Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 225 – 16.06. 2003
Fundur 225 – 16.06. 2003
Ár 2003, mánudaginn 16. júní, kom byggðarráð saman til fundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra kl. 1600.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
1. Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2002 – fyrri umræða.
AFGREIÐSLUR:
1. Á fundinn mætti Kristján Jónasson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins. Fór hann yfir og skýrði nánar fyrir byggðarráðsmönnum ársreikning sveitarfélagsins og stofnana þess vegna ársins 2002. Einnig mættu á fundinn sveitarstjórnarmenn, sviðstjórar og forstöðumenn hafna, veitna og þjónustumiðstöðvar auk aðalbókara.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1720