Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 213 – 05.03. 2003
Ár 2003, miðvikudaginn 5. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.Fundur 213 – 05.03. 2003
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
- Tillaga að skipan starfshóps vegna byggingaframkvæmda í Skagafirði
- Fjármál Náttúrustofu Norðurlands vestra
- Kynntar umsóknir í verkefnið Rafænt samfélag
- Umsókn um styrk frá FAAS
- Fundarboð ársfundar Lífeyrissjóðs Norðurlands
- Forkaupsréttur að jörðinni Byrgisskarð
- Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgang allra landsmanna að GSM farsímakerfinu
- Útreikningur á skólaakstri Akrahrepps fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð
- Niðurfelling gjalda
- Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Stjórnarfundur INVEST 28. febrúar 2003
b) Bréf frá Orkustofnun
1. Gísli Gunnarsson leggur fram eftirfarandi tillögu um skipun starfshóps vegna byggingaframkvæmda í Skagafirði:
“Byggðarráð samþykkir að standa fyrir því að skipa starfshóp um byggingaframkvæmdir í Skagafirði. Formaður skipulags- og byggingarnefndar mun leiða starf hópsins, en í honum verða aðilar skipaðir frá sveitarfélaginu og byggingarfyrirtækjum í Skagafirði”.
Greinargerð:
Nokkur lægð er í byggingaframkvæmdum um þessar mundir og kemur samdráttur á því sviði niður á atvinnulífi í Skagafirði. Engu að síður hafa ýmsar hugmyndir verið til umræðu varðandi byggingarframkvæmdir og teikningar eru til nú þegar af nokkrum byggingum, svo sem fjölbýlishúsum, heimavist FNV, nemendagörðum á Hólum, skrifstofuhúsnæði o.fl. Starfshópurinn á að leita raunhæfra leiða til þess að efla byggingariðnaðinn í Skagafirði og leita samstarfs þeirra aðila sem að málum kunna að koma hverju sinni.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
2. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að uppgjöri vegna fjárhagslegra samskipta á milli Náttúrustofu Norðurlands vestra og sveitarfélagsins vegna áranna 2000- 2002.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá uppgjöri við Náttúrustofu Norðurlands vestra í samræmi við tillögu hans.
3. Sveitarstjóri kynnti tvær umsóknir í verkefnið Rafrænt samfélag; Samfélagsnet á Norðurlandi vestra og Skagfirskt samskiptaþing.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem lögð hefur verið í gerð umsóknanna.
4. Lagt fram bréf frá FAAS, dagsett 24. febrúar 2003, þar sem óskað er eftir styrk til félagsins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 10.000, sem skal tekið af fjárveitingu málaflokks 21-40.
5. Lagt fram fundarboð Lífeyrissjóðs Norðurlands vegna ársfundar sjóðsins 21. mars nk á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fjármálastjóri sæki fundinn.
6. Lagður fram kaupsamningur um jörðina Byrgisskarð, dagsettur 28. febrúar 2003.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
7. Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis, dagsett 25. febrúar 2003 þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgang landsmanna að GSM-farsímakerfinu, 546. mál.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
8. Lagður fram útreikningur vegna skólaaksturs Akrahrepps fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til samráðsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
9. Kynnt ráðstefna fráveitunefndar um fráveitumál sveitarfélaga þann 7. mars 2003.
10. Sjá trúnaðarbók
11. Bréf og kynntar fundargerðir:
a. Kynnt fundargerð stjórnar INVEST, 28. febrúar 2003.
b. Kynnt bréf frá Orkustofnun, dagsett 21. janúar 2003, vegna synjunar
á niðurgreiðslu vegna húshitunar með olíu.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1146