Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 169 - 06.03. 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 6. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Safnahúsinu kl. 1000.Fundur 169 - 06.03. 2002
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Árni Egilsson auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Byggðasamlag um málefni fatlaðra – kynning á samningi við ríkið
2. Landsmót UMFÍ 2004 – niðurstöður vinnuhóps – kynning
3. Samþykkt tilboðs í hlutabréf í Steinullarverksmiðjunni hf.
4. Bréf frá Baldri Ólafssyni, heilbrigðisráðuneyti
5. Umsókn um styrkveitingu úr Þróunarsjóði leikskóla
6. Erindi frá Árskóla vegna Árvistar
7. Frá félagsmálanefnd vegna 3ja ára áætlunar
8. Erindi frá sýslumanni – umsögn um rekstrarleyfi gistiskála
9. Erindi frá TEFRA Films v/myndbanda – “Viltu læra íslensku?”
10. Fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga
og Kennarsambands Íslands
11. Fundarboð vegna fundar í eigendanefnd Miðgarðs þann 13. mars 2002.
12. Fundarboð vegna aðalfundar Höfða ehf. þann 15. mars 2002.
AFGREIÐSLUR:
1. Kynning á þjónustusamningi á milli félagsmálaráðuneytis og Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra. Á fundinn komu Elín R. Líndal, Bjarni Þór Einarsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir af hálfu byggðasamlagsins auk félagsmálastjóra Gunnars Sandholt.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.
2. Lagt fram bréf frá stjórn UMSS, dagsett 5. mars 2002, þar sem óskað er eftir stuðningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna umsóknar UMSS um Landsmót 2004. Á fundinn mættu Haraldur Þór Jóhannsson, Gísli Sigurðsson og Rúnar Vífilsson fyrir hönd UMSS og Ómar Bragi Stefánsson menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og kynntu niðurstöðu vinnuhóps um Landsmót UMFÍ 2004.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til næsta sveitarstjórnarfundar.
3. Lagt fram undirritað samkomulag um kaup á hlutabréfum ríkisins, Paroc Group Oy og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá 1. mars 2002.
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslunni til næsta sveitarstjórnarfundar vegna þess að byggðarráðsmönnum hefur ekki gefist nægur tími til að kynna sér samkomulagið.
4. Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dagsett 26. febrúar 2002, varðandi endurgreiðslu á byggingarkostnaði Endurhæfingarhússins við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki.
5. Lagt fram til kynningar afrit af styrkumsókn í Þróunarsjóð leikskóla, dagsett 27. febrúar 2002 vegna verkefnisins “Meira fyrir fleiri”.
6. Lagt fram erindi frá Árskóla vegna Árvistar.
Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu.
7. Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálastjóra, dagsett 1. mars 2002, þar sem fram kemur að félagsmálanefnd hefur samþykkt þriggja ára áætlun 2003-2005 vegna félagsmála.
8. Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 27. febrúar 2002, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Félagsheimilisins Miðgarðs til að reka gistiskála í félagsheimilinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
9. Lagt fram bréf frá TEFRA Films, dagsett 25. febrúar 2002, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum styrk til verkefnisins “Viltu læra íslensku?”.
Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.
10. Lögð fram til kynningar fundargerð 44. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands frá 23. febrúar sl.
11. Lagt fram fundarboð í eigendanefnd Miðgarðs þann 13. mars 2002, ásamt drögum að nýrri reglugerð um félagsheimilið Miðgarð.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn sem sjái sér fært að mæta og sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
12. Lagt fram fundarboð um aðalfund í Höfða ehf. þann 15. mars 2002 á Kaffi Krók.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn sem sjái sér fært að mæta fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.1235