Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

210. fundur 12. febrúar 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 210 – 12.02. 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 12. febrúar, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1100.
  
         Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
        1.            Kjartan Lárusson – kynning á Markaðsskrifstofu Norðurlands
        2.            Ályktun byggðarráðs vegna ákvörðunar Veiðimálastofnunar
        3.            Beiðni um umsögn um frumvörp frá iðnaðarnefnd Alþingis
                4.            Samningur um rekstur ferðaþjónustu á Steinsstöðum 2003
        5.            Niðurfelling fasteignagjalda
        6.            Bréf og kynntar fundargerðir.
                a)         Hafnasamband sveitarfélaga, bréf frá 31. janúar 2003 –
                        umsókn um Bláfánann.
                b)        
Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl., dagsett 6. febrúar 2003.
AFGREIÐSLUR:
1.      Á fund byggðarráðs komu Kjartan Lárusson, Ásbjörn Björgvinsson ásamt Páli frá Ferðamálasamtökum Norðurlands eystra og kynntu Markaðskrifstofu Norðurlands og þau verkefni sem stofnunin getur sinnt fyrir sveitarfélögin.
2.      Bjarni Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Rætt um mál Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar að Hólum í Hjaltadal.
Byggðarráð samþykkir að eiga fund með Sigurði Guðjónssyni framkvæmdastjóra um  starfsemi stofnunarinnar.
3.      Lagt fram til kynningar bréf frá iðnaðarnefnd Alþingis, dagsett 5. febrúar 2003, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til raforkulaga, 462. mál heildarlög, EES-reglur, og breytingar á ýmsum lögum á orkusviði, 463. mál.
4.      Lagður fram samningur við Kristján Kristjánsson um rekstur ferðaþjónustu á Steinsstöðum sumarið 2003.
Byggðarráð samþykkir ofangreindan samning.
5.      Sjá trúnaðarbók.
6.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a.       Kynnt bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga, dagsett 31. janúar 2003,
        varðandi umsókn um Bláfánann.
        Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til samgöngunefndar.
b.      Kynnt bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl., dagsett 6. febrúar 2003,
        þar sem hann annars vegar segir sig úr barnaverndarnefnd Skagafjarðar
        og hins vegar ítrekar hann tillögu að samningi um vinnu fyrir Sveitarfélagið
        Skagafjörð.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1420