Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 197 – 30.10. 2002
Ár 2002, miðvikudaginn 30. október, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
1. Fiskeldismál – fulltrúar Hólaskóla og FISK koma á fundinn og kynna
framtíðaráform
2. Erindi frá Sægulli ehf. – Gunnar M. Hansson kemur á fundinn
3. Náttúrustofa Norðurlands vestra – Þorsteinn Sæmundsson kemur á fundinn
4. Sorpvinnslumál
5. Innlausn á félagslegri íbúð
6. Bréf og kynntar fundargerðir
- Úthlutun tekjujöfnunarframlaga 2002
- Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2002
- Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
- Bréf frá Heilbrigðiseftirlitinu
- Fundargerð 182. fundar Launanefndar sveitarfélaga
AFGREIÐSLUR:
1. Fulltrúar Hólaskóla, Skúli Skúlason og Helgi Thorarensen auk Jóns E. Friðrikssonar framkv.stj. Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. komu á fund byggðarráðs til viðræðna um fiskeldismál. Viku þeir svo af fundi.
2. Gunnar M. Hansson frá Sægulli ehf. kom á fundinn og ræddi málefni sem tengjast gjaldþroti Máka hf. og vék hann síðan af fundi.
3. Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra og Jóhann Svavarsson formaður stjórnar stofnunarinnar komu á fundinn og kynntu starfsemi stofnunarinnar fyrir byggðarráðsmönnum. Þeir félagar véku síðan af fundi.
4. Sorpvinnslumál.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar.
5. Innlausn á félagslegri íbúð.
Byggðarráð samþykkir að innleysa félagslega íbúð að Laugatúni 3 nh., Sauðárkróki.
6. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 21. október 2002 þar sem fram kemur úthlutun tekujöfununarframlaga 2002.
b) Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 21. október 2002, þar sem tilkynnt er um úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ 2002 til atvinnu- og ferðamálanefndar að upphæð kr. 400.000 til verkefnis að þróa aðferðir til að mæla margfeldisáhrif ferðaþjónustu.
c) Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 18. október 2002 varðandi skil á fjárhagsáætlun 2002 og þriggja ára áætlun 2003-2005 á formi sem samræmist nýjum reglum um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga.
d) Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsett 21. október 2002, varðandi Árskóla við Skagfirðingabraut.
e) Lögð fram fundargerð 182. fundar Launanefndar sveitarfélaga.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1240
Margeir Friðriksson, ritari.
Fundur 197 – 30.10. 2002
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
1. Fiskeldismál – fulltrúar Hólaskóla og FISK koma á fundinn og kynna
framtíðaráform
2. Erindi frá Sægulli ehf. – Gunnar M. Hansson kemur á fundinn
3. Náttúrustofa Norðurlands vestra – Þorsteinn Sæmundsson kemur á fundinn
4. Sorpvinnslumál
5. Innlausn á félagslegri íbúð
6. Bréf og kynntar fundargerðir
- Úthlutun tekjujöfnunarframlaga 2002
- Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2002
- Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
- Bréf frá Heilbrigðiseftirlitinu
- Fundargerð 182. fundar Launanefndar sveitarfélaga
AFGREIÐSLUR:
1. Fulltrúar Hólaskóla, Skúli Skúlason og Helgi Thorarensen auk Jóns E. Friðrikssonar framkv.stj. Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. komu á fund byggðarráðs til viðræðna um fiskeldismál. Viku þeir svo af fundi.
2. Gunnar M. Hansson frá Sægulli ehf. kom á fundinn og ræddi málefni sem tengjast gjaldþroti Máka hf. og vék hann síðan af fundi.
3. Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra og Jóhann Svavarsson formaður stjórnar stofnunarinnar komu á fundinn og kynntu starfsemi stofnunarinnar fyrir byggðarráðsmönnum. Þeir félagar véku síðan af fundi.
4. Sorpvinnslumál.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar.
5. Innlausn á félagslegri íbúð.
Byggðarráð samþykkir að innleysa félagslega íbúð að Laugatúni 3 nh., Sauðárkróki.
6. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 21. október 2002 þar sem fram kemur úthlutun tekujöfununarframlaga 2002.
b) Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dagsett 21. október 2002, þar sem tilkynnt er um úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ 2002 til atvinnu- og ferðamálanefndar að upphæð kr. 400.000 til verkefnis að þróa aðferðir til að mæla margfeldisáhrif ferðaþjónustu.
c) Lagt fram til kynningar bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 18. október 2002 varðandi skil á fjárhagsáætlun 2002 og þriggja ára áætlun 2003-2005 á formi sem samræmist nýjum reglum um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga.
d) Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsett 21. október 2002, varðandi Árskóla við Skagfirðingabraut.
e) Lögð fram fundargerð 182. fundar Launanefndar sveitarfélaga.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1240
Margeir Friðriksson, ritari.