Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 211 – 19.02. 2003
Ár 2003, miðvikudaginn 19. febrúar, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.Fundur 211 – 19.02. 2003
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
1. Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar
Sauðárkróki kemur og ræðir málefni stofnunarinnar
2. Samningur um sölu á hlut sveitarfélagsins í Atvinnuþróunarfélagi
Skagafjarðar hf . – Hring
3. Bréf frá Guðmundi Óla Pálssyni
4. Samningur um sölu áhaldahúss
5. Rafrænt samfélag
6. Undirskriftalisti – óskir um endurbætur á aðstöðu í Sundlaug Sauðárkróks
7. Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Bréf frá Úrvinnslusjóði
b) Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Umhverfisverðlaun
“Nations in Bloom”
c) Fundargerðir stjórnar SSNV frá 05.12. 2002 og 22.01. 2003
d) Funargerð 29. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra
e) Fundargerðir 14. og 15. fundar stjórnar Skagafjarðarveitna ehf.
AFGREIÐSLUR:
1. Á fund byggðarráðs kom Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki til viðræðna um málefni stofnunarinnar.
2. Lagðir fram samningar um sölu á hlut sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna ehf. í Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar hf. – Hring til Kristbjörns J. Bjarnasonar og Lárusar D. Pálssonar ásamt samkomulagi um uppgjör á milli sveitarfélagsins og Hrings hf
Byggðarráð samþykkir ofangreinda samninga og samkomulag.
3. Lagt fram bréf frá Guðmundi Óla Pálssyni, dagsett 14. febrúar 2003, þar sem hann hann óskar eftir að kaupa húsnæði Vöku ehf, að Borgarflöt 1.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Guðmund Óla í samráði við hlutaðeigandi aðila.
4. Lagður fram til kynningar kaupsamningur og afsal milli sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna ehf. um fasteignina Borgarteig 13.
5. Lagt fram sameiginlegt bréf dagsett 18. febrúar 2003 frá Hring hf., Fjölneti hf., Arkitekt Árna, Hinum sömu sf., Hvítu og svörtu ehf., Verkfræðistofunni Stoð ehf og Farskóla Norðurlands vestra um verkefnið “Rafrænt samfélag”.
Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður standi að sameiginlegri umsókn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Jafnframt verði sveitarfélagið við þeirri ósk ofangreindra fyrirtækja að styðja umsókn þeirra um verkefnið “Rafrænt samfélag”.
Gunnar Bragi Sveinsson situr hjá við samþykkt samstarfs við SSNV en styður erindi fyrirtækjanna og leggur fram svohljóðandi bókun:
Formlegt erindi frá SSNV hefur ekki verið lagt fyrir byggðarráð og því ekki hægt að taka afstöðu til þess. Þá er sá tími sem til stefnu er afar stuttur og vafamál að vönduð umsókn nái fram að ganga á þeim tíma. Þá er það skoðun undirritaðs að verkefnið fái betri framgang og meira sitji eftir sé því beint á ákveðið sveitarfélag frekar en mörg sveitarfélög. Þá skal á það bent að sveitarstjórn hefur samþykkt ákveðið ferli sem fara ber eftir varðandi umsókn. Hins vegar tel ég eðlilegt að önnur sveitarfélög fái að fylgjast með verkefninu í Skagafirði og reynslu og þekkingu sem af verkefninu skapast verði miðlað til þeirra fái Skagafjörður að taka þátt í því.
6. Lagður fram undirskriftarlisti frá 21 sundlaugargesti vegna óska um endurbætur á aðstöðu í Sundlaug Sauðárkróks.
Byggðarráð samþykkir er fela tæknideild sveitarfélagsins að koma þessum hlutum í lag.
7. Bréf og kynntar fundargerðir:
a. Kynnt bréf frá Úrvinnslusjóði, dagsett 11. febrúar 2003 um samstarf
Úrvinnslusjóðs og sveitarfélaga/sorpsamlaga um endurnýtingu úrgangs.
b. Kynnt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 11. febrúar 2003,
um umhverfisverðlaun “Nations in Bloom”.
c. Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSNV frá 05.12. 2002 og 22.01. 2003.
d. Lögð fram fundargerð 29. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra.
e. Fundargerðir 14. og 15. fundar stjórnar Skagafjarðarveitna ehf.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1200