Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 208 – 31.01. 2003
Ár 2003, föstudaginn 31. janúar, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson, auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
1. Fjárhagsáætlun
2. Lántaka til skuldbreytinga
3. Tilnefning í byggðahóp Kaupfélags Skagfirðinga
4. Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn
5. Erindi frá Köge
6. Tilnefning í starfskjaranefnd
7. Samningur við Hring ehf. um úttekt á raforkuverði
8. Málefni Bifrastar
9. Kauptilboð
10. Bréf og kynntar fundargerðir.
a. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
b. Bréf frá bæjarstjóra Blönduóss
c. Bréf frá Grósku
d. Fundargerð stjórnar INVEST 24. janúar 2003
AFGREIÐSLUR:
1. Fjárhagsáætlun ársins 2003 rædd.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð eru rekstrartekjur 1.477.845 þús.kr. og rekstrargjöld 1.519.240 þús.kr., fjármagnsliðir jákvæðir um 45.975 þús. kr. Aðrir sjóðir í A-hluta; eignasjóður og þjónustumiðstöð, rekstrartekjur 246.303 þús.kr., rekstrargjöld 179.592 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 105.796 þús.kr. Fjárfesting ársins 70.300 þús.kr. B-hluta stofnanir og fyrirtæki, Hafnarsjóður Skagafjarðar, Fráveita Skagafjarðar, Félagsíbúðir Skagafjarðar og Skagafjarðarveitur ehf.; rekstrartekjur 237.431 þús.kr., rekstrargjöld 206.618 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 75.026 þús.kr. Fjárfesting ársins 77.700 þús.kr. og áætlað söluverð eigna 63.800 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins; A-hluta og B-hluta, fyrir árið 2003 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
2. Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að sótt verði um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga til skuldbreytinga hjá aðalsjóði að upphæð kr. 50.000.000, vegna framkvæmda eignasjóðs kr. 50.000.000 og til fráveituframvæmda að upphæð kr. 10.000.000. Til tryggingar lánunum verði skatttekjur sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu liðarins.
3. Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, dagsett 27. janúar 2003 varðandi myndun undirbúningshóps er geri tillögu að markmiðum er stefna beri að gerð sérstakrar byggðaáætlunar fyrir Skagafjörð til næstu 10 ára. Erindið áður á dagskrá byggðarráðs 8. maí 2002.
Byggðarráð samþykkir að skipa tvo menn í hópinn á næsta sveitar-
stjórnarfundi.
4. Tillaga frá Snorra Styrkárssyni um þátttöku í verkefninu “Rafrænt samfélag”. Vísað frá sveitarstjórn 14. janúar 2003 til byggðarráðs.
Þetta mál var á dagskrá sveitarstjórnar 14. janúar 2003 þar sem fundar
gerðir byggðarráðs frá 20. desember 2002 og atvinnu- og ferðamálanefndar
frá 7. janúar 2003 voru samþykktar og vísast til þeirra. Að mati byggðarráðs
er því þessi tillaga er óþörf.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa
liðar.
5. Lagt fram til kynningar bréf frá Köge Kommune, dagsett 21. janúar 2003, um boð á þátttöku í ráðstefnunni “Twin City Conference on Equal Opportunities” 20.-21. mars 2003.
6. Byggðarráð samþykkir að tilnefna Gísla Gunnarsson í starfskjaranefnd.
7. Lagður fram samningur við Hring ehf. um úttekt á raforkuverði.
Byggðarráð samþykkir ofangreindan samning.
8. Málefni Bifrastar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við formann hússtjórnar Bifrastar.
9. Lagt fram kauptilboð í Raftahlíð 44.
Byggðarráð samþykkir tilboðið.
10. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytingu dagsett 27. janúar 2003, þar sem sveitarfélaginu er gefinn frestur til 10. febrúar 2003 að skila inn fjárhagsáætlun 2003.
b) Lagt fram bréf frá Blönduóssbæ, dagsett 27. janúar 2003 um fund fulltrúa Blönduóssbæjar, Höfðahrepps og Skagafjarðar.
c) Lagt fram bréf ódagsett bréf frá Grósku, þar sem sveitarstjórnarfulltrúum er boðið á árlegt þorramót félagsins í boccia.
d) Lögð fram fundargerð stjórnar INVEST frá 24. janúar 2003.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1200
Margeir Friðriksson, ritari.
Fundur 208 – 31.01. 2003
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson, auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
1. Fjárhagsáætlun
2. Lántaka til skuldbreytinga
3. Tilnefning í byggðahóp Kaupfélags Skagfirðinga
4. Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn
5. Erindi frá Köge
6. Tilnefning í starfskjaranefnd
7. Samningur við Hring ehf. um úttekt á raforkuverði
8. Málefni Bifrastar
9. Kauptilboð
10. Bréf og kynntar fundargerðir.
a. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
b. Bréf frá bæjarstjóra Blönduóss
c. Bréf frá Grósku
d. Fundargerð stjórnar INVEST 24. janúar 2003
AFGREIÐSLUR:
1. Fjárhagsáætlun ársins 2003 rædd.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð eru rekstrartekjur 1.477.845 þús.kr. og rekstrargjöld 1.519.240 þús.kr., fjármagnsliðir jákvæðir um 45.975 þús. kr. Aðrir sjóðir í A-hluta; eignasjóður og þjónustumiðstöð, rekstrartekjur 246.303 þús.kr., rekstrargjöld 179.592 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 105.796 þús.kr. Fjárfesting ársins 70.300 þús.kr. B-hluta stofnanir og fyrirtæki, Hafnarsjóður Skagafjarðar, Fráveita Skagafjarðar, Félagsíbúðir Skagafjarðar og Skagafjarðarveitur ehf.; rekstrartekjur 237.431 þús.kr., rekstrargjöld 206.618 þús.kr., fjármagnsliðir neikvæðir um 75.026 þús.kr. Fjárfesting ársins 77.700 þús.kr. og áætlað söluverð eigna 63.800 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins; A-hluta og B-hluta, fyrir árið 2003 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
2. Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að sótt verði um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga til skuldbreytinga hjá aðalsjóði að upphæð kr. 50.000.000, vegna framkvæmda eignasjóðs kr. 50.000.000 og til fráveituframvæmda að upphæð kr. 10.000.000. Til tryggingar lánunum verði skatttekjur sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu liðarins.
3. Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, dagsett 27. janúar 2003 varðandi myndun undirbúningshóps er geri tillögu að markmiðum er stefna beri að gerð sérstakrar byggðaáætlunar fyrir Skagafjörð til næstu 10 ára. Erindið áður á dagskrá byggðarráðs 8. maí 2002.
Byggðarráð samþykkir að skipa tvo menn í hópinn á næsta sveitar-
stjórnarfundi.
4. Tillaga frá Snorra Styrkárssyni um þátttöku í verkefninu “Rafrænt samfélag”. Vísað frá sveitarstjórn 14. janúar 2003 til byggðarráðs.
Þetta mál var á dagskrá sveitarstjórnar 14. janúar 2003 þar sem fundar
gerðir byggðarráðs frá 20. desember 2002 og atvinnu- og ferðamálanefndar
frá 7. janúar 2003 voru samþykktar og vísast til þeirra. Að mati byggðarráðs
er því þessi tillaga er óþörf.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa
liðar.
5. Lagt fram til kynningar bréf frá Köge Kommune, dagsett 21. janúar 2003, um boð á þátttöku í ráðstefnunni “Twin City Conference on Equal Opportunities” 20.-21. mars 2003.
6. Byggðarráð samþykkir að tilnefna Gísla Gunnarsson í starfskjaranefnd.
7. Lagður fram samningur við Hring ehf. um úttekt á raforkuverði.
Byggðarráð samþykkir ofangreindan samning.
8. Málefni Bifrastar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við formann hússtjórnar Bifrastar.
9. Lagt fram kauptilboð í Raftahlíð 44.
Byggðarráð samþykkir tilboðið.
10. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytingu dagsett 27. janúar 2003, þar sem sveitarfélaginu er gefinn frestur til 10. febrúar 2003 að skila inn fjárhagsáætlun 2003.
b) Lagt fram bréf frá Blönduóssbæ, dagsett 27. janúar 2003 um fund fulltrúa Blönduóssbæjar, Höfðahrepps og Skagafjarðar.
c) Lagt fram bréf ódagsett bréf frá Grósku, þar sem sveitarstjórnarfulltrúum er boðið á árlegt þorramót félagsins í boccia.
d) Lögð fram fundargerð stjórnar INVEST frá 24. janúar 2003.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1200
Margeir Friðriksson, ritari.