Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

177. fundur 08. maí 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 177 - 08.05. 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 8. maí, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar. 
DAGSKRÁ:
                  1.             Yfirlýsing vegna frestunar aðalfundar Steinullarverksmiðjunnar hf.
 
2.             Endurskoðuð yfirlýsing v/f) liðar í samkomulagi um sölu hlutabréfa
 
3.             Þjónustusamningur við Byggðasamlag um málefni fatlaðra
 
4.             Frá umhverfisráðuneyti v/aðgerða vegna snjóflóðahættu á Ljótsstöðum
 
5.             Frá Kaupfélagi Skagfirðinga vegna Byggðahóps Skagafjarðar
 
6.             Erindi frá Guðmundi Óla Pálssyni
 
7.             Niðurstöður frá starfshópi um Staðardagskrá 21
 
8.             Framboðsfundir vegna kosninga 25. maí 2002 – aðstaða
 
9.             Ráðningarform starfsmanna skóla
10.             Erindi frá sýslumanni v/reksturs einkasalar/félagsheimili
11.             Erindi frá sýslumanni v/reksturs gistiskála
12.             Erindi frá umsjónarkennara 10. bekkjar Varmahlíðarskóla
13.             Erindi frá Stephan V. Benediktson v/Kolkuóss
14.             Erindi frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl. v/forkaupsréttar
15.             Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands v/Landgræðsluskóga
16.             Tilkynning um 10. ársþing SSNV 30. og 31. ágúst 2002
17.             Álit félagsmálaráðuneytis vegna niðurgreiðslu dagvistar í heimahúsum
18.             Frá Íshestum – umhverfisstarf
19.             Fundarboð – fundur um þjóðlendur 15. maí 2002
20.             Fundargerð 46. fundar LN og KÍ
21.             Fundargerð 178. fundar LN 

AFGREIÐSLUR: 
      1.   Lögð fram sameiginleg yfirlýsing Paroc AB, ríkisstjórnar Íslands, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húsasmiðjunnar hf., BYKO hf. og Kaupfélags Skagfirðinga vegna frestunar aðalfundar Steinullarverksmiðjunnar hf.
Byggðarráð samþykkir að aðalfundinum verði frestað til 22. maí nk.
 
      2.   Byggðarráð samþykkir að f) liður í samkomulagi um sölu hlutabréfa í Steinullarverksmiðjunni hf. breytist frá fyrri samþykkt og verði svohljóðandi:
“Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki er afar mikilvæg fyrir atvinnulíf í Skagafirði.  Sveitarstjórn Skagafjarðar mun sjá til þes að fyrirtækið njóti áfram sömu þjónustu af hálfu sveitarfélagsins og verið hefur, svo sem varðandi heitt og kalt vatn, hafnaraðstöðu og viðeigandi og samþykkt svæði til úrgangslosunar.  Gjöld fyrir þessa þjónustu skulu vera á sambærilegum kjörum og gilda fyrir önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu.”
 
      3.   Lagt fram bréf frá SFNV – Byggðasamlagi um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, dagsett 4. maí 2002, ásamt þjónustusamningi milli þess og Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir tímabilið 1. janúar 2002 til 31. desember 2006.
Byggðarráð samþykkir framangreindan samning.
 
      4.   Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 26. apríl 2002, varðandi aðgerðir vegna ofanflóðahættu á Ljótsstöðum í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir styrk frá umhverfisráðuneytinu til að tryggja öryggi fólks á Ljótsstöðum.
 
      5.   Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, dagsett 29. apríl 2002, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tvo fulltrúa í undirbúningshóp um gerð sérstakrar byggðaáætlunar fyrir Skagafjörð til næstu 10 ára.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
 
      6.   Lagt fram bréf frá Guðmundi Óla Pálssyni, dagsett 23. apríl 2002, varðandi taxtahækkanir raforku til Efnalaugar Sauðárkróks á þessu ári.
Byggðarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela sveitarstjóra að eiga viðræður við RARIK um efndir samkomulags sem gert var við sölu Rafveitu Sauðárkróks og svara erindi Guðmundar.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað að þeir sitji hjá.
 
      7.   Lögð fram til kynningar niðurstaða - drög að umhverfisstefnu frá starfshópi um Staðardagskrá 21.
 
      8.   Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið greiði húsaleigu og auglýsingakostnað vegna sameiginlegra framboðsfunda framboðanna vegna sveitarstjórnar-kosninganna 25. maí nk.
 
      9.   Lagðar fram tillögur frá skólamálastjóra um útreikning á vinnutíma matráða, stuðningsfulltrúa skóla, skólaliða og aðstoðarfólks í mötuneytum.
Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur.  Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
 
  10.   Lagt fram bréf frá sýslumanni, dagsett 23. apríl 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sæmundargötu 7a ehf. um leyfi til að reka einkasal, félagsheimili að Sæmundargötu 7a.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.  Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
 
  11.   Lagt fram bréf frá sýslumanni, dagsett 23. apríl 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Félagsheimilisins Höfðaborgar um leyfi til að reka gistiskála í félagsheimilinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
  12.   Lagt fram bréf frá Magnúsi Óskarssyni, umsjónarkennara 10. bekkjar Varmahlíðarskóla, dagsett 22. apríl 2002, þar sem óskað er eftir styrk vegna Danmerkurfarar nemenda bekkjarins.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólastjóra Varmahlíðarskóla.  Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann sitji hjá.
 
  13.   Lagt fram ódagsett bréf frá Stephan V. Benediktson, varðandi Kolkuós.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að svara því.
 
  14.   Lagt fram bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl., dagsett 6. maí 2002, varðandi forkaupsrétt sveitarfélagsins vegna sölu jarðarinnar Litlu-Brekku í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum.
 
  15.   Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dagsett 2. maí 2002, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við Landgræðsluskógaverkefnið.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Skógræktarsjóðs Skagafjarðar.
 
  16.   Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV, dagsett 2. maí 2002, þar sem tilkynnt er um 10. ársþing SSNV dagana 30.-31. ágúst 2002 að Bakkaflöt í Skagafirði.
 
  17.   Lagt fram álit félagsmálaráðuneytisins, dagsett 26. apríl 2002, varðandi ákvörðun félagsmálanefndar Skagafjarðar um niðurgreiðslu dagvistar í heimahúsum.
Byggðarráð samþykkir að vísa álitinu til félagsmálanefndar.
 
  18.   Lagt fram til kynningar bréf frá Íshestum ehf., dagsett í apríl 2002, varðandi umhverfisstarf fyrirtækisins.
 
  19.   Lagt fram til kynningar fundarboð vegna fundar um þjóðlendur og fyrsta úrskurð óbyggðanefndar, viðbrögð einkaaðila og sveitarfélaga.  Fundurinn verður á Hótel Íslandi, Reykjavík þann 15. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að fundinum verði frestað.
 
  20.   Lögð fram til kynningar fundargerð 46. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans.
 
  21.   Lögð fram til kynningar fundargerð 178. fundar Launanefndar sveitarfélaga.
 
Gísli Gunnarsson kom með fyrirspurn utan dagskrár um hvenær aðstaða sveitarstjórnar­fulltrúa verði tilbúin í Ráðhúsinu.  Jón Gauti Jónsson upplýsti byggðarráðsfulltrúa um að aðstaðan yrði tilbúin innan skamms tíma.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1145
 
Margeir Friðriksson, ritari