Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 205 – 10.01. 2003
Ár 2003, föstudaginn 10. janúar, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu
kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Snorri Styrkársson
auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
1. Fjárhagsáætlun 2003
2. Skipurit sveitarfélagsins
3. Ráðningarsamningar sviðstjóra
4. Erindi frá Höfða ehf.
5. Forkaupsréttur vegna sölu á fiskiskipi og kvóta
6. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki – mótframlag vegna tækjakaupa
7. Samningur um starfsmann INVEST á Sauðárkróki
8. Erindi frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar
9. Aðilaskipti kaupenda að jörðini Miðdal
10. Erindi frá stjórn Húseigna Skagafjarðar ehf.
11. Samningur um könnun á raforkuverði
12. Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Stjórnarfundur INVEST 13. desember 2002
b) Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá
19. desember 2002
c) Bréf frá Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra
d) Bréf frá Ungmennafélagi Íslands
e) Þakkarbréf frá Síldarminjasafninu á Siglufirði
f) Samþykktir Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar hsf.
AFGREIÐSLUR:
1. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og fyrirtækja fyrir árið 2003.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun A-hluta sveitarsjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar eins og hún liggur fyrir til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Einnig samþykkir byggðarráð að vísa fjárhagsáætlunum Hafnarsjóðs Skagafjarðar, Skagafjarðarveitna ehf., Fráveitu Skagafjarðar, Félagsíbúða Skagafjarðar og Húseigna Skagafjarðar ehf. til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
2. Sveitarstjóri kynnti greinargerð með útfærslu á skipuriti Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
3. Sveitarstjóri kynnti ráðningarsamninga sviðstjóra. Ritari vék af fundi um stund.
Byggðarráð samþykkir að ráða Margeir Friðriksson sviðstjóra fjármálasviðs, Elsu Jónsdóttur sviðstjóra eignarsjóðs, Gunnar Sandholt sviðstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs og Hallgrím Ingólfsson sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
4. Lagt fram bréf frá Höfða ehf., dagsett 09.01. 2003, um málefni félagsins.
Byggðarráð samþykkir að veita Höfða ehf. fyrirgreiðslu fyrir allt að kr. 5.000.000 á árinu sem greiðist upp haustið 2003, gegn því að aðrir hluthafar leggi framlag til jafns við sveitarfélagið.
5. Lagt fram bréf frá Skipamiðluninni Bátar & Kvóti, dagsett 30. desember 2002, varðandi kaupsamning um Víkurberg SK-072, 1866 Haganesvík.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
6. Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, dagsett 27. desember 2002 varðandi mótframlag vegna tækjakaupa.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forstöðumann Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.
7. Lagður fram samningur á milli Iðnþróunafélags Norðurlands vestra (INVEST) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um staðsetningu starfsmanns og rekstur skrifstofu á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað:
“Ég fagna staðsetningu starfsmanns INVEST í Skagafirði, en lýsi áhyggjum yfir því að ekki liggi fyrir hver kostnaður sveitarfélagsins verði af starfseminni.”
8. Lagt fram bréf frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar, dagsett 23. desember 2002, þar sem óskað er eftir afslætti af B-gatnagerðargjaldi vegna áformaðar byggingar á fjölbýlishúsi sunnan og austan við Ábæ.
Byggðaráð samþykkir að veita samsvarandi afslátt af B-gatnagerðargjöldum vegna þessarar byggingar og Búhöldar hsf. hafa fengið af sínum framkvæmdum. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
9. Lagt fram bréf frá Fasteignamiðstöðinni, dagsett 19. desember 2002, varðandi aðilaskipti vegna sölu á jörðinni Miðdal. Áður á dagskrá byggðarráðs 11. desember 2002.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við aðilaskiptin og stendur ákvörðun frá
11. desember sl. um að nýta ekki forkaupsréttinn.
10. Stjórnarfundur Húseigna Skagafjarðar ehf. 18. nóvember 2002 lagði til við sveitarstjórn að færa húseignir og skuldir félagsins í eignasjóð sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að kaupa allar eignir Húseigna Skagafjarðar ehf. og
yfirtaka allar skuldir félagsins í árslok 2002.
11. Lögð fram samningsdrög við Hring hf. um könnun á raforkuverði
Byggðarráð samþykkir fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Hring hf.
12. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Kynnt fundargerð stjórnar INVEST frá 13. desember 2002.
b) Kynntar fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum og fundar stjórnar með starfsmönnum Orkustofnunar þann 6. desember 2002.
c) Kynnt bréf frá Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra.
d) Kynnt bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 10. desember 2002.
e) Kynnt þakkarbréf frá Félagi áhugamanna um minjasafn, dagsett 4. desember 2002, vegna styrks til Síldarminjasafnsins á Siglufirði.
f) Kynntar samþykktir Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar hsf.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1327
Fundur 205 – 10.01. 2003
kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Snorri Styrkársson
auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
1. Fjárhagsáætlun 2003
2. Skipurit sveitarfélagsins
3. Ráðningarsamningar sviðstjóra
4. Erindi frá Höfða ehf.
5. Forkaupsréttur vegna sölu á fiskiskipi og kvóta
6. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki – mótframlag vegna tækjakaupa
7. Samningur um starfsmann INVEST á Sauðárkróki
8. Erindi frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar
9. Aðilaskipti kaupenda að jörðini Miðdal
10. Erindi frá stjórn Húseigna Skagafjarðar ehf.
11. Samningur um könnun á raforkuverði
12. Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Stjórnarfundur INVEST 13. desember 2002
b) Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá
19. desember 2002
c) Bréf frá Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra
d) Bréf frá Ungmennafélagi Íslands
e) Þakkarbréf frá Síldarminjasafninu á Siglufirði
f) Samþykktir Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar hsf.
AFGREIÐSLUR:
1. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og fyrirtækja fyrir árið 2003.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun A-hluta sveitarsjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar eins og hún liggur fyrir til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Einnig samþykkir byggðarráð að vísa fjárhagsáætlunum Hafnarsjóðs Skagafjarðar, Skagafjarðarveitna ehf., Fráveitu Skagafjarðar, Félagsíbúða Skagafjarðar og Húseigna Skagafjarðar ehf. til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
2. Sveitarstjóri kynnti greinargerð með útfærslu á skipuriti Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
3. Sveitarstjóri kynnti ráðningarsamninga sviðstjóra. Ritari vék af fundi um stund.
Byggðarráð samþykkir að ráða Margeir Friðriksson sviðstjóra fjármálasviðs, Elsu Jónsdóttur sviðstjóra eignarsjóðs, Gunnar Sandholt sviðstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs og Hallgrím Ingólfsson sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
4. Lagt fram bréf frá Höfða ehf., dagsett 09.01. 2003, um málefni félagsins.
Byggðarráð samþykkir að veita Höfða ehf. fyrirgreiðslu fyrir allt að kr. 5.000.000 á árinu sem greiðist upp haustið 2003, gegn því að aðrir hluthafar leggi framlag til jafns við sveitarfélagið.
5. Lagt fram bréf frá Skipamiðluninni Bátar & Kvóti, dagsett 30. desember 2002, varðandi kaupsamning um Víkurberg SK-072, 1866 Haganesvík.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
6. Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, dagsett 27. desember 2002 varðandi mótframlag vegna tækjakaupa.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forstöðumann Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.
7. Lagður fram samningur á milli Iðnþróunafélags Norðurlands vestra (INVEST) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um staðsetningu starfsmanns og rekstur skrifstofu á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað:
“Ég fagna staðsetningu starfsmanns INVEST í Skagafirði, en lýsi áhyggjum yfir því að ekki liggi fyrir hver kostnaður sveitarfélagsins verði af starfseminni.”
8. Lagt fram bréf frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar, dagsett 23. desember 2002, þar sem óskað er eftir afslætti af B-gatnagerðargjaldi vegna áformaðar byggingar á fjölbýlishúsi sunnan og austan við Ábæ.
Byggðaráð samþykkir að veita samsvarandi afslátt af B-gatnagerðargjöldum vegna þessarar byggingar og Búhöldar hsf. hafa fengið af sínum framkvæmdum. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
9. Lagt fram bréf frá Fasteignamiðstöðinni, dagsett 19. desember 2002, varðandi aðilaskipti vegna sölu á jörðinni Miðdal. Áður á dagskrá byggðarráðs 11. desember 2002.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við aðilaskiptin og stendur ákvörðun frá
11. desember sl. um að nýta ekki forkaupsréttinn.
10. Stjórnarfundur Húseigna Skagafjarðar ehf. 18. nóvember 2002 lagði til við sveitarstjórn að færa húseignir og skuldir félagsins í eignasjóð sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að kaupa allar eignir Húseigna Skagafjarðar ehf. og
yfirtaka allar skuldir félagsins í árslok 2002.
11. Lögð fram samningsdrög við Hring hf. um könnun á raforkuverði
Byggðarráð samþykkir fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Hring hf.
12. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Kynnt fundargerð stjórnar INVEST frá 13. desember 2002.
b) Kynntar fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum og fundar stjórnar með starfsmönnum Orkustofnunar þann 6. desember 2002.
c) Kynnt bréf frá Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra.
d) Kynnt bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 10. desember 2002.
e) Kynnt þakkarbréf frá Félagi áhugamanna um minjasafn, dagsett 4. desember 2002, vegna styrks til Síldarminjasafnsins á Siglufirði.
f) Kynntar samþykktir Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar hsf.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1327