Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 222 – 23.05. 2003
Fundur 222 – 23.05. 2003
Ár 2003, föstudaginn 23. maí, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
1. Yfirlit rekstrar fyrstu þrjá mánuði ársins
2. Erindi frá Gunnari Þórðarsyni/Véla- og samgönguminjasafninu
3. Ofgreidd kennsluyfirvinna
4. Launakjör skólastjóra grunnskóla. Erindi frá Launanefnd sveitarfélaga
5. Erindi frá Leikfélagi Sauðárkróks
6. Aðalfundur Sjávarleðurs ehf.
7. Skólaakstur. Bréf frá foreldrum á Gili
8. Starfsmanamál
9. Ósk um viðræður við sveitarfélagið um kaup á landi við Kolkuós
10. Gjöf frá Guðjóni Ingimundarsyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur
11. Umsögn um leyfi til að reka gistiheimili að Kaupvangstorgi 1
12. Umsögn um leyfi til að reka veitingahús, Sólvík á Hofsósi
13. Umsókn um leyfi til sölu áfengra drykkja að Aðalgötu 7, Sauðárkróki
14. Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Ferðaþjónustuna að Hólum í Hjaltadal
15. Kauptilboð í Laugatún 1, Sauðárkróki
16. Lánveiting 2003 frá Lánasjóði sveitarfélaga
17. Niðurfelling gjalda
18. Bréf og kynntar fundargerðir
a) Úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2003
b) Afrit af bréfi FNV til félagsmálaráðherra
c) Fundargerð hluthafafundar 25. apríl 2003 í Hótel Varmahlíð ehf.
d) Fundargerð stjórnarfundar SSNV 20. febrúar 2003
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram og kynnt yfirlit yfir rekstur aðalsjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins.
2. Lagt fram bréf frá Gunnari Þórðarsyni dagsett 7. maí 2003 vegna Véla- og samgönguminjasafnsins í Stóragerði, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið útvegi rotþró og setji upp við aðstöðuhús safnsins fyrir ferðamenn.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla ferkari upplýsinga um kostnað.
3. Sveitarstjóri upplýsti um mistök sem leitt hafa til ofgreiddrar kennsluyfirvinnu í grunnskólum sveitarfélagsins frá 1. ágúst 2001 að telja.
4. Lagt fram til kynningar bréf frá Launanefnd sveitarfélaga, dagsett 13. maí 2003 varðandi launakjör skólastjóra grunnskóla.
5. Lagt fram bréf frá stjórn Leikfélags Sauðárkróks, dagsett 9. maí 2003 varðandi styrki til leikfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að styrkja leikfélagið um húsaleigu í Félagsheimilinu Bifröst á árinu 2002 og taka það af fjárhagslið 21-81. Varðandi framtíðarstefnu sveitarfélagsins í málum leikfélaga er vísað til fræðslu- og menningarnefndar.
6. Lagt fram fundarboð um aðalfund Sjávarleðurs ehf. þann 28. maí nk. á Kaffi Krók.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem sjái sér fært að mæta fari með atkvæðisrétt sveitarfélagins hlutfallslega.
7. Lagt fram bréf frá Vilborgu Elísdóttur og Ómari B. Jenssyni, dagsett 5. maí 2003 um skólaakstur.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar hjá fræðslu- og menningarnefnd.
8. Sveitarstjóri ræddi og kynnti starfsmannamál.
9. Lagt fram ódagsett bréf frá Guðríði Magnúsdóttur og Kára Ottóssyni, þar sem þau óska eftir viðræðum um kaup á hluta eða öllu landi sveitarfélagsins við Kolkuós, þ.e. landi sem áður tilheyrði Viðvík.
Byggðarráð samþykkir að boða bréfritara á fund.
10. Lagt fram bréf frá Guðjóni Ingimundarsyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, dagsett 15. maí 2003, þar sem þau hjón tilkynna ákvörðun sína um að gefa 220 stóla í áhorfendastúku Sundlaugar Sauðárkróks í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því fyrstu framkvæmdir hófust við mannvirkið.
Byggðarráð þakkar þann hug sem þau hjón sýna með þessari gjöf. Einnig felur byggðarráð tæknideild sveitarfélagsins að reikna út kostnað við þær kvaðir er fylgja gjöfinni.
11. Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 19. maí 2003, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hönnu Þrúðar Þórðardóttur um leyfi til að reka gistiheimili að Kaupvangstorgi 1.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
12. Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 13. maí 2003, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Anítu Ólafsdóttur um leyfi til að reka veitingahús, Sólvík í Baldurshaga á Hofsósi..
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
13. Lögð fram umsókn til eins árs, dagsett 22. maí 2003 um leyfi til vínveitinga að Aðalgötu 7. Umsækjandi er Sigurpáll Aðalsteinsson fh. Videosports ehf.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfið til eins árs.
14. Lögð fram umsókn dagsett 22. maí 2003 um leyfi til vínveitinga.. Umsækjandi er Ferðaþjónustan á Hólum.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfið til sex mánaða.
15. Lagt fram kauptilboð í Laugatún 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð.
16. Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 8. maí 2003 um lánveitingu 2003.
Byggðarráð samþykkir að taka að láni af eigin ráðstöfunarfé Lánasjóðs sveitarfélaga kr. 45.000.000 í íslenskum krónum með 4,5#PR breytilegum vöxtum og bundið vísitölu neysluverðs. Lánstími allt að 15 ár. Einnig samþykkir byggðarráð að taka að láni af endurlánafé sjóðsins kr. 55.000.000 í íslenskum krónum með 5,32#PR föstum vöxtum og bundið vísitölu neysluverðs. Lánstími 15 ár. Tryggingar vegna lánanna verða veittar í tekjum sveitarfélagsins.
17. Lagt fram bréf frá Félagsheimilinu Höfðaborg, dagsett 19. mars 2003, þar sem óskað er niðurfellingar á fasteignaskatti vegna starfsemi Grunnskólans á Hofsósi og Tónlistarskóla Skagafjarðar í húsnæðinu.
Byggðarráð samþykkir að fella niður helming álagðs fasteignaskatts 2003.
18. Bréf og kynntar fundargerðir:
a. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, dags. 14. maí 2003. Úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2003.
b. Afrit af bréfi til félagsmálaráðherra frá skólameistara FNV, dagsett 9. maí 2003.
c. Fundargerð hluthafafundar í Hótel Varmahlíð ehf. frá 24. apríl 2003.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1255