Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

186. fundur 14. ágúst 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 186 - 14.08. 2002

 
Ár 2002, miðvikudaginn 14. ágúst, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
            Mættir voru: Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. Einnig sat Snorri Styrkársson fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

DAGSKRÁ:
  
1.            Kynning á hugmyndum hestamannafélaga í Skagafirði.
    2.            Ósk um úthlutun á byggðakvóta Byggðastofnunar.
    3.            Umsókn um leyfi til rekstrar gistiskála í Víðilundi 7, í landi Víðimels.
    4.            Landsbyggðin lifir – kynning.
    5.            Landsmót UMFÍ – Umræður með stjórn UMFÍ.
    6.            Fundargerðir nefnda:
           
a.       Fræðslu og menningarnefnd 12.08. 2002.
AFGREIÐSLUR:
                 1.            Fulltrúar hestamannafélaganna í Skagafirði komu á fundinn og kynntu hugmyndir sínar um Landsmót hestamanna.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið taki þátt með hestamannafélögunum í Skagafirði að sækja um Landsmót hestamanna 2006.
                  2.            Lögð fram bréf frá Bergeyjunni ehf., Hofsósi, dagsett 9. júlí 2002 og 5. ágúst 2002, varðandi ósk um úthlutun á byggðakvóta Byggðastofnunar.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
                  3.            Lagt fram bréf frá sýslumanni dagsett 7. ágúst 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Orlofshúsa við Varmahlíð ehf. um leyfi til að reka gistiskála í Víðilundi 7 í landi Víðimels.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
                  4.            Lagt fram bréf frá nýjum samtökum um byggðamál - Landsbyggðin lifir, dagsett 21. júlí 2002, þar sem spurt er eftir hvort sveitarfélagið vilji greiða ferðakostnað fyrir formann LBL til að halda kynningarfund á starfseminni í haust.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
                  5.            Fulltrúar UMFÍ, fjárlaganefndar Alþingis, fulltrúi UMSS og starfsmaður félags- og tómstundanefndar komu á fundinn til viðræðna um Landsmót UMFÍ 2004.
                  6.            Lögð fram til afgreiðslu eftirfarandi fundagerð:
    a.       Fræðslu- og menningarnefnd 12.08. 2002.

Fundargerðin samþykkt.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1245