Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

202. fundur 04. desember 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 202 – 04.12.2002
Ár 2002, miðvikudaginn 4. desember, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
  
                  1.           
Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda og gjaldskrá fyrir sorphirðu og
                    sorpurðun

  
                  2.           
Vatnsskattur og aukavatnsgjald 2003
  
                  3.           
Rafrænt samfélag. Erindi frá Byggðastofnun
  
                  4.           
Trúnaðarmál
  
                  5.           
Bréf frá stjórn Íbúasamtakanna út að austan vegna framtíðarnotkunar
                    Brimnesskóga/Kolkuóssvæðis

  
                  6.           
Bréf og kynntar fundargerðir
                    -        
Fundargerðir 19. stjórnarfundar og 6. ársfundar Samtaka
                          sveitarfélaga á köldum svæðum og skýrsla stjórnar starfsárið
                          2001-2002.

                    -        
Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda og gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar. 
2.      Lagt fram bréf frá Skagafjarðarveitum ehf., dagsett 29. nóvember 2002, þar sem fram kemur eftirfarandi samþykkt stjórnar félagsins frá 28. nóvember 2002:  “Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. leggur til við byggðarráð að vatnsskattur fyrir árið 2003 verði eftirfarandi:  Álagningarprósenta verði óbreytt þ.e. 0,15#PR af fasteignamati, lágmarksgjald pr. rúmmetra hækki um eina krónu og verði kr. 22,00 og hámarksgjald pr. rúmmetra hækki um eina krónu og verði kr. 26,00.  Einnig er lagt til að aukavatnsgjald hækki um fimmtíu aura úr kr. 12,00 í kr. 12,50 pr. rúmmeter.”
Byggðarráð samþykkir tillögu stjórnar Skagafjarðarveitna ehf.  
3.      Lagt fram bréf frá Byggðastofnun, dagsett 27. nóvember 2002 um verkefnið “Rafrænt samfélag”.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar. 
4.      Sjá trúnaðarbók. 
5.      Lagt fram bréf frá stjórn Íbúasamtakanna út að austan vegna framtíðarnotkunar Brimnesskóga/Kolkuóssvæðis, dagsett 21. nóvember 2002.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar og atvinnu- og ferðamálanefndar. 
6.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagðar fram til kynningar fundargerðir 19. fundar stjórnar Samtaka
      sveitarfélaga á köldum svæðum og 6. ársfundar Samtaka sveitarfélaga
      á köldum svæðum.
b)      Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands
      vestra fyrir árið 2003.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1210
                                                     Margeir Friðriksson, ritari.