Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 219 – 25.04. 2003
_____________________________________________________________________________
Ár 2003, föstudaginn 25. apríl, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 900.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
Dagskrá:
1. Hótel Varmahlíð ehf., hluthafafundur 25. apríl 2003
2. Menningarhús í Skagafirði. Tillaga Skagfirðinga
3. Fundarboð. Aðalfundur Fjölnets hf. fyrir árið 2002
4. Verðkönnun á rekstrarvörum. Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi
5. Samningur um leigu á landi við Kolkuós
6. Ráðningarsamningur og starfslýsing æskulýðs- og tómstundafulltrúa
7. Styrkbeiðni frá Alnæmissamtökunum á Íslandi
8. Erindi frá Invest um kynningarfund
9. Heilmild til töku láns til skuldbreytinga
10. Yfirlit yfir áætluð framlög Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2003
11. Fundargerð hluthafafundar í Sjávarleðri ehf.
12. Ársuppgjör Húsfélagsins Skagfirðingabraut 17-21
13. Erindi frá Hótel Tindastól. Áður á dagskrá 14. mars sl.
14. Kjörskrá og kjörstaðir vegna Alþingiskosninga 2003
15. Niðurfelling gjalda
16. Bréf og kynntar fundargerðir.
a. Fundargerð 702. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
b. Tilkynning um 11. ársþing SSNV.
c. Fundargerð skólanefndar FNV frá 1. apríl 2003.
d. 63. fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga – ályktanir.
e. Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vegna stjórna heilbrigðisstofnana.
f. Heimasíða Hafnarsambands sveitarfélaga.
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf dagsett 22.04. 2003 frá Lögmannsstofu Stefáns Ólafssonar ehf. um hluthafafund í Hótel Varmahlíð ehf. þann 25. apríl 2003.
Byggðarráð samþykkir að breyta kr. 1.500.000 af skuld fyrirtækisins við sveitarfélagið í hlutafé. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá.
2. Lögð fram tillaga Skagfirðinga um menningarhús í Skagafirði. Þessi tillaga var lögð fyrir forsætisráðherra sem var hér á ferð 23. apríl sl. Þar staðfesti hann að fyrri áform ríkisstjórnarinnar um menningarhús í Skagafirði væru enn í gildi.
Byggðarráð samþykkir að fá fund með menntamálaráðherra um málið.
3. Lagt fram fundarboð um aðalfund Fjölnets þann 2. maí nk. fyrir árið 2002.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sæki fundinn og fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.
4. Verðkönnun á rekstrarvörum. Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi.
Byggðarráð samþykkir að gera samning við OLÍS til eins árs um kaup á rekstrarvörum til stofnana sveitarfélagsins skv. verðtilboði félagsins. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
5. Lögð fram drög að samningi um leigu á landi við Kolkuós.
Byggðarráð samþykkir að leita skriflegs álits lögmanns á samningnum í heild sinni með hliðsjón af athugasemdum sem lagðar voru fram á fundinum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Samningnum vísað til sveitarstjórnarfundar.
6. Lagður fram til kynningar ráðningarsamningur og starfslýsing æskulýðs- og tómstundafulltrúa.
7. Lagt fram bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi dagsett 15.04. 2003, varðandi styrktarbeiðni.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
8. Lagt fram bréf frá INVEST dagsett 9. apríl 2003 varðandi kynningarfund.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sinna erindinu.
9. Lagt fram tilboð frá Íslenskum verðbréfum hf. dagsett 22. apríl 2003, varðandi lántöku sveitarfélagsins að upphæð kr. 150.000.000 með 6#PR föstum vöxtum til 20 ára, sem ætluð er til skuldbreytinga.
Byggðarráð samþykkir að veita heimild til þessarar lántöku á grundvelli ofangreinds tilboðs.
10. Lögð fram til kynningar áætlun dagsett 16. apríl 2003 yfir framlög Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2003.
11. Lögð fram fundargerð hluthafafundar í Sjávarleðri ehf. frá 23. apríl 2003.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina og þær tillögur sem í henni eru.
12. Lagt fram ársuppgjör vegna ársins 2002 fyrir Húsfélagið Skagfirðingabraut 17-21.
Byggðarráð óskar eftir því að stjórn húsfélagsins komi saman og fjalli um leiguverð á húsnæðinu.
13. Erindi frá Hótel Tindastóli. Áður á dagskrá 14. mars 2003.
Byggðarráð telur ekki ástæðu til að ganga til slíks samnings.
14. Kjörskrá og kjörstaðir vegna Alþingiskosninga 2003.
Sveitarstjóri lagði fram kjörskrána og byggðarráð samþykkti að kjörstaðir verði eftirfarandi:
a) Félagsheimilið Skagasel
b) Bóknámshús FNV á Sauðárkróki
c) Félagsheimilið Miðgarður
d) Félagsheimilið Árgarður
e) Grunnskólinn að Hólum í Hjaltadal
f) Félagsheimilið Höfðaborg
g) Grunnskólinn Sólgörðum
h) Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki
15. Niðurfelling gjalda.
Sjá trúnaðarbók.
16. Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Fundargerð 702. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
b) Tilkynning um 11. ársþing SSNV 29. og 30. ágúst 2003.
c) Fundargerð skólanefndar FNV frá 1. apríl 2003.
d) 63. fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga – ályktanir.
e) Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vegna stjórna heilbrigðisstofnana.
f) Heimasíða Hafnarsambands sveitarfélaga.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1220
Fundur 219 – 25.04. 2003
_____________________________________________________________________________
Ár 2003, föstudaginn 25. apríl, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 900.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
Dagskrá:
1. Hótel Varmahlíð ehf., hluthafafundur 25. apríl 2003
2. Menningarhús í Skagafirði. Tillaga Skagfirðinga
3. Fundarboð. Aðalfundur Fjölnets hf. fyrir árið 2002
4. Verðkönnun á rekstrarvörum. Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi
5. Samningur um leigu á landi við Kolkuós
6. Ráðningarsamningur og starfslýsing æskulýðs- og tómstundafulltrúa
7. Styrkbeiðni frá Alnæmissamtökunum á Íslandi
8. Erindi frá Invest um kynningarfund
9. Heilmild til töku láns til skuldbreytinga
10. Yfirlit yfir áætluð framlög Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2003
11. Fundargerð hluthafafundar í Sjávarleðri ehf.
12. Ársuppgjör Húsfélagsins Skagfirðingabraut 17-21
13. Erindi frá Hótel Tindastól. Áður á dagskrá 14. mars sl.
14. Kjörskrá og kjörstaðir vegna Alþingiskosninga 2003
15. Niðurfelling gjalda
16. Bréf og kynntar fundargerðir.
a. Fundargerð 702. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
b. Tilkynning um 11. ársþing SSNV.
c. Fundargerð skólanefndar FNV frá 1. apríl 2003.
d. 63. fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga – ályktanir.
e. Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vegna stjórna heilbrigðisstofnana.
f. Heimasíða Hafnarsambands sveitarfélaga.
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf dagsett 22.04. 2003 frá Lögmannsstofu Stefáns Ólafssonar ehf. um hluthafafund í Hótel Varmahlíð ehf. þann 25. apríl 2003.
Byggðarráð samþykkir að breyta kr. 1.500.000 af skuld fyrirtækisins við sveitarfélagið í hlutafé. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá.
2. Lögð fram tillaga Skagfirðinga um menningarhús í Skagafirði. Þessi tillaga var lögð fyrir forsætisráðherra sem var hér á ferð 23. apríl sl. Þar staðfesti hann að fyrri áform ríkisstjórnarinnar um menningarhús í Skagafirði væru enn í gildi.
Byggðarráð samþykkir að fá fund með menntamálaráðherra um málið.
3. Lagt fram fundarboð um aðalfund Fjölnets þann 2. maí nk. fyrir árið 2002.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sæki fundinn og fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.
4. Verðkönnun á rekstrarvörum. Erindi frá síðasta byggðarráðsfundi.
Byggðarráð samþykkir að gera samning við OLÍS til eins árs um kaup á rekstrarvörum til stofnana sveitarfélagsins skv. verðtilboði félagsins. Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
5. Lögð fram drög að samningi um leigu á landi við Kolkuós.
Byggðarráð samþykkir að leita skriflegs álits lögmanns á samningnum í heild sinni með hliðsjón af athugasemdum sem lagðar voru fram á fundinum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Samningnum vísað til sveitarstjórnarfundar.
6. Lagður fram til kynningar ráðningarsamningur og starfslýsing æskulýðs- og tómstundafulltrúa.
7. Lagt fram bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi dagsett 15.04. 2003, varðandi styrktarbeiðni.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
8. Lagt fram bréf frá INVEST dagsett 9. apríl 2003 varðandi kynningarfund.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sinna erindinu.
9. Lagt fram tilboð frá Íslenskum verðbréfum hf. dagsett 22. apríl 2003, varðandi lántöku sveitarfélagsins að upphæð kr. 150.000.000 með 6#PR föstum vöxtum til 20 ára, sem ætluð er til skuldbreytinga.
Byggðarráð samþykkir að veita heimild til þessarar lántöku á grundvelli ofangreinds tilboðs.
10. Lögð fram til kynningar áætlun dagsett 16. apríl 2003 yfir framlög Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2003.
11. Lögð fram fundargerð hluthafafundar í Sjávarleðri ehf. frá 23. apríl 2003.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina og þær tillögur sem í henni eru.
12. Lagt fram ársuppgjör vegna ársins 2002 fyrir Húsfélagið Skagfirðingabraut 17-21.
Byggðarráð óskar eftir því að stjórn húsfélagsins komi saman og fjalli um leiguverð á húsnæðinu.
13. Erindi frá Hótel Tindastóli. Áður á dagskrá 14. mars 2003.
Byggðarráð telur ekki ástæðu til að ganga til slíks samnings.
14. Kjörskrá og kjörstaðir vegna Alþingiskosninga 2003.
Sveitarstjóri lagði fram kjörskrána og byggðarráð samþykkti að kjörstaðir verði eftirfarandi:
a) Félagsheimilið Skagasel
b) Bóknámshús FNV á Sauðárkróki
c) Félagsheimilið Miðgarður
d) Félagsheimilið Árgarður
e) Grunnskólinn að Hólum í Hjaltadal
f) Félagsheimilið Höfðaborg
g) Grunnskólinn Sólgörðum
h) Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki
15. Niðurfelling gjalda.
Sjá trúnaðarbók.
16. Bréf og kynntar fundargerðir.
a) Fundargerð 702. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
b) Tilkynning um 11. ársþing SSNV 29. og 30. ágúst 2003.
c) Fundargerð skólanefndar FNV frá 1. apríl 2003.
d) 63. fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga – ályktanir.
e) Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu vegna stjórna heilbrigðisstofnana.
f) Heimasíða Hafnarsambands sveitarfélaga.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1220