Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

168. fundur 27. febrúar 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 168 - 27.02. 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 27. febrúar, kom byggðarráð saman til fundar í Safnahúsinu kl. 1000.
        
Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
            1.       Kaupsamningur/afsal vegna sölu á Reykjaseli
            2.       Fundargerð borgarafundar í Höfðaborg
            3.       Fasteignagjöld – afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega
            4.        Samstarfssamningur við Fornleifavernd ríkisins
            5.       Erindi frá Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. v/fráveitugjalds á Hofsósi
            6.       Frá Alþingi:  Beiðni um umsögn – verslun með áfengi og tóbak
            7.       Frá Alþingi:  Beiðni um umsögn – ný hafnalög
            8.       Frá Alþingi:  Beiðni um umsögn – varnir gegn landbroti
            9.       Frá Umhverfissamtökum Skagafjarðar
            10.   Norræn skólamálaráðstefna í Bergen 11.-14. apríl 2002
            11.   Frá félagsmálaráðuneytinu – daggæsla barna í heimahúsum
            12.   Erindi frá Alnæmissamtökunum á Íslandi
            13.   Fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga
                    og félagsráðgjafa
            14.   Erindi frá Jölster kommune, Noregi

AFGREIÐSLUR:
1.               Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga endanlega frá kaupsamningi og afsali vegna Reykjasels og freista þess að koma á samkomulagi við kaupendurna um skipulagsmál.
2.               Lögð fram fundargerð almenns borgarafundar í Höfðaborg 5. febrúar 2002.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara þeim spurningum og erindum sem fram komu á fundinum og ekki fengu fyllilegar skýringar.
3.               Fasteignagjöld – afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi tillögu.
Lagt er til að afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteignaskatts verði hækkaður um 16,7#PR frá fyrra ári eða úr kr. 30.000 í kr. 35.000 annars vegar og úr kr. 15.000 í kr. 17.500 hins vegar.  Ennfremur  er lagt til að helmingur þeirrar upphæðar sem ekki nýtist til lækkunar fasteignaskatts megi nýtast til lækkunar á lóðarleigu og fráveitugjaldi en þessir liðir hækkuðu mikið frá fyrra ári vegna endurmats Fasteignamats ríkisins.
4.               Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sigríði Sigurðardóttur varðandi samstarfssamning við Fornleifavernd ríkisins.
5.               Lagt fram bréf frá Fiskiðjunni Skagfirðingi hf., dagsett 18. febrúar 2002, varðandi fráveitugjald á Hofsósi.  Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur sveitarfélagsins kom á fundinn og skýrði málavöxtu.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fráveitugjald af fasteigninni 214-3771 á Hofsósi vegna áranna 1999-2002 og framvegis.
6.               Lagt fram til kynningar bréf frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dagsett 19. febrúar 2002, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak, 135. mál, smásöluverslun með áfengi.
7.               Lögð fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis, dagsett 19. febrúar og 22. febrúar 2002, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til hafnalaga, 386. mál, heildarlög.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til hafnarnefndar.
8.               Lagt fram bréf frá landbúnaðarnefnd Alþingis, dagsett 22. febrúar 2002, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um varnir gegn landbroti, 504. mál.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
9.               Lögð fram bréf frá Umhverfissamtökum Skagafjarðar, dagsett 18. febrúar 2002, varðandi aðkomu þeirra að umhverfismálum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindi um Staðardagskrá 21 til stýrihóps um Staðardagskrá 21 og erindinu um fegurri sveitir til landbúnaðarnefndar.
10.               Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. febrúar 2002, varðandi norræna skólamálaráðstefnu í Bergen 11.-14. apríl 2002.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar.
11.               Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 15. febrúar 2002, um helstu niðurstöður úr könnun á daggæslu barna í heimahúsum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félagsmálanefndar.
12.               Lagt fram bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi, dagsett 21. febrúar 2002, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til starfseminnar.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
13.               Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar samstarfsnefndar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og Launarnefndar sveitarfélaga frá 18. febrúar sl.
14.               Borist hefur erindi frá Jostein By, Jölster kommune, Noregi varðandi heimsókn til Sveitarfélagsins Skagafjarðar í sumar.
Byggðarráð samþykkir að fela menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vera í sambandi við Jostein By um framgang mála.
Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.1100