Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

228. fundur 04. júlí 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 228 – 04.07. 2003

 
 
Ár 2003, föstudaginn 4. júlí, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi.
 
DAGSKRÁ:
                  1.            Tilboð í eignir sveitarfélagsins í Fljótum og á Sauðárkróki
                  2.            Árvist
                  3.            Bréf frá Bjarna Ragnari Brynjólfssyni
                  4.            Umsókn um leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Sölvanesi
                  5.            Bréf frá Hjalta Stefánssyni og Sölva Oddssyni
                  6.            Höfði ehf.
                  7.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)            Bréf frá Katrínu Atladóttur
b)            Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
c)            Bréf frá Sambandi ferðaþjónustunnar
d)            Bréf frá Félagi íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga
 
AFGREIÐSLUR:
1.      Lögð fram tilboð frá Níels R. Björnssyni í íbúðarhús C að Lambanesreykjum, Helga Björgvinssyni í íbúðarhús B að Lambanesreykjum, Alexander Helgasyni í íbúðarhús A að Lambanesreykjum og Ingva Þór Sigfússyni og Arnrúnu Antonsdóttur í Kirkjutorg 3 á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að hafna öllum tilboðunum í húsin á Lambanesreykjum og felur fjármálastjóra að ræða við tilboðsgefendur í Kirkjutorg 3.
 
2.      Húsnæðismál Árvistar rædd.
Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild sveitarfélagsins að fara í nauðsynlegan undirbúning vegna flutnings á A eða B húsi á Lambanesreykjum til Sauðárkróks og sendi skipulags- og bygginganefnd erindi um málið.
 
3.      Lagt fram bréf frá Bjarna Ragnari Brynjólfssyni, dagsett 25. júní 2003, þar sem hann óskar eftir lausn frá öllum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir ósk Bjarna og þakkar honum um leið fyrir unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
 
4.      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 1. júlí 2003, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Óskarssonar um endurnýjun á leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Sölvanesi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
5.      Lagt fram bréf frá Hjalta Stefánssyni og Sölva Oddssyni, dagsett 20. júní 2003, varðandi eyðijörðina Írafell í Svartárdal.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.
 
 
6.      Málefni Höfða ehf. rædd.
Byggðarráð samþykkir að ganga til viðræðna á grundvelli þeirra tillagna sem unnar hafa verið af fulltrúa INVEST.
 
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)        Bréf frá Katrínu Atladóttur, dagsett 25. júní 2003
b)       Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. júní 2003 um heimild sveitarfélaga til að innheimta lóðarleigu af heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum.
c)        Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar, dagsett 20. júní 2003, varðandi rekstur í opinberu húsnæði.
d)       Bréf frá FÍUM, Félagi íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnana, dagsett 13. júní 2003, varðandi málþing sem haldið var 7. mars sl.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1153