Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

174. fundur 10. apríl 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 174 - 10.04. 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 10. apríl, kom byggðarráð saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 1000.
Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Árni Egilsson auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
 DAGSKRÁ:
                                         
1.             Viðaukasamningur vegna Endurhæfingarhúss
                                         
2.             Yfirlýsing vegna sölu hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf.
                                         
3.             Tilboð í gatnagerð – Iðutún og Forsæti
                                         
4.             Erindi frá Umf. Tindastól v/skíðadeildar
                                         
5.             Orlof á yfirvinnu – Páll Pálsson
                                         
6.             Starfsmannastefna – ný drög eftir umsagnarferil
                                         
7.             Erindi frá Gilsbakka
                                         
8.             Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um rekstrarleyfi gistiskála
                                         
9.             Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um leyfi til sölu gistingar/veitinga
                                     
10.             Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga v/tölvufræðslu BSRB
                                     
11.             Ársfundur húsnæðisfulltrúa og eftirlitsmanna sveitarfélaga
                                     
12.             Fundarboð frá Lífeyrissjóði Norðurlands
                                     
13.             Frá umhverfisráðuneytinu v/dags umhverfisins 25. apríl
                                     
14.             SFNV – fundargerð aukafundar 15. mars
                                     
15.             Fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar og Starfsgr.sambands
                                     
16.             Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra v/flutninga skrifstofu 

AFGREIÐSLUR: 
  1. Lagður fram viðaukasamningur um framkvæmdir við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki –
    bygging endurhæfingarhúss.
          Byggðarráð samþykkir samninginn.
 
  1. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi yfirlýsingu vegna sölu hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf.:
“Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki er afar mikilvæg fyrir atvinnulíf í Skagafirði.  Sveitarstjórn Skagafjarðar mun sjá til þess að fyrirtækið njóti áfram sömu þjónustu og það hefur hingað til notið og önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu eiga kost á eftir því sem við á.  Gjöld fyrir veitta þjónustu verða byggð á sömu forsendum og verða sambærileg við það sem gildir fyrir önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu.”  Stefán Guðmundsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. 
  1. Lagt fram til kynningar bréf frá Stoð ehf. um opnun tilboða og yfirferð þeirra vegna gatnagerðar við Iðutún og Forsæti árið 2002.  Lægstbjóðandi var Steypustöð Skagafjarðar ehf. sem bauð kr. 9.283.865 eða 79,3#PR af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á kr. 11.700.000.
  1. Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Tindastóli, dagsett 4. apríl 2002, vegna skíðadeildar félagsins.
         Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, íþrótta- og
         æskulýðsnefndar og að það verði tekið með í umræðu við heildarsamningsgerð
         við UMFT.

 
  1. Lagt fram erindi frá Páli Pálssyni vegna orlofs á yfirvinnu.
Byggðarráð samþykkir að fela formanni og sveitarstjóra að ræða við Pál. 
  1. Lögð fram ný drög að starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar eftir umsagnarferil.
Byggðarráð samþykkir drögin og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  1. Lagt fram bréf frá Gilsbakka ehf., dagsett 3. apríl 2002, þar sem óskað er eftir endurnýjun áfengisleyfis veitingastofunnar Sólvíkur á Hofsósi fyrir tímabilið 1. maí – 1. nóvember 2002.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir ofangreint tímabil.
  1. Lagt fram bréf frá sýslumanni, dagsett 4. apríl 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Varmahlíðarskóla til að reka gistiskála í Varmahlíðarskóla.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. 
  1. Lagt fram bréf frá sýslumanni, dagsett 26. mars 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kristínar S. Ögmundardóttur um leyfi til að reka gistingu á einkaheimili, n.t.t. á efri hæð fasteignarinnar Öldustígur 13, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. 
  1. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. apríl 2002, um tölvufræðslu BSRB.
  1. Lagt fram bréf frá Tækni- og umhverfissviði Vestmannaeyjabæjar, dagsett 2. apríl 2002, varðandi ársfund húsnæðisfulltrúa og eftirlitsmanna sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að húsnæðisfulltrúi sveitarfélagsins fari á fundinn sjái hann sér það fært.
  1. Lagt fram fundarboð dagsett 4. apríl frá Lífeyrissjóði Norðurlands vegna ársfundar sjóðsins árið 2002 þann 18. apríl nk.
Byggðarráð samþykkir að formaður byggðarráðs sæki fundinn. 
  1. Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 26. mars 2002, varðandi dag umhverfisins þann 25. apríl nk.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.
  1. Lögð fram til kynningar fundargerð aukafundar Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra þann 25. mars sl.
  1. Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands þann 20. mars 2002.
  1. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra varðandi flutning skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1015

                                                                                               
Margeir Friðriksson, ritari.