Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

167. fundur 20. febrúar 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 167 - 20.02. 2002

 Ár 2002, miðvikudaginn 20. febrúar, kom byggðarráð saman til fundar í Safnahúsinu kl. 1000.
Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.

DAGSKRÁ:
                                         
1.           3ja ára áætlun
                                         
2.           Sala hlutabréfa í Steinullarverksmiðju
                                         
3.           Vinabæjarmót í Kristianstad 13.-16. júní 2002
                                         
4.           Beiðni um niðurfellingu skuldar – trúnaðarbók
                                         
5.           Fasteignagjöld – afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega
                                         
6.           Fasteignagjöld – Skeiðfossvirkjun
                                         
7.           Viðbygging við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki
                                         
8.           Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu – frá félagsmálanefnd
                                         
9.           Erindi frá sýslumanni v/endurnýjunar rekstrarleyfis gistiheimilis
                                     
10.           Erindi frá Grétu Jóhannsdóttur v/Sjöundastaða í Fljótum
                                     
11.           Boð á ráðstefnu í ESBO 5.-7. maí 2002
                                     
12.           Erindi frá framtíðarnefnd Miðgarðs
                                     
13.           Erindi frá UMSS v/Landsmóts 2004
                                     
14.           Samstarfssamningur við Fornleifavernd ríkisins
                                     
15.           Skipan fulltrúa í viðræður við Hólaskóla sbr. yfirlýsingu um
                             samstarf
                                     
16.           Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga – umhverfisráðstefna 8. mars
                             2002
                                     
17.           Erindi frá Landgræðslu ríkisins – Bændur græða landið
                                     
18.           Erindi frá Þorbirni Árnasyni hdl. v/orlofs á yfirvinnu
                                     
19.           Fréttabréf Alþjóðahúss
                                     
20.           Frá Skógræktarfélagi Íslands v/Yrkjusjóðsins
                                     
21.           Fundargerð skólanefndar FNV frá 31. janúar 2002
 
AFGREIÐSLUR: 
1.         Sveitarstjóri fór yfir og kynnti 3j ára áætlun sveitarsjóðs, hafnarsjóðs, Skagafjarðarveitna og félagsíbúða fyrir árin 2003-2005.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætlunum til sveitarstjórnar og viðkomandi nefnda til fyrri umræðu.  Byggðarráð samþykkir að skoða sérstaklega rekstur og framkvæmdir hafnarsjóðs og félagsíbúða á milli umræðna. 
2.         Sala hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með ráðandi hluthöfum í Steinullarveksmiðjunni hf. 
3.        Lagt fram bréf frá Bo Kristiansson fh. Kristianstads kommun, vinabæ Skagafjarðar í Svíþjóð, dagsett 11. febrúar 2002, um vinabæjarmót 13.-16. júní 2002.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í vinabæjarmótinu.  Ákvörðun um fjölda þátttakenda verður tekin síðar. 
4.        Sjá trúnaðarbók. 
5.        Fasteignagjöld 2002 – afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. 
6.        Fasteignagjöld vegna Skeiðfossvirkjunar.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. 
7.        Viðbygging við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í viðbyggingu við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki, sem nemur 15#PR af kostnaðarverði sbr. bréf stofnunarinnar frá 21. desember 2001.  Hlutdeild sveitarfélagsins greiðist árið 2003.  Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir óska bókað að þau sitji hjá. 
8.        Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána. 
9.       Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 12. febrúar 2002, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Bjargar K. Sverrisdóttur, um endurnýjun á  leyfi til að reka gistiheimili í Gistiheimilinu Miklagarði við Kirkjutorg 3.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. 
10.     Lagt fram bréf frá Grétu Jóhannsdóttur, dagsett 7. febrúar 2002, þar sem óskað eftir að sameina Lindabæ í Vestur Fljótum jörðinni Sjöundarstöðum og fella niður nafnið Lindarbær.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
11.    Lagt fram til kynningar boð á ráðstefnu í Esbo 5.-7. maí 2002, “Kampen om afbetskraften/IT i framtidens kommun” 
12.     Erindi frá framtíðarnefnd Miðgarðs.
Byggðarráð samþykkir að kosta teiknivinnu að upphæð kr. 184.000 með vsk., vegna hugsanlegra breytinga á Miðgarði.  Þessi upphæð verður tekin af liðnum óviss útgjöld hjá sveitarsjóði. 
13.     Lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, dagsett 14. febrúar 2002, varðandi umsókn um Landsmót UMFÍ 2004.
Byggðarráð samþykkir að starfsmenn menningar-, íþrótta og æskulýðsnefndar og  tæknideildar taki þátt í vinnuhóp sem á að gera kostnaðaráætlun og  áætlun um umfang landsmótsins.  Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.   
14.    Lögð fram drög að samstarfssamningi Fornleifaverndar ríkisins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. 
15.     Skipan fulltrúa í viðræður við Hólaskóla sbr. yfirlýsingu um samstarf.
Byggðarráð vekur athygli á að ef sveitarstjórn samþykkir yfirlýsingu um samstarf þá þarf að skipa fulltrúa á næsta sveitarstjórnarfundi. 
16.    Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 1. febrúar 2002, varðandi ráðstefnu þann 8. mars nk. um umhverfismál sveitarfélaga.
17.    Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 5. febrúar 2002, um samstarfsverkefnið Bændur græða landið.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar. 
18.     Lagt fram bréf frá Þorbirni Árnasyni hdl, dagsett 11. febrúar 2002, um orlof á yfirvinnu.
Byggðarráð samþykkir að leita lögfræðilegs álits á þessu máli.  Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir óska bókað að þau sitji hjá. 
19.      Lagt fram til kynningar fréttabréf Alþjóðahúss. 
20.      Lagt fram til kynningar bréf frá Skógræktarfélagi Íslands um Yrkjusjóðinn.
        Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar. 
21.     Lögð fram til kynningar fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 31. janúar 2002. 
       Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.1230

                                                    Margeir Friðriksson, ritari.