Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 183 - 10.07. 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 10. júlí, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Sigurður Árnason auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. Einnig sat Snorri Styrkársson fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
DAGSKRÁ:
1. Innlausn félagslegrar íbúðar.
2. Hækkun launa í unglingavinnunni um 3#PR - Tillaga Félags- og
tómstundanefndar.
3. Tilboð í húseignina að Lækjarbakka 7, Steinsstaðahverfi –
framlenging á fyrra tilboði frá 14. september 2001.
4. Þjónustubíll aldraðra – Frá Gunnari Sandholt.
5. Kaupsamningur – Hof á Höfðaströnd.
6. Úrskurður Umhverfisráðuneytisins vegna mats á umhverfisáhrifum
villinganesvirkjunar í Skagafirði.
7. Saman-hópurinn. Umsókn um styrk.
8. Umsögn félags- og tómstundanefndar v/Stígamóta.
9. Menningarnótt í Reykjavík.
Áður en gengið var til dagskrár leitaði formaður samþykkis fundarins á því að Sigurður Árnason sitji fundinn þar sem bæði Gunnar Bragi Sveinsson og varamaður hans Þórdís Friðbjörnsdóttir eru fjarstödd. Ekki voru gerðar athugasemdir við það.
Í sumarleyfi sveitarstjórnar situr Snorri Styrkársson fundi byggðarráðs sem áheyrnarfulltrúi og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir í fjarveru hans.
AFGREIÐSLUR:
1. Byggðarráð samþykkir að leysa til sín félagslega eignaríbúð að Víðigrund 26 skv. lögum þar um.
2. Byggðarráð samþykkir að laun í unglingavinnu sumarið 2002 verði hækkuð um 3#PR frá því sem var sumarið 2001.
3. Lagt fram kauptilboð í húseignina Lækjarbakka 7, Steinsstaðahverfi. Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til Húseigna Skagafjarðar ehf.
4. Byggðarráð samþykkir að það fé sem fékkst í styrk til að kaupa bifreið til afnota fyrir þjónustu við eldri borgara verði nýtt í það verkefni og félagsmálastjóra falið að fylgja málinu eftir.
5. Lagður fram kaupsamningur vegna jarðarinnar Hof á Höfðaströnd. Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
6. Lagður fram til kynningar úrskurður Umhverfisráðuneytisins vegna mats á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar í Skagafirði.
Undir þessum lið vék Bjarni Jónsson af fundinum að eigin ósk og tók Ársæll Guðmundsson sæti hans.
Byggðarráð ræddi úrskurðinn og fleira varðandi umræddan virkjunarkost. Byggðarráð samþykkir að úrskurður Umhverfisráðneytisins verði kynntur fyrir Skipulags- og bygginganefnd, Umhverfisnefnd og Atvinnu- og ferðamálanefnd.
Bjarni Jónsson kom aftur inn á fundinn.
7. Lagt fram bréf frá Saman-hópnum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til starfsemi hópsins. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
8. Lögð fram umsögn félags- og tómstundanefndar vegna Stígamóta, en nefndin leggur til að verkefnið verði styrkt með kr. 50.000.- Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar.
9. Á fundinn kom Ómar Bragi Stefánsson til viðræðna við byggðarráð um þátttöku sv.félagsins Skagafjarðar í Menningarnótt í Reykjavík. Byggðarráð samþykkir að haldið verði áfram að vinna að málinu.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 11.2o
Elsa Jónsdóttir, ritari
Fundur 183 - 10.07. 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 10. júlí, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Sigurður Árnason auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. Einnig sat Snorri Styrkársson fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
DAGSKRÁ:
1. Innlausn félagslegrar íbúðar.
2. Hækkun launa í unglingavinnunni um 3#PR - Tillaga Félags- og
tómstundanefndar.
3. Tilboð í húseignina að Lækjarbakka 7, Steinsstaðahverfi –
framlenging á fyrra tilboði frá 14. september 2001.
4. Þjónustubíll aldraðra – Frá Gunnari Sandholt.
5. Kaupsamningur – Hof á Höfðaströnd.
6. Úrskurður Umhverfisráðuneytisins vegna mats á umhverfisáhrifum
villinganesvirkjunar í Skagafirði.
7. Saman-hópurinn. Umsókn um styrk.
8. Umsögn félags- og tómstundanefndar v/Stígamóta.
9. Menningarnótt í Reykjavík.
Áður en gengið var til dagskrár leitaði formaður samþykkis fundarins á því að Sigurður Árnason sitji fundinn þar sem bæði Gunnar Bragi Sveinsson og varamaður hans Þórdís Friðbjörnsdóttir eru fjarstödd. Ekki voru gerðar athugasemdir við það.
Í sumarleyfi sveitarstjórnar situr Snorri Styrkársson fundi byggðarráðs sem áheyrnarfulltrúi og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir í fjarveru hans.
AFGREIÐSLUR:
1. Byggðarráð samþykkir að leysa til sín félagslega eignaríbúð að Víðigrund 26 skv. lögum þar um.
2. Byggðarráð samþykkir að laun í unglingavinnu sumarið 2002 verði hækkuð um 3#PR frá því sem var sumarið 2001.
3. Lagt fram kauptilboð í húseignina Lækjarbakka 7, Steinsstaðahverfi. Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til Húseigna Skagafjarðar ehf.
4. Byggðarráð samþykkir að það fé sem fékkst í styrk til að kaupa bifreið til afnota fyrir þjónustu við eldri borgara verði nýtt í það verkefni og félagsmálastjóra falið að fylgja málinu eftir.
5. Lagður fram kaupsamningur vegna jarðarinnar Hof á Höfðaströnd. Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
6. Lagður fram til kynningar úrskurður Umhverfisráðuneytisins vegna mats á umhverfisáhrifum Villinganesvirkjunar í Skagafirði.
Undir þessum lið vék Bjarni Jónsson af fundinum að eigin ósk og tók Ársæll Guðmundsson sæti hans.
Byggðarráð ræddi úrskurðinn og fleira varðandi umræddan virkjunarkost. Byggðarráð samþykkir að úrskurður Umhverfisráðneytisins verði kynntur fyrir Skipulags- og bygginganefnd, Umhverfisnefnd og Atvinnu- og ferðamálanefnd.
Bjarni Jónsson kom aftur inn á fundinn.
7. Lagt fram bréf frá Saman-hópnum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til starfsemi hópsins. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
8. Lögð fram umsögn félags- og tómstundanefndar vegna Stígamóta, en nefndin leggur til að verkefnið verði styrkt með kr. 50.000.- Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar.
9. Á fundinn kom Ómar Bragi Stefánsson til viðræðna við byggðarráð um þátttöku sv.félagsins Skagafjarðar í Menningarnótt í Reykjavík. Byggðarráð samþykkir að haldið verði áfram að vinna að málinu.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 11.2o
Elsa Jónsdóttir, ritari