Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 170 - 11.03.2002
Ár 2002, mánudaginn 11. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 1000.Fundur 170 - 11.03.2002
Mætt voru: Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
1. Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana
þess fyrir árið 2001.
2. Aðalskipulag Skagafjarðar.
AFGREIÐSLUR:
1. Á fundinn var mættur Kristján Jónasson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fór hann yfir og skýrði nánar fyrir byggðarráðsmönnum ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2001.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2001 til fyrri umræðu í Sveitarstjórn.
2. Á fundinn komu formaður Umhverfis- og tækninefndar, Stefán Guðmundsson, Jón Örn Berndsen byggingafulltrúi og Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt. Kynntu þeir fyrir byggðarráðsmönnum vinnu við aðalskipulag fyrir Skagafjörð og stöðu þeirrar vinnu.
Byggðarráð samþykkir að fela þessum aðilum að kynna hugmyndir sínar fyrir þeim aðilum sem málið varðar.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 11.50
Elsa Jónsdóttir, ritari