Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

173. fundur 03. apríl 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 173 - 03.04. 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 3. apríl, kom byggðarráð saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Ingibjörg Hafstað, Einar Gíslason, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Brynjar Pálsson auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
        1.       Ósk um umsögn sveitarstjórnar á fyrirspurn til félagsmálaráðuneytis
        2.       Fasteignagjöld – umsóknir um lækkun
        3.       Erindi frá áhugahóp um uppbyggingu “ferðamannaþorps” í Varmahlíð
        4.       Frá foreldrafélögum leikskóla, dags. 22. mars 2002
        5.       Frá Alþingi – ósk um umsögn um frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun
                og náttúrustofur – umsögn stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra fylgir
        6.       Erindi frá UMFÍ og Mosfellsbæ v/námskeiðs og ráðstefnu 3. maí
        7.       Samningur við Fjölnet hf.
        8.       Yfirlit um staðgreiðslu jan.-mars 2002
        9.       Erindi frá hússtjórn Bifrastar
        10.   Fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar og Kjarna frá 26. feb.
        11.   Yfirlýsing um gildistöku samnings LN og SLFÍ
        12.   Frá félagsmálaráðuneytinu – undirbúningur og framkvæmd
                sveitarstjórnarkosninga 25. maí 2002.

AFGREIÐSLUR:
    1.            Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 25. mars 2002, þar sem óskað er umsagnar um erindi Gunnars Braga Sveinssonar og Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur varðandi reglur um niðurgreiðslu sveitarfélagsins á daggæslu í heimahúsum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félagsmálanefndar og félagsmálastjóra og óskar eftir gögnum málsins og umsögn vegna fyrirspurna félagsmálaráðuneytisins.
    2.            Sjá trúnaðarbók
    3.            Lagt fram bréf dagsett 20. mars 2002, frá áhugahópi um uppbyggingu “ferðamannaþorps” í Varmahlíð, þar sem kynntar eru hugmyndir um eflingu og samtengingu ferðaþjónustu og menningarlífs í Skagafirði.
Byggðarráð styður þessi áform og lýsir ánægju sinni með áhugaverða hugmynd.
    4.            Lagt fram bréf frá foreldrafélögum leikskólanna í sveitarfélaginu, dagsett 25. mars 2002, þar sem mótmælt er fyrirhugaðri sumarlokun á leikskólum í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar til skoðunar, en vekur athygli á því að fjárhagsáætlun ársins leyfir ekki breytingu á sumarlokun leikskólanna.
    5.            Lagt fram bréf frá umhverfisnefnd Alþingis, dagsett 19. mars 2002, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, 520. mál, gjaldtökuheimildir og náttúrustofur.  Einnig fylgir með umsögn stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra um frumvarpið.
Byggðarráð tekur undir athugasemdir stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra.  Það er skoðun byggðarráðs að náttúrustofur eigi að vera reknar af ríkinu og vill benda á að aðeins tvö sveitarfélög á Norðurlandi vestra standa straum af rekstri Náttúrustofu Norðurlands vestra ásamt ríki.
    6.            Lagt fram bréf frá UMFÍ og Mosfellsbæ, dagsett 22. mars 2002, þar sem mælst er til þess að áhugasömum leiðbeinanda og/eða íþróttakennara verði veittur ferðastyrkur á námskeið 3.-5. maí vegna íþrótta fyrir eldri borgara.  Einnig kynnt ráðstefnan “Íþróttir og tómstundir fyrir alla” í Mosfellsbæ þann 3. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til MÍÆ nefndar.
    7.            Lögð fram samningsdrög við Fjölnet hf. um netþjónustu við sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óskar eftir  samanburðartölum og að gengið verði frá samningi við Fjölnet hf. um afnot þeirra af landupplýsingakerfi sveitarfélagsins.
    8.            Lagt fram til kynningar yfirlit yfir innheimta staðgreiðslu tímabilið janúar-mars 2002.
    9.            Lagt fram erindi frá hússtjórn Bifrastar, dagsett 27. mars 2002, um fjármál vegna breytinga á félagsheimilinu.
Byggðarráð samþykkir að verða við ósk um að leysa úr lausafjárskorti allt að kr. 1.000.000  þar til langtímalán hefur verið afgreitt til félagsheimilisins.
10.            Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna bæjarstarfsmannafélaga.
11.            Lögð fram til kynningar yfirlýsing, dagsett 30. janúar 2002, vegna gildistöku kjarasamnings Launanefndar sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands vegna Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
12.            Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 26. mars 2002, varðandi undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga 25. maí 2002.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1145