Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

196. fundur 23. október 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 196 - 23.10. 2002


Ár 2002, miðvikudaginn 23. október, kom byggðarráð saman til fundar að Löngumýri kl. 1000.
  
         Mættir voru: Gísli Gunnarsson,  Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
            1.            Skagfirsk skíði ehf.
           
2.            Frárennslismál á Hofsósi
            3.            Umsókn um styrk vegna flutnings bátsins Týs SK 33
            4.            Boðun hluthafafundar Tækifæris hf.
            5.            Drög að samningi um Náttúrustofu Norðurlands vestra
            6.            Fjármálaráðstefna sveitarfélaga
            7.            Kynnt svarbréf sveitarstjóra vegna fyrirspurna um byggðakvóta
            8.            Aðalfundur FSNV – miðstöðvar símenntunar
            9.            Kynntar fundargerðir
                    -         Samstarfsnefnd LN og leikskólakennara
                    -         Samstarfsnefnd LN og Starfsgreinasambands Íslands
                    -         Samstarfsnefnd LN og Stéttarfélags sálfræðinga
AFGREIÐSLUR:
1.      Málefni Skagfirskra skíða ehf.  Áður á dagskrá 18. september 2002.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með formanni skíðadeildar Umf. Tindastóls.
2.      Frárennslismál á Hofsósi rædd.
Byggðarráð samþykkir að framkvæmdir við endurnýjun á rotþró í Kvosinni fari fram.
3.      Lagt fram bréf frá félagi áhugamanna um minjasafn, dagsett 11. október 2002, varðandi erindi um styrk Sveitarfélagsins Skagafjarðar til Síldarminjasafnsins á Siglufirði vegna flutnings og varðveislu Týs SK 33.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Síldarminjasafnið á Siglufirði um kr. 750.000 vegna flutningsins.
4.      Lagt fram bréf frá Tækifæri hf., dagsett 16. október 2002, um hluthafafund þann 7. nóvember nk.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
5.      Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 18. október 2002, ásamt drögum að samningi um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því við ráðuneytið að fá lengri tíma en til 4. nóvember nk. til að afgreiða þetta mál.  Einnig vísar byggðarráð þessum samningsdrögum til umhverfisnefndar og stjórnar SSNV til umsagnar.  Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með Þorsteini Sæmundssyni forstöðumanni Náttúrustofu Norðurlands vestra um málefni stofnunarinnar.
6.      Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 19. október 2002, varðandi dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2002, dagana 7. og 8. nóvember nk.
7.      Lagt fram til kynningar bréf sveitarstjóra þar sem fyrirspurnum Gunnars Braga Sveinssonar um byggðakvóta er svarað.
8.      Kynnt boð um aðalfund FSNV – miðstöðvar símenntunar  fyrir starfsárið 2001-2002, þann 28. október nk.
9.      Kynntar eftirfarandi fundargerðir:
a)      56. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Félags
        leikskólakennara.
b)      9. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands
        Íslands.
c)      14. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags
        sálfræðinga á Íslandi.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1140