Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

200. fundur 22. nóvember 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 200 – 22.11. 2002
Ár 2002, föstudaginn 22. nóvember, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu
kl. 1000.
            Mættir voru: Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
                 
1.           
Erindi frá Dögun ehf. – Ágúst Guðmundsson frkv.stj. kemur á fundinn
                 
2.           
Umsókn um styrk vegna 75 ára afmælis Skógræktarfélags Skagafjarðar 2003
                 
3.           
Undirskriftarlistar vegna aksturs skólabarna til og frá grunnskólunum á Hofsósi
                  og Hólum

                 
4.           
Styrkumsókn vegna Snorraverkefnisins
                 
5.           
Umsókn frá Kvennaathvarfi um rekstrarstyrk
                 
6.           
Umboð til LN vegna samninga við forstöðumann Náttúrustofu
                  Norðurlands vestra

                 
7.           
Fjárhagsáætlun 2002 á nýju formi
                 
8.           
Bréf og kynntar fundargerðir
                    -        
Fundargerð 183. fundar Launanefndar sveitarfélaga
                    -        
Fundargerð 698. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
                    -        
Frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu vegna framsals einkaleyfis til að
                          starfrækja hitaveitu í sveitarfélaginu
 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Framkvæmdastjóri Dögunar ehf., Ágúst Guðmundsson kom á fund byggðarráðs til viðræðna um málefni fyrirtækisins.  Erindi fyrirtækisins áður á dagskrá 13. nóvember 2002.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra ganga frá samkomulagi við Dögun ehf. um greiðslu á gatnagerðarskuld. 
2.      Lögð fram umsókn frá Skógræktarfélgi Skagafjarðar, dagsett 3. nóvember 2002 um styrk vegna 75 ára afmælis félagsins 2003.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa skógræktarfélagsins. 
3.      Lagðir fram undirskriftarlistar vegna aksturs skólabarna til og frá grunnskólunum á Hofsósi og Hólum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu og telur að samkvæmt reglum sveitarfélagsins sé jafnræðis gætt varðandi skólaakstur í dreifbýlinu. 
4.      Lagt fram bréf frá Snorraverkefninu, dagsett 1. nóvember 2002, varðandi stuðning sumarið 2003.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar fræðslu- og menningarnefndar og til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003. 
5.      Lagt fram bréf frá Samtökum um kvennaathvarf, dagsett 31. október 2002, varðandi umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2003.
      Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. 
6.      Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að fela Launanefnd sveitarfélaga umboð til þess að gera kjarasamning vegna forstöðumanns Náttúrustofu Norðurlands vestra 
7.      Fjármálastjóri lagði fram til kynningar fjárhagsáætlun ársins 2002 á nýju formi. 
8.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lögð fram til kynningar fundargerð 183. fundar Launanefndar sveitarfélaga.
b)      Lögð fram til kynningar fundargerð 698. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
c)      Lagt fram til kynningar bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu dagsett 6. nóvember 2002, þar sem ráðuneytið fellst á framsal Sveitarfélagsins Skagafjarðar á einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu í sveitarfélaginu til Skagafjarðarveitna ehf. 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1225

                                                          
Margeir Friðriksson, ritari.