu 3, Sauðárkróki, til sex mánaða.
Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.1155